Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 45
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 45 „Stimpilklukkur eru á Landspítala. Við höfum því óskað eftir gögnum til að skoða hvort upplifunin sé í takti við það sem mælist og eigum von á þeim.“ Finnst spítalinn ekki aðlaðandi Tæplega 80% almennra lækna eru mjög ósammála eða frekar ósammála full- yrðingunni að Landspítali sé aðlaðandi vinnustaður. Rúmlega 40% eru mjög ósammála eða frekar ósammála um að Landspítali sé framtíðarvinnustaður sinn. Berglind bendir á að heilsugæslan sé nú í harðri samkeppni við spítalann um mannauðinn enda sýni könnunin að 20 læknar, eða 11%, hafi hætt á Landspítala og horfið til starfa á heilsugæslunni. Þá hafi 5% hætt á Landspítala og flutt sig á annað sjúkrahús og 3% hætt í klíník. „Læknar hættu vegna álags og óánægju með starfsumhverfi eða vinnu- aðstæður. Aðrar algengar ástæður voru að Landspítali væri ekki nógu fjölskyldu- vænn vinnustaður. Þeir voru óánægðir með kaup og kjör, og of mikið álag,“ segir Berglind Bergmann er fyrrum formaður stjórnar FAL og nú í stjórninni. Mynd/gag Rúmur þriðjungur orðið fyrir ofbeldi, áreitni eða mismunun 34% almennra lækna telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni, kynbundinni mismunum, ofbeldi og/eða einelti. Rúm 8% almennra lækna telja sig hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi í starfi sínu. Algengast er að það hafi verið af hendi sjúk- lings. „Ég hélt að niðurstaðan yrði að fólk væri ósátt með stuðninginn sem það fékk en mig óraði ekki fyrir því að nánast enginn leitaði eftir stuðningi,“ segir Berglind. Verklag sé til hjá spítalanum um hvernig taka eigi á slíkum málum. „En því virðist ekki fylgt,“ segir Berglind. „Það þarf að gera betur.“ Rúm 17% almennra lækna segja að þeir hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi. „Niðurstöðurnar sýndu að oftast var hún af hálfu sjúklings, næst algengast frá öðrum lækni og þriðja algengast af hálfu aðstandanda sjúklings. Einnig hafa tæp 19% almennra lækna upplifað kynbundna mismunun,“ segir hún. Sláandi fáir leiti sér aðstoðar spítalans en rúm 20% sögðust hafa gert það en fengið lítinn sem engan stuðning. „Ferlið er ógagnsætt,“ segir hún. „Fólk veit margt ekki hvernig það á að leita sér stuðnings og/eða telur að það hafi ekkert upp á sig.“ Hún segir læknisstarfið sérstakt. „Við almennir læknar, sem komum til baka sem sérfræðingar, erum í þröngri stöðu. Þetta er lítið samfélag, fólk þekkist og við þurfum að hafa leiðir til að láta vita án þess að óttast að það skaði starfsferil okkar,“ segir hún að lokum. hún. Tilfinningin sé að læknar horfi til heilsugæslunnar til betra lífs. Hún geri betur við sitt fólk í launum en Landspítali. „Algengasti launaflokkurinn þar er 203 en 200 á Landspítala. Þar fylgja launin framgangi í námi en þannig er það ekki á Landspítala sem við getum vonandi breytt,” segir hún. „Almennir læknar, ungt fólk í dag, eru að hugsa um líf sitt. Áður lifði fólk til að vinna og vera læknir. Nú vinnum við sem læknar til að lifa. Við viljum fjölskylduvænt starf.“ Landspítali skoði stöðuna En er þetta falleinkunn fyrir stjórnendur spítalans? „Ég geri greinarmun á fagleg- um stjórnendum og öðrum. Við sjáum í svörum að ekki er talað illa um sérnáms- brautir spítalans, miklu frekar aðstæðurn- ar sem skapast á spítalanum,“ segir hún. „Yfirlæknir sérnáms og kennslustjórar með fleirum hafa unnið frábæra vinnu í uppbyggingu sérnáms á Íslandi. Það er því mikil synd að aðstæðurnar á spítalan- um og kjaramál hafi neikvæð áhrif á þá góðu vinnu,“ segir hún. „Ég vil ekki segja falleinkunn heldur benda á að við höfum náð núllpunkti, en höfum nú gögn; þessa könnun sem og könnun Læknaráðs og Félags sjúkrahús- lækna. Ég væri til í að það myndi skapast virkt samtal til úrbóta nú með nýjum heil- brigðisráðherra og forstjóra.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.