Morgunblaðið - 16.04.2022, Side 42

Morgunblaðið - 16.04.2022, Side 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022 AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ Hjólablað Morgunblaðsins kemur út 30. apríl NÁNARI UPPLÝSINGAR: Viðar Ingi Pétursson vip@mbl.is - S.569-1109 – meira fyrir lesendur Við hjólum inn í vorið með stórglæsilegu sérblaði, sneisafullu af áhugaverðum viðtölum og fréttum úr hjólreiða heiminum. SÉRBLAÐ að leyfa sér að spinna og semja við hana,“ útskýrir Lilja. Hún segist hafa óbilandi áhuga á miðaldabók- menntum og hafa kennt þær lengi vel í framhaldsskóla, áður en hún helgaði sig tónlistinni alfarið. „Við leyfum efniviðnum að blása okkur byr í brjóst,“ segir Lilja um túlkun Umbru á þjóðlagaarfinum. „Hann hefur náttúrlega verið afar vinsæll í gegnum tíðina og það sem er svo skemmtilegt við hann er að hann getur farið milli stíla, getur verið í poppinu, klassíkinni og þar viljum við líka vera, svolítið óskilgreindar og geta skautað á milli tónlistar- stíla.“ Þurftu að standa allt af sér Blaðamaður sló á þráðinn til Lilju til að forvitnast um plötuna væntanlegu og áhugavert innihald hennar, þ.e. þjóðlagatónlist þar sem dregin er fram staða og raunir kvenna aftur í aldir en lítið mun vera til af heimildum þar að lút- andi, eins og þær Umbru-konur benda á. Platan verður gefin út af Dimmu, í samstarfi við Sony Music Iceland sem sér um rafræna dreif- ingu. Svo hefur hljómsveitin landað samningi hjá þýska útgáfufyrir- tækinu Nordic Notes sem dreifir plötunni til tíu landa í Evrópu. „Ljóðin eru annaðhvort eftir konur, þ.e. þau sem eru nafn- greind, þessi yngri, eða um þær. Þetta var ekki meðvitað þema frá upphafi, alls ekki, en þegar við för- um að vinna plötuna drögumst við að ákveðnum hlutum og erum að skoða þá sérstaklega eddukvæðin og fleira. Þá leiðir eitt af öðru og allt í einu erum við komnar inn í þetta þema,“ útskýrir Lilja. Hún segir þær vinkonur hafa tekið eftir því hversu lítið stuð sé að finna í íslenskum þjóðlögum, allt mjög erfitt og dramatískt, myrkur, erfiðleikar, svik og dauði. „Ef við berum okkur saman við t.d. Noreg og Svíþjóð er fólk þar bara hopp- andi úti í haga og mjög skemmti- legt og gaman,“ segir Lilja kímin. „Við fórum svolítið að velta þessu fyrir okkur, þegar við vorum að vinna þetta, hvað þetta er algengt yrkisefni, hvernig konum hefur lið- ið í gegnum tíðina og hvað þær hafa þurft að standa af sér. Þaðan kemur þetta konsept bjargrúnir, að þrátt fyrir allt er svo mikil seigla og elja, svo mikill vilji til að standa allt af sér. Það var ekkert annað í boði heldur. Svo hafa nátt- úrlega þessi ljóð ekki fengið neitt að birtast mikið eða hljóma, sum þessara yngri ljóða eins og ljóðið eftir Guðnýju Jónsdóttur frá Klömbrum sem var mjög illa gift. Maðurinn hennar fór frá henni og fór ótrúlega illa með hana. Hún var svakaleg listakona og notaði listina til að vinna úr sorginni en hún fékk aldrei neitt birt eftir sig fyrr en eftir að hún var dáin. Þetta er svo oft svona,“ segir Lilja. Í ýmsar áttir Lögin á plötunni eru sextán tals- ins og allt íslensk þjóðlög. „En við erum að leita heimilda svolítið víða,“ útskýrir Lilja. „Aðalauðlind- in sem við höfum í íslenskum þjóð- lögum er þjóðlagasafn Þorsteins Bjarnasonar sem er svona biblía en við erum líka að leita fanga í upp- tökum á segulböndum,“ segir Lilja og nefnir sem dæmi Vísur Vatns- enda-Rósu, „Augun mín og augun þín“. „Við erum búnar að grafa upp það vísnalag sem sungið var við þennan texta,“ segir Lilja og er það allt annað lag en það sem flestir þekkja enda var það tón- skáldið Jón Ásgeirsson sem vakti athygli á því og samdi sjálfur B-kafla við það, að sögn Lilju. „Aðalmálið er að við erum að skoða þennan alþýðusöng líka, hvað fólk- ið var að syngja,“ útskýrir hún og þá megi leita fanga í eldgömlum upptökum af alþýðusöng á segul- böndum. Lilja segir Umbru leyfa sér að fara í ýmsar áttir með þjóðlagaarf- inn því hann sé lifandi og ekki megi falla í þá gryfju að gefa sér að hlutirnir eigi að vera svona eða hinsegin. Hér er því ákveðið rann- sóknarverkefni á ferðinni hjá hljómsveitinni. „Við höfum brenn- andi áhuga á þessu og tökum okk- ur tíma,“ segir Lilja um tónlistar- sköpun hópsins. „Það er ekki verið að þvinga neitt áfram í sköpunar- ferlinu, við meltum og komum svo aftur saman og spilum eiginlega aldrei eftir nótum þegar við erum að útsetja tónlistina heldur gerum það með okkar samsköpun. Við komum samt allar úr klassíska heiminum.“ Mikilvæg bransahátíð Lilja segir plötuútgáfuna hafa verið mjög svo lærdómsríkt ferða- lag og að mörgu að hyggja. Og í næstu viku heldur hljómsveitin utan, til Gautaborgar í Svíþjóð og tekur þátt í Nordic Folk Alliance, tónlistarhátíð og ráðstefnu sem nú verður haldin í annað sinn, 20.-22. apríl. Auk Umbru koma fram, frá Íslandi, Svavar Knútur og hljóm- sveitin Blood Harmony. Hátíðin er alþjóðlegur vettvangur fyrir þjóð- lagatónlist, það sem á ensku er kallað folk music, og er hún sú stærsta sinnar tegundar á Norður- löndum. Á hátíðinni koma saman fagaðilar og unnendur þjóðlaga- tónlistar og skapa vettvang fyrir rísandi stjörnur á markaðnum, eins og segir í tilkynningu frá Útflutn- ingsmiðstöð íslenskrar tónlistar, ÚTÓN. „Þetta er svona „show case“ festival og ráðstefna og þangað koma allir sem koma að þessari senu, folk og indie,“ útskýrir Lilja og segir hátíðina mikilvægan vett- vang til að mynda tengsl. Hún sé í raun bransahátíð og gott tækifæri fyrir þá sem geta sótt hana og fá að koma fram. „Við erum líka að fá tækifæri til að tengja okkur inn í okkar áhorfendahóp með því að hitta fagfólk og viðburðahaldara sem eru með svona tónlistarhátíðir víðs vegar sem er svo miklu, miklu stærra en hérna heima,“ segir Lilja og að Umbra hafi fundið fyrir miklum áhuga á tónleikum erlendis á hljómsveitinni og því sem hún sé að gera. Þar spili margt inn í, m.a. íslensk tunga og menning. Þá hafi verið vaxandi áhugi á íslenskum menningararfi almennt erlendis, eitthvað við hann sé að hitta í mark. „Það sem við erum að gera núna og á hárréttum tíma er að stíga inn í þessa senu erlendis, að reyna að koma okkur fyrir og því er svo mikilvægt að komast á svona bransahátíð og geta líka sótt ráð og fagmennsku í ÚTÓN sem er ótrúlega flott fyrirbæri og ómetanlegt íslenskum tónlistar- mönnum.“ Sem fyrr segir kemur platan Bjargrúnir út 1. maí og mun Umbra halda útgáfutónleika sama dag í Norðurljósum Hörpu kl. 16. Frekari fróðleik um Umbru má finna á vef sveitarinnar, umbra- ensemble.com, og myndbönd með henni bæði þar og á YouTube. Þá má finna áður útgefið efni sveit- arinnar á Spotify. Staða og raunir kvenna - Fjórða plata Umbru, Bjargrúnir, kemur út 1. maí - Þjóðlagatónlist við ljóð um eða eftir konur - Umbra kemur fram á Nordic Folk Alliance, mikilvægri hátíð og ráðstefnu í Gautaborg Ljósmynd/Lilja Birgisdóttir Umbra Hljómsveitina skipa fjórar tónlistarkonur, þær Alexandra, Lilja Dögg, Guðbjörg Hlín og Arngerður María. Bjargrúnir Platan væntanlega. VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Bjargrúnir nefnist fjórða hljóm- plata þjóðlagakvartettsins Umbru sem kemur út 1. maí og hefur eitt lag af henni, „Stóðum tvö í túni“, þegar verið gefið út auk mynd- bands. Þetta kunna lag er þekkt í flutningi kóra og einnig Þursa- flokksins og hefur Umbra nú sett tónlist við ljóðið sem sveitin segir eldheitt ástarljóð úr Víglundarsögu og ef til vill fyrstu ástarsögu Ís- lendinga. Myndbandinu leikstýrði kanadískur leikstjóri, Blair Alex- ander, sem hefur m.a. unnið með Ólafi Arnalds. Hljómsveitin var stofnuð árið 2014 og er skipuð fjórum atvinnu- tónlistarkonum, þeim Alexöndru Kjeld sem leikur á kontrabassa og langspil, Arngerði Maríu Árnadótt- ur sem leikur á keltneska hörpu og orgel, Guðbjörgu Hlín Guðmunds- dóttur sem leikur á barokkfiðlu og langspil og Lilju Dögg Gunnars- dóttur sem er aðalsöngkona sveit- arinnar og leikur líka á flautur og slagverk. Auk þess er mikið um raddaðan söng á plötunni og mikið lagt upp úr útsetningum. Varð ekki aftur snúið Umbra rannsakar víddir þjóð- laga- og miðaldatónlistar með spuna, útsetningum og lagasmíð- um, svo vitnað sé í lýsingu hópsins í tilkynningu, og segir þar að hann hafi skapað draumkenndan og tímalausan hljóðheim með dökkum undirtóni sem hljótist af samspili raddspuna og hljóðfæraleiks. „Við höfum svo svakalega mikinn áhuga á þessari tónlist, höfðum aldrei spilað neitt saman fjórar en svo hentum við í eitt verkefni og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Lilja Dögg, spurð út í uppruna sveitarinnar. Þessi tónlist sé svo skemmtileg því hún veiti svo mikið listrænt frelsi. „Það er svo auðvelt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.