Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022 Vosbúð Hið árlega Píslarsund fór fram við Gróttu í gær, föstudaginn langa. Um er að ræða sjósund þar sem hvorki búningsklefi, heitur pottur né sturta eru í sjónmáli, bara ískaldur sjórinn. Árni Sæberg Varpað er fram þeirri hugmynd, að Kristsstytta hins víð- kunna íslensk-danska myndhöggvara Al- berts (Bertels) Thor- valdsen (1770-1844) verði höggvin í marm- ara og sett upp í kór Hallgrímskirkju í Reykjavík. Þar er nú fremur tómlegt. Kór- inn hentar ekki fyrir málaða altaristöflu eins og oftast eru í kirkjum. En Krists- mynd í formi styttu úr hvítum marmara sýn- ist geta notið sín þarna afar vel (sjá meðfylgjandi tölvu- mynd Ól. Péturs- sonar). Fögur Kristsmynd Kristsmynd Thor- valdsens er ein- staklega fögur og áhrifamikil. Frels- arinn réttir fram hendurnar, mætir fólkinu með op- inn faðminn í anda Ritningarinnar: „Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin …“ (Matth. 11:28). Myndin tengist því einnig vel hvatningu Hallgríms Péturs- sonar (1614-1674) í 44. Passíusálmi: Láttu guðs hönd þig leiða hér lífsreglu halt þá bestu: Blessuð hans orð sem boðast þér, í brjósti og hjarta festu. Tign en um leið látleysi einkenna þessa Kristsmynd á sama hátt og byggingu Guðjóns Samúelssonar. Sá Íslendingur sem hvað fyrst mun hafa séð myndina var Jóhanna dóttir Gunnlaugs sýslumanns Briem, vinar og skólafélaga Thor- valdsens úr Listaakademíunni í Kaupmannahöfn. Ung að árum kom hún í vinnustofu listamannsins í Róm um jólin 1826. Aðdáunin leynir sér ekki. Hún skrifaði for- eldrum sínum að hún hefði séð þar m.a. „líkneskju lausnarans. Hefur meistaranum svo aðdáanlega tekist, eftir því sem mér fannst, að láta andlitið lýsa frelsarans innra manni, að það yfirgekk stórum alla mína ímyndun.“ Marg- ir hafa talið Krists- styttu Thorvaldsens þá fegurstu sem gerð hafi verið. Ræktarsemi Thor- valdsens við Ísland Albert Thorvaldsen var talinn fremsti myndhöggvari Evrópu þegar leið á 19. öld. Hann átti íslenskan föður, umgekkst Ís- lendinga í uppvexti sínum í Kaupmanna- höfn og var alla ævi vel meðvitaður um ís- lenskan uppruna sinn. Þannig gaf hann „Ís- landi, ættarlandi sínu, í ræktar skyni“ árið 1827 eitt listaverka sinna, skírnarfont höggvinn í marmara. Er fonturinn í Dóm- kirkjunni í Reykjavík, ein mesta listagersemi á landinu. Jónas skáld Hallgrímsson þakkaði gjöfina með kvæði. Faðir Thorvaldsens var prestssonurinn úr Skagafirði Gottskálk Þorvaldsson (1741-1806), og móðirin Karen Dagnes (1735- 1804) djáknadóttir frá Jótlandi. Gottskálk fór ungur til Kaup- mannahafnar og vann þar við myndskurð, einkum skreytingar skipa. Kom listgáfa sonarins og teiknisnilld í ljós þegar Gottskálk fór að taka hann með sér til vinnu. En m.a. doktor Kristján Eldjárn, fyrrverandi þjóðminjavörður og forseti Íslands, hefur vakið athygli á að listgáfa hafi verið rík í ættum þeirra feðga. Föðuramma Alberts, Guðrún Ás- grímsdóttir (1713-1745), var afkom- andi Guðbrands Þorlákssonar bisk- ups á Hólum sem vann það afrek að gefa Biblíuna fyrstur út á ís- lensku árið 1584. Tók biskup sjálfur þátt í að myndskreyta hana. Föð- urafinn, Þorvaldur Gottskálksson (1712-1762), reisti með aðstoð sona sinna og föður nýja kirkju á Mik- labæ í Skagafirði, þar sem hann var þjónandi prestur. Þótti hún taka fram öðrum kirkjum síns tíma og varð samkvæmt heimildum fyr- irmynd við kirkjubyggingar. Kaupmannahöfn gaf Íslend- ingum Thorvaldsensstyttu 1874 Albert var ungur settur til náms í Listaakademíunni. Þar hlaut hann öll þau verðlaun sem eftirsóttust voru. Hann settist síðan að í Róm, höfuðborg lista- og menningarlífs þess tíma, rak þar vinnustofur í fjóra áratugi og varð frægur um alla Evrópu og út fyrir álfuna. Listaverk hans voru eftirsótt og eru víða. Síðustu æviárin bjó hann á ný og starfaði í Kaupmannahöfn, þar sem safn var reist yfir listaverk sem hann færði borginni að gjöf. Eru líka frá þeim árum frásagnir af tengslum hans við Íslendinga. Þegar Íslendingar fögnuðu þús- und ára landnámsafmæli árið 1874 þótti stjórnendum Kaupmannahafn- arborgar við hæfi að færa Íslend- ingum að gjöf sjálfsmynd Thorvald- sens. Þá mynd hafði hann látið tilleiðast að gera á efri árum fyrir hvatningu velunnara. Varð gjöfin fyrsta stytta á almannafæri í Reykjavík, sett upp á Austurvelli en er nú í Hljómskálagarðinum. Vegleg sýning á listaverkum Thorvaldsens var haldin á Kjarvals- stöðum árið 1982, fyrsta meiri hátt- ar sýning Thorvaldsenssafns á verkum hans utan Danmerkur. Á 250. ártíð listamannsins 2020 var vönduð dagskrá um hann í Lista- safni Íslands. Kristsstyttan fái hlutverk í hinu ættarlandi Thorvaldsens Traust ættartengsl Alberts Thor- valdsen við Ísland, sem hann sjálf- ur nefndi „ættarland“ sitt, og rækt- arsemin sem hann sýndi landi og þjóð með því að gefa hingað hinn forkunnarfagra skírnarfont, eru vissulega tilefni til að Kristsmynd hans fái hér einnig viðeigandi sess. Mestu skiptir þó að styttan myndi í kór Hallgrímskirkju njóta sín einstaklega vel og vera til marks um að kirkjan er helguð kærleiks- ríkum boðskap þess sem séra Hall- grímur orti svo ódauðlega um. Kristsstyttan er eitt af þekktustu verkum Thorvaldsens. Hún var upphaflega gerð fyrir dómkirkju Kaupmannahafnar, Vor frue Kirke, ásamt styttum af postulunum. En eins og tíðkast um dáðar högg- myndir eru nú til fleiri eintök henn- ar í mismunandi stærðum. M.a. var hún ekki alls fyrir löngu sett upp í Róm. Hugmyndin sem hér er vakið máls á snýst um að höggva í vand- aðasta marmara styttu í fullri stærð fyrir Hallgrímskirkju. Þann- ig fái þetta merka listaverk einnig hlutverk í höfuðkirkju í hinu ætt- arlandi listamannsins. Þar færi hún vel með glerlist Leifs Breiðfjörð sem þegar prýðir m.a. prédik- unarstól og framhlið Hallgríms- kirkju. Eftir Ólaf Egilsson » Styttan myndi í kór Hallgrímskirkju … vera til marks um að kirkjan er helguð kær- leiksríkum boðskap þess sem séra Hall- grímur orti svo ódauðlega um. Ólafur Egilsson Höfundur er fyrrverandi sendiherra. olegice@simnet.is Kristur í Hallgrímskirkju Kristsmynd í formi styttu úr hvítum marmara myndi njóta sín vel í Hallgrímskirkju. Skírnarfontur Thorvaldsens í Dómkirkjunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.