Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 38
38 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 „Það er sorglegt að byrja feril sinn, með fullt af flottum vinkonum sér við hlið, á því að heyra að við verðum þess valdandi að laun læknastéttarinnar lækki,“ segir Stella Rún Guðmundsdóttir, sérnáms- læknir á Landspítala. Hún berst gegn kynjamisrétti og segir margar vinkonur sínar á spítalanum upplifa að þær séu settar skör lægra en karllæknar. „Okkur þætti ekki boðlegt að heyra að ef svartir kæmu inn í læknastéttina væri það þeim að kenna að laun lækkuðu,“ segir hún. Fólk þekki vel skaðsemi slíkra fordóma. „Sama ef sagt væri að svartir gætu ekki orðið bæklunarlæknar, því þeir væru ekki þannig gerðir. Þetta er orðræða sem viðgengst um okkur konur.“ Ljóst er á síðustu vikum að ákall ríf- lega 430 kvenna um #ekkiþagnarskyldu frá jólamánuðinum 2017, fyrsta #MeToo- bylgjan og ekki hvað síst stór könnun Ólafs Þórs Ævarssonar, geðlæknis, frá haustinu 2018, sem sýndi að 29% íslenskra lækna hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað, hafa ekki nægt til róttækra breytinga á vinnumenningunni. Þær segja kynbundið ójafnvægi rammað inn í menninguna og leiða af sér áreitni og ofbeldi. Fundarherbergi á Landspítala. Ljósin slökkt og tvær beinagrindur úti í horni. Ólöf Sara Árnadóttir handaskurðlæknir kveikir ljósin og þær Stella Rún Guðmundsdóttir sérnámslæknir og Sunna Snædal nýrnalæknir koma sér fyrir við langt fundarborðið. #MeToo. Þær hafa ekki gefist upp á umræðuefninu enda þörfin mikil eins og orðið hefur ljóst á síðustu vikum – ef ekki fyrr! ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Uppræta þarf ómenningu í samskiptum á Landspítala V I Ð T A L Hlustað á aktívista spítalans Sagt var frá því í Stundinni 6. desember síðastliðinn að tvö fagfélög, Félag al- mennra lækna og Félag sjúkrahúslækna, hafi í ályktun í maí hvatt stjórnendur spítalans til þess að endurskoða verklag sitt gagnvart kynferðislegri áreitni, kyn- bundnu áreiti og ofbeldi á Landspítala. Hvorugu félaginu var svarað. Þær segja mannauðsdeildina hins vegar hafa óskað eftir samtali við aðgerðahópinn Konur í læknastétt. „Við sendum stjórnendum spítal- ans, þar á meðal mannauðsstjóra, framkvæmda stjórum og forstjóra, bréf í sumar og fengum strax viðbrögð frá Páli, þáverandi forstjóra, sem sagði að hann vildi fá okkur að borðinu,“ segir Sunna Snædal sem ritaði undir bréfið fyrir hönd hópsins. Sumarið leið og mannauðs- deildin hafði aftur samband í haust. Margar tillögur hafi verið lagðar fram. Bent hafi verið á áhrif stigveldisins á spít- alanum og að það dragi úr fólki að leita úrlausna þar sem spítalinn er eini stóri vinnustaður lækna á landinu. Ólöf Sara Árnadóttir bendir á að valdapýramídinn á Landspítala verði til þess að læknar sem standi fjær toppnum séu mjög háðir þeim sem ofar séu. „Þá er erfitt að taka skrefið og segja frá því þegar hærra settur brýtur af sér. Þótt það séu litlir hlutir þarf að taka skrefið og segja frá því. Þá þarf sá sem grípur inn í að hafa fengið þjálfun til að bregðast við en ekki sópa málum undir teppið.“ Rannsóknir hafi sýnt að læknanemar segi síður frá af ótta við að verða ekki trúað eða að það hafi áhrif á framgang þeirra í starfi. „Þeir vilji ekki fá á sig vesenisstimpil.“ Læknanemar í viðkvæmri stöðu Þær benda á að nemar séu í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Ekki skilgreindir sem starfsmenn og eigi allt undir öðrum að verða það. „Hér eru hundruð nemenda í mjög óljósri stöðu,“ segir Sunna. „Þeir eru ekki í starfi og enginn kennari fylgir þeim úr háskólanum og passar upp á þá.“ Læknanemar viti margir ekki hvert þeir eigi að leita komi eitthvað upp á. „Og það þarf að vera mjög skýrt.“ Stella segir þær 12 sem skipi vin- kvennahóp innan spítalans, sem fylgst hafi að úr námi, hafa fundið fyrir þessu á eigin skinni. „Það er reynsluheimur okkar að okkur sé mismunað hérna á spít-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.