Morgunblaðið - 16.04.2022, Side 45

Morgunblaðið - 16.04.2022, Side 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Mér líður ótrúlega vel og ég er búin að hitta fullt af yndislegu fólki í gegnum þetta ferli. Ég held að ég sé varla búin að ná utan um þetta allt, það er svo rosalega mikið að gerast núna hjá mér, margar gáttir að opn- ast,“ segir Kolbrún Óskarsdóttir sem gengur undir listamannsnafn- inu KUSK, en hún sigraði í Músík- tilraunum á dögunum, fyrst allra sigurvegara frá upphafi keppninnar sem flytur tónlist ein síns liðs. Tón- list Kolbrúnar er létt og grípandi í bland við dramatískari hljómagang. Hún vinnur hana að mestu í tölvu, flytur eigin píanó- og gítarleik inn í tölvuna og breytir og bætir þar og syngur með sinni fögru rödd. „Núna eru kaflaskil í lífi mínu og ég get einbeitt mér að tónlistinni, eins og mig langaði alltaf að gera. Þegar ég tók þátt í Músíktilraunum núna langaði mig fyrst og fremst að prófa að koma fram ein með mína eigin tónlist, en ég er ótrúlega þakk- lát fyrir að hafa fengið þetta tæki- færi og sé að fara að spila á alls kyns viðburðum bæði hér heima og í út- löndum. Ég fer um helgina til Ísa- fjarðar á Aldrei fór ég suður, sem ég er rosa spennt fyrir, enda hef ég aldrei farið á Aldrei, hvað þá komið fram á hátíðinni. Ég fer til Hollands í sumar þar sem ég mun spila á tón- listarhátíð og ég verð að spila í garð- inum hjá Láru á Þingeyri í sumar. Ég á fullt af tónlist í pokahorninu sem ég er að vinna í og ég ætla að nýta tímann núna til að klára allt sem mig langar til að gera varðandi tónlistina. Ég stefni á að klára plötu og vonandi gefa hana út í sumar, sem ég vinn með vinum mínum Snorra Beck og Hrannari Mána Ólafssyni. Svo vonast ég til að geta verið eins mikið og ég get á tónleik- um, hvort sem ég er að koma fram eða bara njóta.“ Dýrmæt skilaboð frá Nönnu Kolbrún segist vera að mestu sjálflærð í tónlistinni. „Ég var í Gospelkór Jóns Vídalíns og ég lærði á gítar þegar ég var ell- efu ára og bjó í Svíþjóð. Þegar ég kom til Íslands og fór í framhalds- skóla þá kom covid og í heimaver- unni fór ég að skoða tölvuforritið Garageband og fikraði mig áfram við að búa til tónlist þar. Þannig byrjaði boltinn að rúlla. Ég hef lært mikið af því að vera í kringum Hrannar og Snorra og ég er núna á prodúser- inga-námskeiði hjá Tónhyl,“ segir Kolbrún sem keppti einnig í Músík- tilraunum í fyrra, en þá sem söng- kona í Hljómsveitinni Keikó. „Ég kom inn í þá hljómsveit rétt fyrir keppnina, en þetta kom þannig til að þegar ég var búin að semja lag fyrir lagasmíðakeppni Versló bað ég strákana, sem þá voru í annarri hljómsveit, að spila undir með mér og þeir gerðu það með glöðu geði. Eftir það buðu þeir mér að vera söngkona hjá þeim sem hljómsveitin Keikó í Músíktilraunum, og ég gerði það líka með glöðu geði. Ef ég hefði ekki farið með Keikó í Músík- tilraunir í fyrra, þá hefði ég senni- lega ekki farið ein núna, því ég þekkti fyrirkomulag keppninnar. Að taka þátt í þessari keppni hefur ver- ið mjög gott fyrsta skref hjá mörg- um hljómsveitum sem eru orðnar frægar, til dæmis Of Monsters and Men, en þau unnu Músíktilraunir á sínum tíma, sem var upphaf þeirra glæsta ferils. Ég fékk einmitt skila- boð frá Nönnu söngkonu þeirra um daginn þar sem hún óskaði mér til hamingju og sagðist hlakka til að fylgjast með mér, sem er dýrmætt fyrir mig.“ Finnst gaman að gefa af sér Kolbrún er á lokaári sínu á lista- braut í Versló og útskrifast þaðan í vor. „Ég fór á þessa braut aðallega út af leiklistinni en líka vegna félags- lífsins. Ég var ákveðin í að verða leikkona og ætlaði í leiklist í Lista- háskólanum, en núna á tónlistin hug minn allan. Kannski verð ég líka leikkona, hver veit,“ segir Kolbrún, sem er fædd um miðjan ágúst og er því í ljónsmerkinu, en sagt er að ljón njóti þess að standa fremst á sviði og láta ljósið á sig skína. „Ég get alveg tekið undir að ég njóti þess. Mér finnst gaman að gefa af mér ofan af sviði og sjá bros og fá viðbrögð, finna að ég sé að gera góða hluti,“ segir ljónakonan unga sem nýtur þess líka að vera úti í náttúr- unni, enda bera textar hennar þess vitni, þar koma fyrir myndlíkingar sem vísa til himins, hafs og blóma, svo dæmi séu tekin. „Ég er alltaf með bók á mér þar sem ég skrái hjá mér setningar sem verða til við hverja þá stemningu sem ég skynja í umhverfinu. Ég er sjaldan að segja sögur í mínum text- um en ég er stundum að lýsa að- stæðum eða taka inn það sem er í kringum mig. Þess vegna geta lögin mín verið um hvað sem er. Ég byrja alltaf á að semja lögin, svo fer ég að humma með og finn mismunandi leiðir til að koma textanum á fram- færi. Í laginu Lúpínum samdi ég til dæmis laglínuna þar sem ég sat á gólfinu heima við tölvuna, nýkomin úr útilegu þar sem ég hafði setið í hafi af lúpínum. Síðan bætti ég undirspili við laglínuna en komst að því að það var ekki hægt að spila lag- ið í lifandi flutningi, af því ég samdi það óvart milli tveggja tóna. Ég reyndi að pikka þetta upp á gítar til að spila á úrslitunum, en það var ekki hægt, svo ég raddaði það, sem kom bara vel út,“ segir Kolbrún og bætir við að í söngnum prófi hún eins mikið og hún geti, reyni að fara út fyrir þægindaramma með röddina sína. „Ég leita til dæmis oft í að syngja á háum nótum.“ Pabbi var í Segulbandinu Fatastíll Kolbrúnar er sérlega lát- laus, klassískur en svalur. „Ég kaupi nánast einvörðungu föt og skó á nytjamörkuðum, sem af- markar stílinn minn, ég fer bara í það sem ég finn. Mér finnst skemmtilegt að prófa mig áfram og blanda saman munstrum, til dæmis var ég í langerma tíglabol á úrslit- unum og í röndóttu vesti yfir. Skyrt- una hafði ég opna og hangandi niður af öxlunum, af því mér finnst svo þægilegt að hafa þannig flaksandi vængi, það magnar upp tónlistina þegar ég hreyfi mig,“ segir Kolbrún og bætir við að hún hafi í nýlegu Kastljósviðtali skartað peysu sem pabbi hennar, Óskar Örn Óskarsson, gaf henni, en á peysunni stendur stórum stöfum Segulbandið. „Þetta er hljómsveitarpeysa frá pabba, en hann var í hljómsveitinni Segulbandinu þegar hann var á mín- um aldrei og bjó á Sauðárkróki. Hann langaði alltaf að taka þátt í Músíktilraunum og var því ofur- spenntur þegar ég tók þátt í keppn- inni, bæði í fyrra og núna. Pabbi hef- ur kennt mér mestmegnis það sem ég kann á gítar og bæði hann og mamma eru alltaf til staðar fyrir mig. Þau eru mjög styðjandi í því sem ég tek mér fyrir hendur og ég er þakklát fyrir það. Þegar ég tók þátt í Músíktilraunum í fyrra sáu þau hlið á mér sem þau höfðu ekki áður séð. Þeim finnst gaman að fylgjast með mér þróast í sjálfstæða manneskju á eigin forsendum.“ Margar gáttir opnast núna - Var ákveðin í að verða leikkona en nú á tónlistin hug hennar allan - Kolbrún Óskarsdóttir, eða KUSK, sigraði í Músíktilraunum og hlakkar til að spila á viðburðum bæði hér heima og í útlöndum Morgunblaðið/Eggert Kolbrún „Ég kaupi nánast einvörðungu föt og skó á nytjamörkuðum, ég fer bara í það sem ég finn.“ Músíktilraunir/Árni Torfason Úrslit Kolbrún, eða KUSK, með vængi á sviðinu í Músíktilraunum 2022. Myndlistarsjóður hefur úthlutað 47 milljónum króna í styrki til 85 verk- efna í fyrri úthlutun sjóðsins á þessu ári. Sjóðnum bárust 198 umsóknir og sótt var styrki vegna afar fjöl- breytilegra verkefna og sýninga fyr- ir rúmlega 221 milljón. Á vef Myndlistarsjóðs kemur fram að styrkir til sýningarverkefna eru 57 talsins og rúmlega 29 millj- ónir kr. Þar að auki veitir mynd- listarráð níu undirbúningsstyrki, samtals rúmlega 5,6 milljónir kr., og í flokki útgáfu-, rannsókna- og ann- arra styrkja eru 19 verkefni styrkt fyrir samtals 12,2 milljónir kr. Pussy Riot í Kling & Bang Meðal helstu styrkveitinga að þessu sinni má nefna að Verk- smiðjan á Hjalteyri hlýtur hæsta styrkinn eða 2,5 milljónir fyrir sýn- ingardagskrá Verksmiðjunnar. Kling & Bang hlýtur 1,5 milljón kr. fyrir sýningardagskrá. Kling & Bang sem er listamannarekið rými, staðsett í Marshall-húsinu. Það hef- ur verið starfrækt í 19 ár og hlýtur auk þess í flokki undirbúnings- styrkja eina milljón fyrir sýning- arverkefnið Pussy Riot. Tíu ár eru liðin síðan Pussy Riot flutti Pönk- bæn sína í kirkju í Moskvu og er sýningunni ætlað að vera fyrsta heildstæða sýningin um feril þeirra. Rúrí hlýtur eina milljón kr. í styrk fyrir undirbúning á einkasýningu sinni í Museu Internacional de Es- cultura Contemporánea í Portúgal sem opnar í janúar 2023. Tumi Magnússon hlýtur einnig eina milljón í styrk, fyrir útgáfu bók- ar um myndlist hans frá árunum 2012-2022, en bókin verður gefin út af Space Petry-forlaginu í Danmörk. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sem hefur miðlað menningu og listum í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í 10 ár hlýtur eina milljón kr. fyrir listahá- tíð sem ber yfirskriftina „Frjó af- mælishátíð“ og fer fram í sumar. Mikill fjölbreytileiki Afar fjölbreytt verkefni er sögð hafa hlotið styrki á bilinu 300 til 900 þúsund kr. Hulda Rós Guðnadóttir hlýtur til að mynda styrk til vinnustofudvalar við ISCP í New York, Ragnheiður Gestsdóttir fyrir vinnustofudvöl hjá European Cera- mic Work Center og Anna Júlía Friðbjörnsdóttir fyrir rannsóknar- verkefni í Künstlerhaus Bethanien í Berlín. Nýlistasafnið hlýtur styrk fyrir sýningu sem tekur fyrir hin- segin myndlist og hinseginleika í listsköpun og söfnun. Sýningar- og rannsóknarverkefni af þessu tagi hefur ekki átt sér stað á íslensku safni eða sýningarstað áður. Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar verður nú haldin í sjöunda sinn og er styrkt, og listamanna- rekna rýmið OPEN hlaut styrk fyrir tveimur sýningum og röð ólíkra við- burða með fjölbreyttum hóp ís- lenskra og erlendra listamanna. Þá hlaut jöldi listamanna verkefna- styrki fyrir einka- og samsýningum, á Íslandi og erlendis. Nálgast má lista yfir úthlutanir og nánari upp- lýsingar á myndlistarsjodur.is Hlutverk myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhags- legum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist. Myndlistarsjóður heyrir undir myndlistarráð en það skipa Helgi Þorgils Friðjónsson formaður, Dagný Heiðdal, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir og Hlynur Helgason. Verksmiðjan fékk hæsta styrkinn - Myndlistarsjóður úthlutaði 47 millj- ónum til 85 fjölbreytilegra verkefna Aðalheiður S. Eysteinsdóttir Verksmiðjan á Hjalteyri Tumi Magnússon Hulda Rós Guðnadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.