Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Síða 44

Læknablaðið - 01.01.2022, Síða 44
44 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 V I Ð T A L 43,5% almennra lækna á Landspítala hafa oft eða mjög oft upplifað einkenni kulnunar síðustu 12 mánuði. 25% eru því frekar eða mjög sammála að hafa íhugað alvarlega að fara í veikindaleyfi. 45% hafa íhugað minnst einu sinni í mánuði að hætta. Þetta sýnir ný könnun Berglindar Bergmann ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Svört könnun meðal almennra lækna á Landspítala Alls 21,5% almennra lækna hafa mjög oft upplifað kulnunareinkenni á síðustu 12 mánuðum. Önnur 22% hafa oft upp- lifað þau. Samtals finna því nærri 44% almennra lækna oft eða mjög oft fyrir kulnunareinkennum. Þetta sýna niður- stöður könnunar Berglindar Bergmann fyrir Félag almennra lækna, þar sem hún situr í stjórn. „Rúm 11% læknanna eru svo mjög sammála að hafa íhugað alvarlega að fara í veikindaleyfi vegna kulnunareinkenna og/eða örmögnunar á síðastliðnum 12 mánuðum, og um 14% eru frekar sammála þeirri staðhæfingu. Samtals eru 45 læknar í þessari stöðu,“ segir Berglind og bendir á að fjöldi lækna íhugi að hætta störfum. „Tæp 15% læknanna íhuguðu nær daglega að hætta á Landspítala, 17% hafa íhugað það vikulega og tæp 15% einu sinni í mánuði. Þetta þýðir að tæplega helmingurinn, eða 45%, hefur íhugað í það minnsta einu sinni í mánuði að hætta. Það væri slæmt fyrir Landspítala að missa þetta fólk,“ segir Berglind. Rúmlega 180 læknar svöruðu Könnunin byggir niðurstöðurnar á svörum rúmlega 180 almennra lækna. 65% þeirra starfa nú á Landspítala, 15% á heilsugæslu og 12% eru komin í sér- nám erlendis. Berglind segir að tilefni könnunarinnar hafi verið orð þáverandi heilbrigðisráðherra um að neikvæð um- ræða um spítalann hefði fælandi áhrif á ungt og heilbrigðismenntað fólk frá Landspítala. Stjórn FAL hafi því farið af stað, safnað sögum og fengið góða innsýn inn í starfsemina. „Þetta voru margs konar sögur, allt frá óánægju með búningsklefa til alvar- legri ofbeldismála,“ lýsir Berglind sem ákvað í kjölfarið að gera tvær kannanir. „Annars vegar um störf almennra lækna á Landspítala og hins vegar um barnshaf- andi lækna, sem við vinnum nú einnig að.“ Könnunin nú sýni að álag og vinnu- umhverfi stýri upplifun almennra lækna. „Þeir upplifa að vinnuveitandinn sé aktíft að vinna á móti þeim en sé ekki með þeim í liði. Fólk upplifir að reynt sé að hafa af þeim réttindi og kjör,“ segir Berglind og að það sjáist í málaferlum Læknafélagsins fyrir Félagsdómi vegna þess að Landspítali hafi tekið af launa- auka vegna forfallavakta. Berglind bendir á að könnunin sýni að rúmlega 92% almennra lækna meti sem svo að þeir vinni yfir klukkutíma ólaun- aða yfirvinnu á viku. „Stór hópur vinnur 3-5 ólaunaða vinnutíma á viku. Mér finnst hræðilegt að sjá 5-10 klukkutíma á viku þar sem fólk situr eftir vinnu, klárar verk- in og gefur vinnuna sína,“ segir Berglind. Hefur þú upplifað kulnunareinkenni í starfi sem almennur læknir sl. 12 mánuði? Ég hef íhugað alvarlega að fara í veikindaleyfi vegna kulnunareinkenna og/eða örmögnunar á síðustu 12 mánuðum Ef þú hefur unnið ólaunaða yfirvinnu, getur þú tiltekið ca. hversu marga tíma á viku:

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.