Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 35
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 35 „Það er ekki flóknara en það að spítalinn er sprunginn,“ segir Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Ekki hafa fleiri dvalið sólarhring eða lengur á bráðamóttökunni en nú í nóv- ember, miðað við síðustu 12 mánuði, samkvæmt tölum Landspítala. 377 dvöldu þá lengur en sólarhring en 111 þeirra voru útskrifaðir án innlagnar. Alls sóttu 6,3% fleiri bráðamóttökuna í nóvember í ár en í fyrra, samtals 2697. Tvö ár eru nú í janúar síðan Már Kristjánsson lýsti því í Lækna- blaðinu að stórslys væri í aðsigi vegna stöðu deildarinnar. „Spítalinn er yfirfullur og hefur keyrt á hámarksnýtingu rúma og rúmlega það nú í haust,“ segir Mikael Smári. „Spítalinn er sprunginn“ Þekkja orðið ekkert betra „Þetta er orðið þannig að við þekkjum ekkert betra. Það er stórvandamál því erfitt er að fara í eðlilegt ástand þegar það hefur verið svona lengi óeðlilegt. Við höf- um rekið legudeild innan um bráðasjúk- linga með breyttum hraða og tempói sem er algjör meinsemd í bráðalæknisfræði,“ lýsir Mikael Smári. Staða bráðamóttökunnar hefur verið í brennidepli síðustu ár. Heilbrigðisráðu- neytið kynnti tillögur átakshóps þess í febrúar 2020 til lausnar en vandinn er enn óleystur. Mikael segir fólk vonlaust um að staðan lagist nokkurn tímann. „Ég vona að ástandið eigi eftir að batna og leysast. Spítalinn fái fleiri rúm og „Erum við að brjóta hegningarlög á bráðamóttökunni?“ spyr Bergur Stef- ánsson, formaður Félags bráðalækna, og horfir til 220. og 221. greina almennra hegningarlaga um að koma fólki í neyð til bjargar. Deildin sé svo yfirfull að það takist ekki. Við brotinu liggi allt að 8 ára fangelsisdómur. „Landlæknir ætti að fylgja því betur eftir þegar stofnanir hunsa fyrirmæli hans ítrekað. Embætti landlæknis er máttlaust þegar mannslífum er vísvit- andi stefnt í hættu,“ segir Bergur um þá stöðu að ekki hafi verið brugðist við ít- rekuðum athugasemdum landlæknis. „Persónuvernd er brotin alla daga,“ segir hann. „Við afklæðum fólk fyrir framan aðra. Tökum persónulegar sögur í heyranda hljóði. Allt um hægðir, kynlíf og hjónabandið. Ég tel að við fáum ekki raunsanna mynd af lífi fólks við þess- ar aðstæður og það getur haft áhrif á batann,“ segir hann. „Á hverjum einasta degi er öryggi sjúklinga stefnt í hættu. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða börn, gamal- menni, bílslys eða hjartaáföll,“ segir hann og sparar ekki stóru orðin. Læknar sem hafi menntað sig í bráða- lækningum staldri stutt við í aðstæðum sem þessum. Hrun sé í sérfræðingahópn- um. Flóttinn sé merki um að eitthvað mjög alvarlegt sé að. „Við lifum við þá tálsýn að halda að við eigum gott heilbrigðiskerfi. Við telj- um okkur vera á skandinavískum stalli, eða norður-evrópskum. Við erum það alls ekki.“ elliheimili opni. Við krossum fingur og vitum að það er unnið að málinu. Á sama tíma vex vandinn. Fólk reynir sitt besta en einhvern veginn halda verkin ekki í við vandann. Þetta er hrikalegt,“ segir hann. Þótt staðan hafi verið afar slæm í nóv- ember hingað til var október aðeins rétt skárri. Þá dvöldu 368 í sólarhring eða lengur. 120 voru útskrifaðir eftir svo langa dvöl án innlagnar. Fyrir ári, í nóvember 2020, var staðan allt önnur. Þá biðu 186 svo lengi og 42 voru útskrifaðir eftir það. Hafði trú á að vandinn leystist Mikael segir að hann hafi haft meiri trú á að vandinn leystist þegar hann hóf störf sem yfirlæknir í aprílbyrjun. „Einkaaðilar og ríkið voru í samningaviðræðum um að opna ný pláss, loforð voru gefin í góðri trú en því miður gekk það ekki eftir. Plássin skiluðu sér ekki,“ segir Mikael. „Auðvitað hélt ég að við myndum ná meiri árangri og hraðar,“ segir hann. „En ég varð því miður að breyta hugmyndinni um að knýja hluti fram á vikum og mánuðum og hugsa frekar í misserum og árum; plana til lengri tíma,“ segir hann. „Flest úrræði sem grípa þarf til eru utan míns valdsviðs. Þegar upp er staðið er hlutverkið að veita eins góða þjónustu og hægt er með þeim úrræðum sem úr er að moða. Það er verk okkar á bráðamót- tökunni. Svo bíðum við og vonum að þeir sem valdið hafa breyti stöðunni,“ segir hann. „Við gerum eins vel og við getum en ekki eins vel og við viljum. Við höfum staðið af okkur storma og ætlum líka að gera það núna.“ „Við gerum eins og vel og við getum en ekki eins vel og við viljum,“ segir yfirlæknir bráðamóttökunnar á Landspítala Met var slegið í fjölda inniliggjandi á bráðamóttökunni í nóvember miðað við síðustu 12 mánuði. Spítalinn er sprunginn segir yfirlæknir. Mynd/gag Hegningarlög brotin á bráðamóttökunni?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.