Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 11
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 11 Inngangur Síðustu tvo áratugi hefur orðið bylting í erfðalæknisvísindum. Frá kapphlaupinu um raðgreiningu erfðamengis mannsins við upp- haf aldarinnar hefur framþróun í raðgreiningartækni og erfða- læknisþjónustu verið hröð.1 Einnig hefur möguleiki á að geta haft áhrif á samsetningu erfðamengisins með líftækni orðið að veruleika.2 Samhliða hefur túlkun erfðaupplýsinga orðið sífellt flóknari.1 Erfðaráðgjöf hefur verið hluti af heilbrigðisþjónustu allt frá miðri seinustu öld.3 Hún er mikilvægur þáttur í því ferli sem sjúkdómsgreining og túlkun niðurstaðna úr erfðarannsóknum er, ásamt vísun í viðeigandi eftirlit og meðferð þegar það á við.4 Formleg erfðaráðgjafareining hefur verið starfrækt innan erfða- og sameindalæknisfræðideildar á Landspítala við Hring- braut frá árinu 2006. Fram að því höfðu ákveðnir læknar tekið að sér að veita erfðaráðgjöf, helst í tengslum við krabbamein og meðgöngu.4 Frá 2006 hafa nokkur þúsund einstaklingar leitað til einingarinnar. Á tímabilinu 2012-2017 voru starfandi á einingunni tveir deildarlæknar, einn erfðaráðgjafi, ritari og náttúrufræðing- ur. Nú (2021) starfa á einingunni þrír sérfræðingar í erfðalækning- um í hlutastarfi, þrír erfðaráðgjafar í fullu starfi, deildarlæknir, kandídat, tveir hjúkrunarfræðingar, sálfræðingur og tveir ritarar. Þrívegis hefur orðið skyndileg og mikil aukning á komum í erfðaráðgjöf í tengslum við fjölmiðlaumfjöllun eða einstakan at- burð. Í fyrsta sinn þegar stjórnvöld í Færeyjum ákváðu að bjóða öllum Færeyingum rannsókn fyrir efnaskiptasjúkdómnum CTD (Carnitine transporter defect) sem er algengur í Færeyjum og að Hákon Björn Högnason1 erfðaráðgjafi Vigdís Fjóla Stefánsdóttir1 erfðaráðgjafi Eirný Þöll Þórólfsdóttir1 erfðaráðgjafi Jón Jóhannes Jónsson1,2 læknir Hans Tómas Björnsson1,2,3 læknir 1Erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3McKusick-Nathans Institute of Genetic Medicine, Johns Hopkins University. Fyrirspurnum svarar Hákon Björn Högnason, hakonb@landspitali.is Á G R I P INNGANGUR Formleg erfðaráðgjafareining hefur verið starfrækt á Landspítala við Hringbraut frá árinu 2006. Samhliða hefur áhugi og þörf á erfðalæknisfræði í almennri heilbrigðisþjónustu aukist til muna. Í þessari grein er starfsemi og útkoma erfðarannsókna hjá erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala á 5 ára tímabili (2012-2017) tekin saman. Sérstaklega var horft til fjölda einstaklinga, ástæðu komu, ástæðu erfðarannsókna án aðkomu erfðaráðgjafar Landspítala og eins var nýtni (heildarhlutfall rannsókna sem skila jákvæðri niðurstöðu) erfðarannsókna skoðuð. AÐFERÐIR Gögn um komur voru fengin upp úr sjúkraskrárkerfi erfðaráðgjafar, Shire og Sögu/Heilsugátt. NIÐURSTAÐA Fjöldi þeirra sem sóttu þjónustu erfðaráðgjafareiningarinnar jókst árlega allt tímabilið. Ástæður fyrir erfðaráðgjöf reyndust vera krabbameinstengdar í tveimur þriðju hlutum tilfella. Aðrir komu vegna fjölskyldulægra sjúkdóma sem eru algengir á Íslandi, ýmist sjúkdóma sem erfast ríkjandi (dæmi: vöðvaspennuvisnun og ofvaxtarhjartavöðvasjúkdómur) eða vegna víkjandi sjúkdóma (dæmi: mænuvöðvarýrnun og GM1-ganglio-síðkvilli). Algengast var að fólk færi í erfðarannsókn án aðkomu erfðaráðgjafar Landspítala vegna meðhöndlanlegra sjúkdóma, svo sem arfgengrar járnofhleðslu og bláæðasegatilhneigingar. Nýtni erfðarannsókna var metin fyrir a) leit að þekktum meinvaldandi breytingum, b) leit að meinvaldandi breytingum í stökum genum (eingenarannsóknir), c) fjölgenarannsóknir og d) tákn- og heilerfðamengisrannsóknir. Leit að þekktri breytingu skilaði jákvæðri niðurstöðu í 33% tilvika og leit í stöku geni í 46% tilvika. Nýtni fjölgenarannsókna vegna krabbameina var lægri (20%) samanborið við aðrar fjölgenarannsóknir (40%). Þá var nýtni tákn- og heilerfðamengisrannsókna 46%. Aukin notkun á erfðaheilbrigðisþjónustu á Íslandi árin 2012-2017 www.lis.is Fjölskyldu- og styrktarsjóður lækna Fjölskyldu- og styrktarsjóður LÍ (FOSL) var stofnaður árið 2001.  Upp haflegi tilgangur sjóðsins var að greiða fæðingarstyrki en í dag greiðir hann marga mikilvæga styrki m.a. vegna tekjumissis í tengslum við veikindi, útfararstyrki og fæðingarstyrki. ST YRKIR SJÓÐSINS ERU: • FÆÐINGARSTYRKUR • VEIKINDASTYRKUR • ENDURHÆFINGARSTYRKUR • GLASAFRJÓVGUNARSTYRKUR • STYRKUR FYRIR HEYRNARTÆKI • STYRKUR FYRIR SÁLFRÆÐIAÐSTOÐ • ÚTFARARSTYRKUR • EINGREIÐSLUSTYRKUR Læknar sem starfa hjá hinu opinbera  eiga rétt á styrk úr sjóðnum en þeir sem stunda sjálfstæðan rekstur  verða að velja sjálfir að sækja um aðild að FOSL á vefsíðu Læknafélagsins. KYNNTU ÞÉR RÉTTINDI ÞÍN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.