Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 48
Codex Ethicus Siðareglur Læknafélags Íslands 9. útgáfa 2021 Codex Ethicus og eiðstafur lækna Skuldbinding við fagmennsku Codex Ethicus, reglur um góða læknishætti, eru reistar á Alþjóðasiðareglum lækna1 og ætlaðar öllum læknum sem starfa á Íslandi til leiðbeiningar og stuðnings í daglegu starfi. Með eiðstaf sínum við læknaeiðinn hafa félagsmenn Læknafélags Íslands skuldbundið sig til að halda í heiðri fagmennsku og siðareglur þessar. Staðfesting Með samþykki siðareglnanna staðfesta læknar að • hlutverk þeirra sé að vernda og virða líf og heilbrigði; lækna og líkna. • starfinu fylgi fagleg ábyrgð gagnvart skjólstæðingum, samfélagi og samstarfsfólki. • traust ávinnist með mannvirðingu, góðum læknisháttum og fagmennsku í samræmi við siðareglur lækna. Meginreglur I. Höfum mannvirðingu ávallt í fyrirrúmi, það er velferð, mannhelgi og sjálfræði sjúklinga. II. Umfram allt sköðum ekki; sýnum sjúklingum nærgætni og fyllsta trúnað. III. Störfum af fagmennsku og eftir bestu samvisku og sannfæringu um hvað sé rétt og gott í samræmi við viðurkennda fagþekkingu, siðareglur lækna og lög. IV. Sýnum heiðarleika og gætum réttlætis í starfi – í engu má mismuna sjúklingum. V. Veitum sjúklingum upplýsingar og fræðslu og virðum sjálfsákvörðunarrétt þeirra. VI. Eflum lærdóm og þekkingu okkar allan starfsferilinn og miðlum á meðal okkar. VII. Þekkjum eigin takmarkanir og vottum aðeins það sem við þekkjum af eigin raun. VIII. Leitum eftir samvinnu lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna um hag sjúklinga. IX. Leitumst við að leiða starf í þágu heilbrigðis, heilsusamlegs umhverfis og samfélags. X. Sýnum heilindi og ábyrgð í líferni og starfi. Almennar greinar I. Almenn ákvæði um góða læknishætti 1. gr. Hlutverk Lækni ber að virða mannslíf og mannhelgi. Hann skal hjálpa heilbrigðum að varðveita heilsu sína, sjúkum að öðlast heilbrigði og veita þjáðum líkn. 2. gr. Fagmennska Læknir skal rækja starf sitt af heiðarleika, þekkingu, vandvirkni og samviskusemi án tillits til eigin hagsmuna eða persónulegra skoðana. Engum skal mismunað eftir þjóðerni, lífsskoðunum, trúarbrögð- um, stjórnmálaskoðunum, aldri, fötlun, kynþætti, kynferði, kynhneigð eða nokkru öðru. Læknir skal tilkynna viðeigandi ábyrgum stjórnendum eða stofnun verði hann atviks, athæfis eða van- rækslu var sem brýtur á heilsufarslegum verðmætum eða réttindum sjúklings. LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS - MAIN LOGO + 100 YEARS ANNIVERSARY LOGO 48 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.