Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 31
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 31 S J Ú K R A T I L F E L L I utan þess að hann hafði ekki haft hægðir þessa 5 daga. Við komu á bráðamóttöku barna var hann með 38,9°C hita og púls 119 slög/mín. Hann var ekki bráðveikindalegur og hann var skýr og viðræðugóð- ur. Við skoðun var kviður ekki þaninn. Hann var með mjúkan kvið en hann var talsvert aumur í neðri hægri fjórðungi kviðar og vægari eymsli í efri hluta kviðarhols. Hann var ekki með sleppieymsli og vöðvavörn var ekki til staðar. Verkir komu ekki fram við að láta drenginn hoppa eða stappa niður fótum. Skoðun var ómarkverð að öðru leyti. Það var væg hækkun á bólgugildum (C-Reactive Prot- ein 21 mg/L) og hvít blóðkorn voru um 12 þúsund/µL með vinstri hneigð. Saga og skoðun vakti grun um botnlangabólgu. Fengin var ómskoðun af kviðarholi sem sýndi áberandi eitla- stækkun í hægri neðri fjórðungi kviðarhols ásamt fríum vökva. Ílöng fyrirferð fannst á umræddu svæði, sem var allt að 9 mm í þvermál. Hægt var að fylgja honum að botnristli en fjærendinn var ekki greinilegur og ekki var hægt að staðfesta að hann endaði blint. Drengurinn var tekinn til aðgerðar samdægurs. Gerð var opin aðgerð með víxlskurði í hægri neðra hluta kviðar. Mikil eitla- stækkun fannst meðfram botnristli. Botnlanginn fannst hins vegar ekki. Var því skurður stækkaður og ákveðið að fría upp botnristil og dausgörn. Póll botnristilsins var dreginn upp í sárið til frek- ari skoðunar. Þar var vel sýnileg æð sem lá inn í botnristil. Það reyndist síðan vera botnlangaæðin (arteria appendicularis). Ljóst var að botnlanginn hafði dregist inn í botnristil. Ómögulegt reyndist að losa um botnlangann og var því heftað yfir pól botnristils með heftibyssu. Botnlanginn reyndist við skoðun á sýni vera viðsnúinn inn í botnristil. Það voru merki um blóðþurrð í slímhúð botnlang- ans sem var órofinn. Óljóst var hvort lega á botnlanga inn í botn- ristil hefði staðið lengi yfir eða tilkomið brátt. Botnlangi og stækkaðir nálægir eitlar voru í framhald inu sendir í vefjagreiningu sem sýndi að engin merki um bráða botn- langabólgu. Þá voru áberandi þyrpingar af eitilfrumum til staðar. Engin æxli greindust í sýninu. Í vefjagreiningu var lýst eitli með bráðri myndun smáígerðar (microabscess) með bólgufrumuhreiðri (granulomatous inflammation) og risafrumuviðbrögðum. Útlit minnti helst á Bartonella henselae-sýkingu líkt og í kattarklórskvilla (Cat scratch diesease). Sýking af hennar völdum var útilokuð með sér litun og einnig var berklabaktería útilokuð. Þá var eitilfrumu- krabbamein (lymphoma) útilokað. Týpa 1 Endi botnlanga dregst lítillega inn í sjálfan sig Týpa 2 Endi botnlanga dregst að nokkrum hluta inn í sjálfan sig Týpa 3 Botn botnlanga dregst inn í botnristil Týpa 4 Öfug garnasmokkun (miðhluti botnlanga dregst inn í enda botnlanga) Týpa 5 Allur botnlangi dregst inn í botnristil Tafla I. McSwain flokkun á garnasmokkun botnlanga.6 Drengurinn jafnaði sig fljótlega og útskrifaðist heim tveimur dögum eftir aðgerð. Ekki hafa orðið eftirköst af veikindunum. Umræða Líkt og áður hefur komið fram er sjaldgæft að garnasmokkun á botnlanga greinist fyrir aðgerð. Þær myndrannsóknir sem gætu hjálpað við greiningu eru ómun, tölvusneiðmynd, baríum inn- helling eða ristilspeglun.9 Merki sem gætu bent til þess að um garnasmokkun á botnlanga sé að ræða við ómun eru ef blindi endi botnlangans sést ekki eða ef botnlangi finnst yfirhöfuð ekki. Það gæti verið mögulegt að sjá ílanga fyrirferð sem færi inn í botn- ristil. Skotmarksteikn (Target sign) gæti verið til staðar og væri þá þvermál þess minna en við garnasmokkun á botnristli. Að lokum, ef starfhæf dausgarnar- og botnristilsloka (competent ilecoecal valve) sést á ómun er garnasmokkun á botnristli útilokuð.7 Það eru ekki mörg skráð tilfelli þar sem garnasmokkun á botn- langa greinist við ristilspeglun. Hún er þó almennt gagnleg sem rannsókn á óútskýrðum kviðverkjum og getur gefið staðfesta Mynd 1. Þarmar og botnristill í aðgerð. Sést hvar botnlangi gengur inn í botnristil. Mynd 2. Botnlangi eftir aðgerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.