Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022
✝
Gyða Þorbjörg
Breiðfjörð
Mack fæddist í
Hafnarfirði 2.
október 1922. Hún
lést í Tucson Ari-
zona 27. janúar
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Guðfinna
Ólafsdóttir frá
Gesthúsum á
Álftanesi og Sig-
urður Breiðfjörð stýrimaður
frá Hafnarfirði. Guðfinna
móðir Gyðu lést þegar Gyða
og systir hennar Guðfinna
voru aðeins tveggja og þriggja
ára. Gyða flutti þá til Þor-
bjargar ömmu sinnar og stjú-
pafa í Hafnarfirði en Þorbjörg
hafði misst mann sinn, föður
Sigurðar og afa Gyðu, eftir
skamma sambúð. Nokkrum ár-
um síðar flutti Guðfinna einn-
ig þangað. Sigurður faðir
Gyðu giftist aftur og eignaðist
þrjú börn með síðari eig-
inkonu sinni Margréti, þau
as soninn Clayton, f. 1972, d.
2000.
Barnabarn Gyðu, barn Kat-
hleen og Rods Lorey, er Ian,
f. 1965.
Barnabarnabörn Gyðu,
börn Lisu og eiginmanns
hennar Johns Löfberg, eru
Greta Annabel, f. 2013,
Henry William Robert, f.
2015, og Maxwell Putnam, f.
2019.
Barnabarnabarn Gyðu,
barn Wiiliams og eiginkomu
hans Lindsey Mack, er We-
ston Gregg, f. 2019.
Gyða fór í nám í hjúkr-
unarfræði komin yfir fimm-
tugt og útskrifaðist frá Scho-
ol of Nursing Catawba Valley
Community College í Hickory
í Norður-Karólínu árið 1977.
Hún vann sem hjúkr-
unarfræðingur í Hickory og
síðar við Medical Center Uni-
versity Arizona í Tucson Ari-
zona þar til hún fór á eft-
irlaun.
Gyða bjó síðustu æviár sín
hjá syni sínum Christopher
og tengdadóttur í Tucson
Arizona.
Bálför hefur farið fram í
Bandaríkjunum. Jarðsett
verður á Íslandi á komandi
sumri.
Sigríði, Kristjönu
og Sigurð. Sig-
urður faðir Gyðu
fórst á sjó árið
1936 þegar Gyða
var fjórtán ára.
Kristjana fluttist
þá einnig til Þor-
bjargar ömmu
sinnar og ólst þar
upp.
Eiginmaður
Gyðu var Charles
C. Mack, fv. flugliðsforingi í
bandaríska hernum og síðar
verkfræðingur, f. 1920, d.
2010. Gyða fluttist frá Íslandi
til Bandaríkjanna árið 1943.
Börn Gyðu og Charles eru:
Maureen, f. 1944, Kathleen, f.
1946, Charles Thomas, f. 1948,
maki Guðrún Birgisdóttir, og
Christopher Steven, f. 1952,
maki Mary Ann Prospero.
Barnabörn Gyðu, börn
Charles Thomas og Sarah
Morse, eru Lisa Kristjana, f.
1978, og William Gregg, f.
1981. Fyrir átti Charles Thom-
Elskuleg tengdamóðir mín
Gyða lést 27. janúar síðastlið-
inn, 99 ára að aldri.
Gyðu kynntist ég árið 2002
þegar ég heimsótti hana til
Washington með Chuck mann-
inum mínum. Gyða var þá 80
ára og tók mér opnum örmum
og var eins elskuleg og mér
hafði verið sagt.
Gyða fór ung frá Íslandi eftir
að hafa kynnst þar eiginmanni
sínum Charles Mack. Vegna
starfa Charles bjuggu þau á
nokkrum stöðum í Bandaríkj-
unum, meðal annars í New
York, Washington DC, Norður-
Karólínu og Michigan og Tuc-
son.
Gyða og Charles eignuðust
fjögur börn. Þau bjuggu á ís-
landi í þrjú ár frá 1954 til 1957
en Charles starfaði þá á Íslandi
fyrir bandaríska herinn.
Gyða fór í hjúkrunarfræði
komin yfir fimmtugt og vann
við hjúkrun þar til hún fór á
eftirlaun, síðustu starfsárin í
Tucson í Arizona. Í Arizona á
hún ennþá fyrrverandi starfs-
félaga sem eru töluvert yngri
og þreytast seint á að lofa
Gyðu.
Gyða var ótrúlega fróð um
margt. Hún var mikill dýravin-
ur og átti alltaf hunda og kisur.
Hún fékk síðustu kisuna sína
fyrir aðeins einu ári eftir að
gömul kisa sem hún átti féll frá.
Gyða studdi við alls kyns góð
málefni og mátti ekkert aumt
sjá.
Hún var dugleg að stunda
líkamsrækt og stundaði meðal
annars jóga um tíma.
Gyða bjó síðustu ellefu ár sín
hjá Chris syni sínum og
tengdadóttur í Tucson í Ari-
zona. Þar var svo vel hugsað
um hana að ég sagði við Chuck
manninn minn að í raun væri
mamma hans á fimm stjörnu
heimili fyrir eldri borgara.
Chris og Mary Ann tengdadótt-
ir hennar eiga miklar þakkir
skilið.
Fyrir þremur árum fóru
maðurinn minn og ég til Tucson
í sex vikur til að annast Gyðu.
Meðan á þeirri dvöl stóð
komst ég að því að Gyða, sem
þá var orðin 96 ára, var enn þá
svo vel að sér í mörgu að ég
spurði hvort börnin hennar
hefðu aldrei íhugað að fá hana
til að taka þátt í spurningaþátt-
um í sjónvarpinu. Hún var allt-
af á undan með svörin. Gyða
hélt ennþá ákveðinni rútínu yfir
daginn, byrjaði á hollum morg-
unverði og smá heimaleikfimi
en síðan tók við annaðhvort að
fara tvisvar í viku og spila
bridge og þar var hún yfirleitt í
vinningsliðinu eða að lesa dag-
blöðin og ýmis tímarit fram og
til baka. Hún horfði mikið á
sjónvarp síðustu ár. Hún horfði
ekki á sápuóperur heldur
fræðsluþætti, þætti um stjórn-
mál, dýralífsþætti og spurn-
ingaþætti.
Gyða var alltaf að þakka fyr-
ir það sem var verið að gera
fyrir hana og það var ánægju-
legt að stjana við hana eins og
bara að fara eftir pítsu þegar
hana langaði í hana.
Gyða hafði talað um að fyrst
hún væri orðin svona gömul
vildi hún gjarnan lifa það að sjá
Obama komast í embætti for-
seta Bandaríkjanna og næsta
var að fá að sjá Trump fara úr
embætti forseta Bandaríkjanna.
Henni varð að ósk sinni í báð-
um tilfellum. Við fjölskyldan
hennar munum sakna þessarar
yndislegu konu á hundrað ára
afmælinu hennar 2. október
næstkomandi og alla aðra daga.
Blessuð sé minning Gyðu
Þorbjargar Mack.
Guðrún Birgisdóttir.
Nýlega lést í Arizona,
Bandaríkjunum Gyða Mack
frænka okkar. Andlátið kom
ekki á óvart, hún var 99 ára
gömul og við höfðum frétt að
ýmis líffæri svo sem hjarta,
nýru og lungu væru farin að
gefa sig. Í símtali nokkrum
dögum fyrir andlát hennar kom
hins vegar berlega í ljós að
heilinn starfaði ágætlega enn.
Gyða, sem fyrir giftingu hét
Gyða Breiðfjörð, var bróður-
dóttir mömmu, en þar sem hún
missti móður sína ung ólst hún
upp hjá ömmu okkar Þorbjörgu
Breiðfjörð og Guðmundi manni
hennar. Hún kallaði því Þor-
björgu ömmu alltaf mömmu.
Seinna flutti Guðfinna/Minna
systir hennar einnig til ömmu
og enn seinna Kristjana hálf-
systir þeirra. Á Brunnstíg 6 í
Hafnarfirði var alltaf nóg pláss
fyrir alla þó að húsið væri ekki
stórt. Þar bjó alþýðufólk með
höfðingslund.
Gyða var í bernsku okkar
sveipuð ævintýraljóma. Við
sáum fallegar myndir af henni
og fjölskyldu hennar í Ameríku.
Gjafir frá henni voru engu líkar
hvort sem það voru leikföng
eða föt. Í barnaskap okkar
héldum við að allt væri flott í
Ameríku, en komumst auðvitað
að því síðar að svo var aldeilis
ekki. Gyða frænka var bara
svona smekkleg.
Svo skemmtilega vildi til að
Gyða náði að flytja heim til Ís-
lands um skeið meðan amma
var enn á lífi. Var ömmu það
ómetanlegt því hún tók nærri
sér að sjá á eftir Gyðu auga-
steini sínum flytja til Banda-
ríkjanna, þegar Gyða var 22
ára, nýgift Charles Mack flug-
liðsforingja. Þá voru ferðalög
ekki algeng og amma gat því
allt eins búist við því að sjá
hana ekki framar.
Þegar við stálpuðumst dáð-
umst við að Gyðu fyrir dugnað
og áræði. Rúmlega fimmtug,
þegar börnin voru komin á
legg, hóf hún nám í hjúkrun og
lauk því með sóma, starfaði síð-
an á sjúkrahúsum þar til hún
hætti vegna aldurs. Hún stund-
aði líkamsrækt af kappi og spil-
aði brids einu sinni til tvisvar í
viku langt fram eftir aldri.
Gyða kom oftar í heimsókn
til Íslands þegar árin færðust
yfir og talaði íslensku allt fram
í andlátið. Undanfarin ár kom
hún m.a. til Íslands til að heim-
sækja son sinn Charles (Chuck)
Mack sem starfar hér sem iðn-
hönnuður. Eins og ástin dró
Gyðu til Ameríku þá dró ástin
son hennar löngu síðar til Ís-
lands er hann kynntist Guðrúnu
Birgisdóttur fjölmiðlafræðingi.
Annar sonur Gyðu, Christop-
her, býr í Arizona og bjó Gyða
hjá honum og konu hans Mary
Ann síðustu árin við sérlega
góða umönnun og atlæti.
Við kveðjum góða frænku
með þakklæti og vottum börn-
um hennar, barnabörnum og
tengdabörnum innilega samúð.
Kristjana og Þorbjörg
Kjartansdætur.
Hratt flýgur stund, Gyða T.
Mach er látin 99 ára að aldri.
Einstök vinkona móður minnar
frá þeirra æskuárum til hennar
hinstu stundar, en móðir mín
og jafnaldri Gyðu lést árið
1990. Ég á góðar minningar frá
æskuárum mínum um Gyðu og
vináttubönd þau sem hún
tengdist fjölskyldunni þótt fjar-
lægð skildi að, alltaf létt í lund
og áhugasöm um okkar fjöl-
skyldumál. Við fráfall móður
minnar hélt Gyða góðum
tengslum við mig og fjölskyldu
mína í hlýleika og gleði sem
henni var einni lagið. Gyða sótti
oft sitt föðurland heim, þær
heimsóknir gáfu alltaf tilefni til
góðra vináttufunda sem ég
geymi í hjarta mínu, og margar
minningar um einstaka konu.
Ég minnist lokaorða í bréfum
og jólakortum sem Gyða sendi
mér og minni fjölskyldu:
„I love you.“
Ég sendi börnum Gyðu og
þeirra fjölskyldum innilegar
samúðarkveðjur.
Hólmfríður María
Óladóttir og fjölskylda.
Gyða Þorbjörg
Breiðfjörð Mack
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Við tökum vel á móti ástvinum
í hlýlegu og fallegu umhverfi
Sálm. 16.1-2
biblian.is
Varðveit mig, Guð,
því að hjá þér leita
ég hælis. Ég segi
við Drottin: „Þú ert
Drottinn minn, ég
á engin gæði nema
þig.”
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
PÁLMI GUÐMUNDSSON
bifreiðastjóri,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja miðvikudaginn 6. apríl.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn
25. apríl klukkan 13.
Jófríður Jóna Jónsdóttir
Ingibjörg Pálmadóttir Axel Gísli Sigurbjörnsson
Jón Ágúst Pálmason
Guðmundur Pálmason
Kristinn Már Pálmason Ólöf Thoroddsen
Sigurður Óli Pálmason Laura Rasmussen
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
ELMA ÓSK HRAFNSDÓTTIR,
lést í faðmi fjölskyldunnar laugardaginn
2. apríl. Útförin fer fram í Dómkirkjunni
fimmtudaginn 21. apríl klukkan 15.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins.
Jón Arnarr Einarsson
Kristín Birta Jónsdóttir Sigurður Ágústsson
Sesselja Sól Sigurðardóttir Kristján Albert Kristinsson
Útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
BERGLJÓTAR HALLDÓRSDÓTTUR,
áður til heimilis í Haðalandi 1,
Reykjavík,
verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 19. apríl klukkan 15.
Minningarorðin verða birt á vefsíðunni ornbardur.com
Halldór Leifsson
Grétar Leifsson Anna Linda Aðalgeirsdóttir
Trausti Leifsson Guðbjörg Jónsdóttir
Ísleifur Leifsson Gróa Ásgeirsdóttir
Lárus Leifsson Fríða Mathiesen
barnabörn og langömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELLEN HULDÍS ÓLAFSDÓTTIR,
Sunnubraut 4, Þorlákshöfn,
lést á heimili sínu mánudaginn 4. apríl.
Útförin fer fram frá Þorlákskirkju
laugardaginn 23. apríl klukkan 14.
Ólafur Þorleifsson Kristrún Hauksdóttir
Sigurður Þorleifsson Áróra Ásgeirsdóttir
Sólveig Þorleifsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
SIGURÐUR K. GUÐJÓNSSON
bifreiðasmiður
frá Kvíslhöfða á Mýrum,
lést laugardaginn 2. apríl á dvalarheimilinu
Brákarhlíð Borgarnesi. Útförin fer fram frá
Garðakirkju Garðabæ miðvikudaginn 20. apríl klukkan 13.
Hildur Eiríksdóttir
Eiríkur Sigurðsson Linda Sigurðardóttir
Guðjón Sigurðsson Hjördís Vilhjálmsdóttir
Guðrún Sigurðardóttir Dagur Garðarsson
Hafdís Sigurðardóttir
Björk Sigurðardóttir Rúnar Fjeldsted
Sigurður Sigurðsson Sigrún Birgisdóttir
Vignir Sigurðsson Lína Tryggvadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir,
amma og langamma,
MARGRÉT FRANKLÍNSDÓTTIR,
Siglufirði,
lést á sjúkrahúsinu á Siglufirði fimmtu-
daginn 7. apríl.
Hún verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn
30. apríl klukkan 13.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Sjálfsbjörg á Siglufirði, Lækjargötu 2,
kt. 570269-1009, reikningur 0348-26-2399.
Gunnhildur Halldórsdóttir Valur Karlsson
Bjarni Heiðar Valsson
Ingibjörn Valsson Vigdís Brandsdóttir
Halldór Karl Valsson Sólveig Erlingsdóttir
barnabarnabörn