Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 27
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 27 Y F I R L I T S G R E I N í þrjú skipti. Hnitstýrð geislameðferð krefst mikillar nákvæmni í staðsetningu sjúklings, myndstýringu og myndvinnslu, ekki síst vegna áhrifa öndunarhreyfinga á staðsetningu æxlisins.91 Vonir standa til að hnitstýrð geislameðferð verði tekin upp á Landspítala á næstu misserum. Læknandi geislameðferð Lungnakrabbamein önnur en smáfrumukrabbamein Við óskurðtæk lungnakrabbamein á stigi III er oftast gefin hefð- bundin geislameðferð daglega 5 daga vikunnar, oftast 2 Gy í senn þar til að 60-66 Gy heildarskammti hefur verið náð.92 Samhliða geislameðferðinni er gefin meðferð með krabbameinslyfjum.92 Meðferðarsvæðið er æxlið sjálft ásamt þeim eitlum sem sterkur grunur er um að innihaldi meinvörp.93 Sjúklinga með æxli á stigi I og II sem ekki er treyst í skurðað- gerð er hægt að meðhöndla með læknandi hnitmiðaðri geislameð- ferð.94,95 Ekki liggja fyrir slembaðar rannsóknir þar sem árangur er borinn saman við skurðaðgerð. Rannsóknir hafa þó sýnt fram á allt að 41% 5 ára lífshorfur,95 jafnvel þótt geislameðferðarhópurinn sé eldri og með fleiri langvinna sjúkdóma en sjúklingar sem geng- ust undir skurðaðgerð.96 Geislameðferð fyrir skurðaðgerð getur komið til greina í völdum tilvikum sjúklinga með stig lllA sjúk- dóm,97 en geislameðferð eftir skurðaðgerð, eins og hjá þeim sem eru með æxli í skurðbrúnum, er næstum aldrei beitt, enda sýnt fram á að lifun er verri eftir slíka geislameðferð.98 Smáfrumukrabbamein Smáfrumukrabbamein sem bundið er við annan helming brjóst- hols er alla jafna meðhöndlað bæði með krabbameinslyfjum og geislameðferð samhliða í læknandi skyni.35 Geislaskammtar eru sambærilegir og fyrir önnur lungnakrabbamein, en oft eru gefnar tvær meðferðir daglega á skemmra tímabili. Ef svörun við upp- hafsmeðferð er góð næst oft betri lifun með því að gefa fyrirbyggj- andi geislameðferð á heilavef í kjölfarið.35 Líknandi geislameðferð Líknandi geislameðferð er beitt þegar lækningu við lungna- krabbameini verður ekki komið við, og þá oftast vegna einkenna frá meinvörpum eða frumæxli. Geislaskammtur og lengd með- ferðar veltur á almennu ástandi sjúklings, einkennum og staðsetn- ingu æxlis, allt frá stakri meðferð í allt að 10 skipti.99 Líknandi meðferð önnur en geislameðferð er afar mikilvægur þáttur í meðferð sjúklinga með ólæknandi lungnakrabbamein, en er ekki til nánari umfjöllunar hér. Lífshorfur og forspárþættir Stigun er sterkasti forspárþáttur lífshorfa fyrir sjúklinga með lungnakrabbamein, bæði smáfrumukrabbamein og önnur lungna- krabbamein. Aðrir mikilvægir forspárþættir eru frumugerð,100 innvöxtur í æðar og sogæðar,101 en einnig aldur, almennt ástand sjúklings (hrumleiki), þyngdartap og starfsgeta.102 Nýlega hefur þekking á sameindaerfðaþáttum eins og stökkbreytingum í EGFR, ALK, PDL1, ROS1 í æxli sjúklinga opnað fyrir nýja meðferðar- möguleika hjá sjúklingum með dreifðan sjúkdóm, og geta verið forspárþættir lifunar.103,104 Þannig hafa nýlegar rannsóknir sýnt að ónæmisörvandi meðferð getur allt að tvöfaldað lifun sjúklinga með kirtilkrabbamein á stigi IV þar sem æxlin eru án sértækra stökkbreytinga,105 þrefaldað lifun þeirra sem eru með EGFR-stökk- breytingu71 og allt að sjöfaldað lifun sjúklinga með ALK-stökk- breytingu.106 Lokaorð Á síðasta áratug hafa orðið miklar framfarir í greiningu og með- ferð lungnakrabbameins og hafa þær flestar verið teknar upp hér á landi. Þar vegur þyngst tilkoma nýrra líftækni- og krabbameins- lyfja hjá sjúklingum með útbreiddan sjúkdóm en einnig notkun jáeindaskanna og ómsjárspeglana sem bætt hafa umtalsvert stig- un miðmætiseitla. Loks hefur tilkoma brjóstholsspeglunar aðgerða gjörbreytt skurðmeðferð sjúklinga með staðbundinn sjúkdóm og framfarir í geislameðferð auðveldað meðferð þeirra sem ekki er treyst í aðgerð. Skimun við lungnakrabbameini hefur enn ekki verið tekin upp en ljóst er að ákjósanlegar aðstæður eru til slíkrar leitar vegna þekkingar á faraldsfræði sjúkdómsins hérlendis og erfðum hans. Ánægjulegustu fréttirnar í baráttunni við lungna- krabbamein er hversu mikið dregið hefur úr reykingum á Íslandi og vekur það vonir um að snúa megi niður þennan illskæða far- aldur sem lungnakrabbamein er enn. Þakkir Þakkir fær Sigríður Oddný Marinósdóttir verkefnastjóri lungna- lækninga á Landpítala fyrir aðstoð við uppsetningu á töflum og heimildum. Greinin barst til blaðsins 8. júní 2021, samþykkt til birtingar 1. desember 2021.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.