Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 16
ÚR BÆJARLÍFINU
Reynir Sveinsson
Sandgerði
Nú líður að því að þessi veðra-
sami vetur fari að kveðja. Vonandi
fáum við gott sumar. Hvassviðri úr
öllum áttum hefur verið áberandi á
liðnum vetri, mikið um brælur í suð-
vestanveðrum og mikið brim. Há-
vaðinn í briminu heyrðist vel með
allri vesturströnd skagans og sjór
gekk víða á land með tilheyrandi
þara og grjótburði.
- - -
Sjómenn sögðu að þegar veðr-
ið var hvað verst hefði mátt þakka
fyrir að ekki var stærsti straumur.
Samt gekk sjór víða upp á bryggjur.
Eftir svona mikið brim er þörf á að
kanna hvar landbrot hefur orðið og
gera ráðstafanir þar sem þess er
þörf. Þegar svona þrálátar vest-
anáttir eru dreifist sælöður yfir all-
an bæ. Rúður og hús verða ansi
skítug og sumir hafa þurft að grípa í
garðslönguna og skola híbýli sín.
- - -
Senn líður að kosningum
hér í Suðurnesjabæ. Að þessu
sinni eru fjórir listar í framboði.
Þetta eru B-listi Framsókn-
arflokksins, D-listi Sjálfstæð-
ismanna og óháðra, O-listi Bæj-
arlistans, sem er klofningsframboð
frá Sjálfstæðismönnum, og S-listi
Samfylkingar. Á flestum listum
eru nýir frambjóðendur og mikið
af ungu fólki.
- - -
Líflegt hefur verið yfir hús-
byggingum að undanförnu. Búið er
að úthluta öllum lóðum í Skelja-
hverfi, sem er nýtt hverfi. Þar er
búið að leggja lagnir, malbika göt-
ur og setja upp ljósastaura. Því
styttist í að verktakar hefji bygg-
ingarframkvæmdir.
- - -
Nýlega var haldinn kynning-
arfundur um aðalskipulag Suð-
urnesjabæjar, sem tekur yfir
Sandgerði og Garð, til ársins 2034.
Verkfræðistofan Verkís vinnur að
skipulaginu, sem er viðamikil
greinargerð, enda þarf að skoða
hvert einasta smáatriði. Þar á
meðal er íbúaþróun en í banka-
hruninu fækkaði hér nokkuð.
Frá árinu 2016 til dagsins í
dag hefur fjölgunin hins vegar
orðið 25% og eru íbúar í dag 3.753
talsins.
- - -
Spá um íbúaþróun til loka
skipulagstímabilsins er háð mikilli
óvissu, en miðað er við miðspá
Hagstofu Íslands. Má ætla að íbú-
um fjölgi um 800 á skipulags-
tímabilinu og verði 4.550 í lok árs
2034. Er m.a. horft til svæðisins
milli Sandgerðis og Garðs, þar er
töluverð byggð og einnig 18 holu
golfvöllur. Svæðið nefnist Nátthagi
en þar er fyrirhuguð frekari byggð
og alls konar svæði til heilsuefl-
ingar.
- - -
Suðurnesjabær stefnir að því
að vera sterkt samfélag með áherslu
á sjálfbærni daglegs lífs og góð
tengsl íbúanna. Í því felst að skipu-
lag byggðar stuðli að vandaðri um-
gjörð um líf fólks, sem skapi góð
skilyrði fyrir fjölskylduvænt, öruggt,
skemmtilegt og heilsueflandi sam-
félag. Samfélag þar sem eru fjöl-
breyttir menningarstraumar en
sterk tengsl við söguna. Einnig að
aðalskipulagið skapi svigrúm fyrir
öflugt atvinnulíf og þróttmikið
mennta-, menningar- og íþróttastarf.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Sandgerðishöfn Veturinn var erfiður, með hvassviðri úr öllum áttum, og sjór gekk oft á land með þara og grjóti.
Votviðravetur kvaddur
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
á sanngjörnu verði og að
auki förum við með bílinn
þinn í endurskoðun, þér
að kostnaðarlausu.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
Skrifað hefur verið undir samning
um uppbyggingu nýs íbúðahverfis,
Ölduhverfis, í landi Kropps í Eyja-
fjarðarsveit. Nýja hverfið mun
verða hluti af þéttbýliskjarnanum
við Hrafnagil þar sem er að finna
alla helstu þjónustu sveitarfé-
lagsins, s.s. leik- og grunnskóla,
sundlaug, íþróttahús og skrifstofu
Eyjafjarðarsveitar. Byggðar verða
200 nýjar íbúðir í hverfinu. Íbúar
gætu orðið allt að 500 talsins í full-
byggðu hverfi.
Finnur Yngvi Kristinsson, sveit-
arstjóri í Eyjafjarðarsveit, segir að
Ölduhverfi verði mikilvæg viðbót
við þá uppbyggingu sem átt hefur
sér stað í Hrafnagilshverfi og rími
vel við þá stefnu sveitarfélagsins að
byggt sé upp í og við þann þétt-
býliskjarna.
Sveitarfélagið er sjálft að hefja
viðamikla uppbyggingu í innviðum
sínum með byggingu á nýjum leik-
skóla og metnaðarfullum endurbót-
um á Hrafnagilsskóla, bókasafni
sveitarfélagsins og íþróttaaðstöðu
fyrir almenning. Mikilvægt sé að
sjá fram í tímann hvernig byggð
þróist en Ölduhverfi sé stór hluti af
því.
Eykur breiddina
Finnur Yngvi segir að Ölduhverfi
muni auka breidd þeirra búsetu-
kosta sem í boði eru í sveitarfé-
laginu „en íbúðirnar virðast vera
fjölbreyttar og henta mjög vel hvort
sem er fyrir þá sem eru að byrja að
búa, fjölskyldufólk eða eldri íbúa
sveitarfélagsins,“ segir hann.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir
við Ölduhverfi hefjist síðari hluta
þessa árs. Uppbyggingin verður í
einkaframkvæmd, þar er átt við
uppbyggingu og lagningu innviða,
s.s. gatna- og stígagerð og fráveitu-
kerfi. Að þeirri uppbyggingu lokinni
mun Eyjafjarðarsveit taka við og
eignast opin svæði, lóðir, götur,
gangstíga og aðra þá innviði sem
tilheyra rekstri sveitarfélaga og
annast viðhald þeirra til frambúðar.
Hverfið er umlukið skógi
Í nýja hverfinu er gert ráð fyrir
lágri byggð eins til tveggja hæða
húsa, einbýlis-, par- og ráðhúsum
ásamt litlum sex til átta íbúða fjöl-
býlishúsa. Byggðin mun falla vel að
landslaginu og landhalli á svæðinu
verður nýttur til að allar íbúðir
hverfisins njóti mikils útsýnis.
Góð aðstaða verður í hverfinu
fyrir þá sem kjósa rólegt og fallegt
umhverfi og njóta um leið góðrar
aðstöðu til útivistar. Hverfið er að
mestu umlukið skógi, en á undan-
förnum árum hefur verið staðið fyr-
ir umfangsmikilli skógrækt á svæð-
inu á rúmlega 100 hektara svæði.
Stórt opið svæði er í miðju hverf-
inu sem einnig tengist fjölbreyttum
skógarstígum, vinsælum hjóla- og
göngustíg milli Akureyrar og
Hrafnagils.
Nýtt hverfi með
um 500 íbúum
- Uppbygging í Ölduhverfi í Eyjafjarð-
arsveit hefst á árinu - Íbúðir um 200
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Eyjafjörður Finnur Yngvi og Viðar
Helgason rita undir samning um
uppbyggingu Ölduhverfis.
Sprotafyrirtækið HorseDay hefur
sett á markað samnefnt smáforrit
sem ætlað að vera miðpunktur sam-
félagsins um íslenska hestinn. Var
forritið kynnt á lokamóti Meist-
aradeildar í hestaíþróttum nýverið.
Forritið er fáanlegt í App Store og
Google Play.
Með forritinu fæst yfirsýn yfir
þjálfun hestsins og umhirðu, auk
þess sem það býður upp á beina
tengingu við WorldFeng og GPS-
skráningu á hestaferðum, ekki
ósvipað og þekkist innan tómstunda
með forritinu Strava.
Hugmyndin að HorseDay fæddist
í hesthúsi þar sem hestafólk er vant
að halda utan um skráningu á dag-
legum atburðum hestanna á túss-
töflum, þar með talið hreyfingu,
þjálfun, járningar, tannhirðu, lyfja-
gjöf, fóðrun og fleira.
Ólafur H. Einarsson hrossarækt-
andi er einn stofnenda fyrirtækisins
og fékk son sinn, Odd viðskiptafræð-
ing, til liðs við sig, sem er fram-
kvæmdastjóri. Sér Ólafur um mark-
aðs- og sölustjórnun.
„Við teljum að þetta verði mikil
bylting fyrir hestaheiminn en þetta
er líka áhugavert fyrir vísinda-
samfélagið enda hefur Háskólinn á
Hólum tekið þátt í þróuninni og Há-
skóli Íslands ritrýnir komandi grein-
ar sem varða gangtegundagrein-
inguna,“ segir Oddur í tilkynningu.
Fyrirtækið hefur notið styrkja frá
Tækniþróunarsjóði, Stofnvernd-
arsjóði íslenska hestakynsins og
Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Hönnunarskrifstofan Metall kom
að hönnun og flæði forritisins ásamt
hönnun vörumerkisins og framsetn-
ingu þess og hugbúnaðarfyrirtækið
REON kom að forritun og þróun
hugbúnaðarins.
Stjórn HorseDay skipa Stella
Björg Kristinsdóttir, Sigurjón
Rafnsson, Magnús Ingi Óskarsson,
Marta Rut Ólafsdóttir og Hermann
Kristjánsson, sem jafnframt er
stjórnarformaður.
Hestamennska Smáforritið Horse-
Day er komið á markað.
Smáforrit fyrir
eigendur hesta
- Gefur yfirlit um þjálfun og umhirðu
Veistu um góðan
rafvirkja?
FINNA.is