Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 23
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 23 myndrannsóknum og vefjasýnatökum, en meinafræðistigun (pTNM) þegar vefjaskoðun eftir brottnám æxlis liggur fyrir. Lagt er mat á stærð æxlis (T), útbreiðslu þess í eitla (N) og önnur líffæri (M). Í töflu III eru fjórir stigunarflokkar TNM-kerfisins sýndir en þessar upplýsingar eru síðan notaðar til að spá fyrir um horfur sjúklinga og ákvarða meðferð.34 Stigunarkerfi smáfrumukrabbameins hefur löngum verið ein- faldara og skiptist í tvö stig, takmarkaðan sjúkdóm og útbreiddan sjúkdóm.35 Í takmörkuðum sjúkdómi er krabbameinið bundið við lunga og brjósthol sömu megin og æxlið, auk miðmætiseitla og eitla ofan við viðbein, en miðað er við að svæðið geti rúmast innan eins geislasvæðis. Útbreiddur sjúkdómur greinist í 70% tilfella en þar eru fjarmeinvörp nær alltaf til staðar eins og í beinmerg, lifur, heila og hinu lunganu.36 Í alþjóðlegum leiðbeiningum um stigun lungnakrabbameina er þó ráðlögð TNM-stigun fyrir smáfrumu- krabbamein, líkt og gert er við önnur lungnakrabbamein.37 Óháð vefjagerð er TS af brjóst- og kviðarholi helsta stigunar- rannsóknin. TS er mikilvægt við T- og M-hluta stigunar en hefur minna notagildi við stigun miðmætiseitla þar sem næmi og sér- tæki eru lítil, eða 55% og 81%.38 TS er einnig notað við mat á ífar- andi vexti krabbameinsins, en í völdum tilvikum getur segul ómun verið hjálpleg til að meta ífarandi vöxt í brjóstvegg og miðmæti, sérstaklega ef um er að ræða krabbamein í lungnatoppi (Pancoast- æxli) (mynd 2e).38,39 Rannsóknir á dreifingu sjúkdómsins í miðmætiseitla eru sér- lega mikilvægar, enda val á meðferð undir niðurstöðum þeirra komin. Eitilstöðvum í miðmæti er skipt í svæði og þær númeraðar kerfisbundið (mynd 3).40 Á TS er oft miðað við að eitlar stærri en 10 mm í þvermál kallist „stækkaðir“, en næmi TS í þessu tilliti er lágt.38 Þannig hafa rannsóknir sýnt að smásæ meinvörp geti verið til staðar í miðmætiseitlum sem ekki eru stækkaðir, sérstaklega þegar um miðlæg æxli er að ræða, í kirtilmyndandi krabbamein- um >3 cm að stærð, og þegar grunur leikur á eitlameinvörpum í lungnaporti (hilus).41 Neikvætt forspárgildi JS fyrir miðmætiseitla er hátt, og eru því frekari rannsóknir óþarfar ef sú rannsókn er neikvæð.41 Jákvætt forspárgildi JS við miðmætiseitla er lægra (80%) þar sem um getur verið að ræða ósértæka upptöku sporefnis í þeim, til dæmis vegna bólgu.31 Leit að meinvörpum utan brjósthols er mikilvægur hluti stig- unar, enda hefur meirihluti lungnakrabbameinssjúklinga dreifðan sjúkdóm við greiningu. Meinvörp í heila, beinum, lifur og nýrna- hettum eru algengust.39 Hefðbundin stigunarrannsókn í þessu tilliti er TS, en einnig JS, sérstaklega ef fyrirhuguð er læknandi meðferð. Hjá sjúklingum sem ekki eru augljóslega með dreifðan sjúkdóm, og þar sem stefnt er að læknandi meðferð, er nær alltaf mælt með JS. Sýnt hefur verið fram á að JS breyti meðferð hjá yfir 40% sjúklinga miðað við eldri stigunaraðferðir42 og geti fækkað óþarfa skurðaðgerðum um allt að 20%.43 Auk JS er einnig mælt með TS eða segulómun af heila þar sem JS greinir illa meinvörp í heila. JS hefur gott næmi og sértæki fyrir meinvörp í nýrnahettum, en nánari rannsóknir með TS eða segulómun geta verið hjálplegar til greiningar á góðkynja stækkun.39 Ef niðurstaða úr JS liggur fyr- ir þarf ekki beinaskann enda næmi og sértæki þessara rannsókna svipuð (mynd 2f).31 Sýnataka til frumu- og vefjagreiningar Sýnataka úr æxli eða meinvarpi er nauðsynleg til greiningar á lungnakrabbameini. Auk hefðbundinnar vefjagreiningar er nauðsynlegt að sýnið sé nægilega mikið þannig að hægt sé að gera á því ónæmis-, sameinda- og stökkbreytingarannsóknir, sérstak- lega ef fyrirhuguð er krabbameinslyfjameðferð. Berkjuspeglun nýtist ekki aðeins til greiningar heldur einnig til stigunar (mynd 4). Er næmi hennar best við æxli miðlægt í lung- anu,44 en þegar æxli liggur utarlega í lungnablaði og staðsett fjarri stærri berkjugreinum, getur verið erfitt að komast að því með hefðbundinni berkjuspeglun. Þá er oftast reynt að ná vefjasýni með nálarstungu í gegnum brjóstvegg, og er ástungan nær alltaf gerð með aðstoð TS. Eftir slíka ástungu næst sýni til greiningar í 70-90% tilfella, en fyrir hnúta undir 1 cm að stærð er hlutfallið lægra.45,46 Loftbrjóst er algengasti fylgikvillinn í kjölfar ástungu Mynd 3. Mynd með helstu eitlasvæðum í miðmæti og lungnaporti. (Mynd: Árni Þór Árnason) Mynd 4. Mynd tekin í berkjuspeglun sem sýnir lungnakrabbamein á mótum berkju út í miðblað og neðra blað hægra lunga. (Ljósmynd: Hrönn Harðardóttir) Y F I R L I T S G R E I N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.