Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022 Reykvíkingum gæti fyrirgefist að gleyma því að kosningar séu framundan. Engin pólitísk átök eru í borginni á milli meirihluta og minnihluta og hirðuleysið ræður sem fyrr ríkjum eins og sést vel á óhrein- um bílum borgar- búa. Í þeim efnum njóta borgarbúar stefnu borgarstjórnar- meirihlutans um lágmarksþrif gatna, sem í bland við stefnuna um lágmarksgrasslátt í borgarlandinu hefur markað borg- inni athyglisverða sérstöðu hér á landi og þótt víðar væri leitað. - - - Ef grannt er gáð glittir þó í að einungis mánuður er í kosn- ingar. Þannig hefur borgarstjóri nú greint frá því að hann íhugi þann möguleika að borgin hætti við að skerða þjónustu strætó í borginni, en sú skerðing tók gildi í byrjun mánaðarins. - - - Borgarstjóri segir að nú sé verið að vinna mat á kostnaði við að auka þjónustuna á ný og þá jafnvel aðeins innan borgarmarkanna, enda mikið í húfi fyrir Samfylk- inguna að halda meirihlutanum í borginni, hvort sem hann fellur eins og síðast eða ekki. - - - Strætó hefur ítrekað skert þjón- ustu sína í gegnum árin en það hefur ekki verið gert svo skömmu fyrir kosningar þannig að borgar- stjóri hefur aldrei áður þurft að íhuga það að ráðast í einhliða bæt- ur á þjónustunni. - - - Nái Dagur að púsla saman meirihluta á nýjan leik má án efa treysta því að Strætó geri ekki aftur þau klaufalegu mistök að kynna skerðingar svo skömmu fyr- ir kosningar. Dagur B. Eggertsson Klaufaleg kosningaskerðing STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Íbúar á Akranesi brugðust vel við ákalli sem barst frá bæjarskrifstof- unni í vikunni, þar sem óskað var eftir aðstoð sjálfboðaliða við að standsetja íbúðir í bænum fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Hafist var handa á þriðjudeginum og hamagangurinn var slíkur að strax voru þrjár íbúðir af átta orðn- ar tilbúnar samdægurs. Verkið var svo að mestu klárað daginn eftir. Fyrirhugað er að fyrstu fjölskyld- urnar komi til Akraness eftir páska. Andrea Marta Vigfúsdóttir, félags- ráðgjafi á velferðar- og mannrétt- indasviði Akraneskaupstaðar, hefur haft veg og vanda af verkefninu og tók meðfylgjandi mynd. Flóttafólk frá Úkraínu hefur streymt til landsins síðustu vikurnar og alls tæplega 750 manns komið. Hafa fjölmörg sveitarfélög boðist til að taka á móti fólkinu og veita því húsaskjól. Undirbúa komu flótta- manna á Skagann Ljósmynd/Andrea Marta Akranes Skagamenn flytja inn dýnur og fleira í eina íbúðina. Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 Teitur Lárusson fyrr- verandi starfs- mannastjóri Slátur- félags Suðurlands og Kaupáss og síðar sér- fræðingur á kjarasviði VR, er látinn, 73 ára að aldri. Teitur fæddist í Reykjavík þann 6. júní 1948 og foreldrar hans voru þau Anna Sigríður Teitsdóttir og Lárus Bjarnason. Teitur lauk verslun- arprófi frá Verzlunar- skóla Íslands og hóf stuttu síðar að starfa fyrir Slátur- félag Suðurlands. Fljótlega fékk hann stöðu starfsmannastjóra og gegndi þeirri stöðu í sautján ár hjá fyrirtækinu en þá ákvað hann að stofna Teitur Lárusson starfs- mannaþjónustu árið 1988 og rak hana í rúman áratug. Árið 1999 hóf hann störf hjá Kaupási og var þar starfsmanna- stjóri til ársins 2004. Frá þeim tíma og til 72ja ára aldurs starfaði hann sem sérfræðingur í kjaramálum á kjarasviði VR. Teitur sinnti störf- um fyrir Starfsgreina- sambandið, hann var formaður Starfs- menntasjóðs versl- unar- og skrifstofu- fólks til nokkurra ára. Hann bjó til og þróaði diplómanámið Versl- unarstjórnun, sem kennt var við Háskól- ann á Bifröst en það hefur nú þróast í fullt nám til BS-gráðu og er enn kennt við Háskól- ann á Bifröst. Teitur var meðlimur í JC Iceland og var hann einn að stofnendum JC Borgar og sinnti hann þar m.a. starfi forseta um tíma Hann hlaut æðstu viðurkenningu innan JC-hreyfingarinnar, Ás- mundarskjöldinn, fyrir störf sín. Teitur var einnig virkur meðlimur í Lionsklúbbi Seltjarnarness. Eftirlifandi eiginkona Teits er Elín Kristjánsdóttir og börn hans eru þrjú, þau Sigurður Hinrik Teits- son, Unnur Teits Halldórsdóttir og Anna Teitsdóttir. Barnabörn hans eru sjö og eitt barnabarnabarn. Andlát Teitur Lárusson Mán. – Föst. 10–17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.