Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 19
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 19 eins og stórfrumuæxla (large cell carcinoma) og krabbalíkis (carcin- oid) hefur fækkað.17 Í síðustu uppfærslu á flokkun lungnakrabbameina (WHO, 2015)17 breyttist flokkun kirtilkrabbameina töluvert og eru þau nú flokkuð eftir ráðandi mynstri í ljóssmásjá. Nú eru til forstig ill- kynja breytinga ef stærðin er minni en 3 cm og einungis sést svo- kallað „lepidic“ vaxtarmynstur sem kemur í stað bronchoalveolar krabbameins (BAC). Ef slím finnst í slíkum æxlum eru þau hins vegar flokkuð sem ífarandi slímmyndandi krabbamein. Vegna nýjunga í krabbameinslyfjameðferð kirtilkrabbameina eru nú gerðar meiri kröfur um nákvæmari vefjaflokkun, enda eru kom- in til sögunnar líftæknilyf sem geta bælt vaxtarþætti með því að hemla sértæka yfirborðsviðtaka æxlisfrumnanna.18 Jafnframt eru mótefnalitanir gerðar á æxlisvef strax við greiningu til að staðfesta uppruna þeirra í lungum. Frumugreining getur í völdum tilfellum komið í stað hefð- bundinnar vefjagreiningar á æxlisvef. Með berkju- eða ómspegl- un er fínnálar-frumusýni tekið úr eitlum eða frumæxli.19 Í þess- um speglunum skoðar frumumeinafræðingur sýni jafnóðum á staðnum. Þannig er tryggt að fullnægjandi sýni liggi fyrir til að byggja á fljótgreiningu (rapid on-site evaluation). Lokagrein- ing er síðan gefin út eftir ítarlegri skoðun. Frumugreiningu má einnig nýta við fínnálarástungu á lungnaæxli sem gerð er með aðstoð tölvusneiðmynda og hafa færri fylgikvilla en hefðbundin grófnálarstunga. Röntgenlæknir staðsetur þá nál í jaðri æxlis og frumumeinafræðingur tekur sýni sem strokið er á gler og er skoð- að strax. Í þessum sýnatökum er hluti sýnisins hertur í alkóhóli og úr honum útbúinn frumumassi (cell block). Á honum má síðan gera mótefnalitanir sem í mörgum tilvikum eru sambærilegar þeim sem gerðar eru á hefðbundnu vefjasýni.20 Magn illkynja frumna í slíkum frumumassa nægir þó ekki alltaf til að hægt sé að gera sameindameinafræðilegar rannsóknir á æxlinu. Sameindameinafræðirannsóknir Á meinafræðideild Landspítala er háhraða-raðgreining (next generation sequencing, NGS) notuð til að leita að stökkbreytingum í æxlisvef. Í kirtilkrabbameinum úr lungum er leitað að stökk- breytingum í EGFR-, KRAS-, BRAF- og ERBB2-viðtökum, en þeir gefa til kynna hvort æxlið sé næmt fyrir meðferð með sértækum líftæknilyfjum. Mikilvægastar eru stökkbreytingar í EGFR-viðtök- um en þær finnast í æxlum 10-15% sjúklinga af evrópskum upp- runa með lungnakrabbamein af kirtilfrumugerð.21 Samrunagen geta einnig verið lyfjamark í kirtilfrumuæxlum og finnast í um 10% þeirra.21 Af þeim eru ALK- og ROS1-samrunagen algengust og eru þau nú greind með ónæmislitunum og jákvæð svör síðan staðfest með FISH ( fluorescence in situ hybridization). Hér á landi er nú unnið að greiningu fleiri samrunagena sem teljast lyfjamörk líftæknilyfja, svo sem RET, NTRK1/2/3, auk ákveðinna splæsi- afbrigða MET.22 Þegar notuð eru lífttæknilyf sem sniðin eru að ákveðnum genabreytingum geta krabbameinsfrumur myndað þol Tafla I. Stökkbreytingar, samrunagen, aðrir lífmarkar í kirtilfrumu-lungnaæxlum og sértæk krabbameinslyfjameðferð. Gen Tegund genabreytingar Þýðing fyrir lyfjaval Dæmi um sértæka krabbameinslyfja­ meðferð EGFR Stökkbreytingar/úrfellingar Algengustu breytingarnar sem miðla næmi við EGFR-hemlum eru í útröðum 19 og 21. Aðrar sjaldgæfari breytingar í útröðum 18 og 20 valda ýmist næmi eða ónæmi gegn EGFR-hemlum osimertinib, erlotinib KRAS Stökkbreytingar Algengustu breytingar í KRAS eru í tákna 12, en aðrar breytingar finnast einnig. Lyf við G12C eru í þriðja fasa lyfjatilrauna, en sú breyting er algengust í lungnaæxlum BRAF Stökkbreytingar Algengasta breyting BRAF er V600 og getur miðlað næmi við BRAF og MEK-hemla vemurafenib/dabrafenib + mekinist ERBB2 Stökkbreytingar Stökkbreytingar í útröð 20 geta miðlað næmi við Her2-miðaðri meðferð, en reynsla er enn takmörkuð traztuzumab ALK Samrunagen Mörg ALK-samrunagen þekkt. Algengastur er samruni ALK og EML4. Miðlar næmi við ALK-hemla alectinib, crizotinib ROS1 Samrunagen Ýmis gen finnast í samruna við ROS1 og miðla næmi við ROS1-hemla crizotinib, entrectinib RET Samrunagen Ýmis gen finnast í samruna við RET og miðla næmi við RET-hemla cabozantinib NTRK1/2/3 Samrunagen Ýmis gen finnast í samruna við NTRK1/2/3 og miðla næmi við NTRK- hemla larotrectinib, entrectinib MET Magnanir/úrfellingar Stökkbreytingar sem valda tapi á útröð 14 í MET, og mikil MET-mögnun miðla næmi við MET-hemla cabozantinib, crizotinib Aðrir lífmarkar PDL-1 Tjáning metin með IHC-litun Hlutfall jákvæðra frumna metið í æxlisvef sem gefur vísbendingu um næmi við ónæmismeðferð pembrolizumab, atezolizumab, nivolumab, durvalumab Y F I R L I T S G R E I N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.