Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 44
44 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 V I Ð T A L 43,5% almennra lækna á Landspítala hafa oft eða mjög oft upplifað einkenni kulnunar síðustu 12 mánuði. 25% eru því frekar eða mjög sammála að hafa íhugað alvarlega að fara í veikindaleyfi. 45% hafa íhugað minnst einu sinni í mánuði að hætta. Þetta sýnir ný könnun Berglindar Bergmann ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Svört könnun meðal almennra lækna á Landspítala Alls 21,5% almennra lækna hafa mjög oft upplifað kulnunareinkenni á síðustu 12 mánuðum. Önnur 22% hafa oft upp- lifað þau. Samtals finna því nærri 44% almennra lækna oft eða mjög oft fyrir kulnunareinkennum. Þetta sýna niður- stöður könnunar Berglindar Bergmann fyrir Félag almennra lækna, þar sem hún situr í stjórn. „Rúm 11% læknanna eru svo mjög sammála að hafa íhugað alvarlega að fara í veikindaleyfi vegna kulnunareinkenna og/eða örmögnunar á síðastliðnum 12 mánuðum, og um 14% eru frekar sammála þeirri staðhæfingu. Samtals eru 45 læknar í þessari stöðu,“ segir Berglind og bendir á að fjöldi lækna íhugi að hætta störfum. „Tæp 15% læknanna íhuguðu nær daglega að hætta á Landspítala, 17% hafa íhugað það vikulega og tæp 15% einu sinni í mánuði. Þetta þýðir að tæplega helmingurinn, eða 45%, hefur íhugað í það minnsta einu sinni í mánuði að hætta. Það væri slæmt fyrir Landspítala að missa þetta fólk,“ segir Berglind. Rúmlega 180 læknar svöruðu Könnunin byggir niðurstöðurnar á svörum rúmlega 180 almennra lækna. 65% þeirra starfa nú á Landspítala, 15% á heilsugæslu og 12% eru komin í sér- nám erlendis. Berglind segir að tilefni könnunarinnar hafi verið orð þáverandi heilbrigðisráðherra um að neikvæð um- ræða um spítalann hefði fælandi áhrif á ungt og heilbrigðismenntað fólk frá Landspítala. Stjórn FAL hafi því farið af stað, safnað sögum og fengið góða innsýn inn í starfsemina. „Þetta voru margs konar sögur, allt frá óánægju með búningsklefa til alvar- legri ofbeldismála,“ lýsir Berglind sem ákvað í kjölfarið að gera tvær kannanir. „Annars vegar um störf almennra lækna á Landspítala og hins vegar um barnshaf- andi lækna, sem við vinnum nú einnig að.“ Könnunin nú sýni að álag og vinnu- umhverfi stýri upplifun almennra lækna. „Þeir upplifa að vinnuveitandinn sé aktíft að vinna á móti þeim en sé ekki með þeim í liði. Fólk upplifir að reynt sé að hafa af þeim réttindi og kjör,“ segir Berglind og að það sjáist í málaferlum Læknafélagsins fyrir Félagsdómi vegna þess að Landspítali hafi tekið af launa- auka vegna forfallavakta. Berglind bendir á að könnunin sýni að rúmlega 92% almennra lækna meti sem svo að þeir vinni yfir klukkutíma ólaun- aða yfirvinnu á viku. „Stór hópur vinnur 3-5 ólaunaða vinnutíma á viku. Mér finnst hræðilegt að sjá 5-10 klukkutíma á viku þar sem fólk situr eftir vinnu, klárar verk- in og gefur vinnuna sína,“ segir Berglind. Hefur þú upplifað kulnunareinkenni í starfi sem almennur læknir sl. 12 mánuði? Ég hef íhugað alvarlega að fara í veikindaleyfi vegna kulnunareinkenna og/eða örmögnunar á síðustu 12 mánuðum Ef þú hefur unnið ólaunaða yfirvinnu, getur þú tiltekið ca. hversu marga tíma á viku:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.