Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 34
34 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 F R É T T I R Konunglega breska heimilislæknafélagið (RCGP) sæmdi Katrínu Fjeldsted heiðurs- félaganafnbót við hátíðlega athöfn þar ytra 19. nóvember. „Það var mjög gaman,“ segir Katrín í símtali við Læknablaðið. „Maður fór bara hjá sér,“ segir hún og hlær. Í umsögn um ríkulegt félagsstarf Katrínar og starfsferil segir: „Hún er fyrir- mynd og mentor fleira fólks en hún getur örugglega ímyndað sér, og áhrif hennar ná ekki aðeins til Evrópu heldur á heims- vísu.“ Katrín er ekki aðeins fyrrum borgar- fulltrúi og alþingismaður. Hún var kjörin forseti Evrópusamtaka lækna, CPME, árið 2012 en hafði verið fulltrúi Læknafélags Íslands þar frá árinu 2000, setið í stjórn samtakanna frá 2006 og verið gjaldkeri. Hún er heiðursfélagi í LÍ og FÍH, hef- ur setið í stjórnum félaganna og fjölda nefnda á vegum yfirvalda. Breska heimilis lækna­ félagið heiðrar Katrínu Fjeldsted – Segja Katrínu fyrirmynd mun fleira fólks en hún geri sér grein fyrir Katrín Fjeldsted með Mary McCarthy, varaforseta UEMO. Hópurinn fór upp á 19. hæð í nýja Mærsk-turninum í stórborgarrökkrinu. Mynd/Védís Það er víst orðin hálf öld síðan norrænu læknablöðin tóku upp á því að funda saman um sín innri mál. Síðustu ár hefur tíminn liðið svo hratt að það hefur þurft að halda fundina árlega en hann féll auðvitað niður COVID-árið mikla í fyrra einsog flest annað. En í byrjun nóvember komu fulltrúar blaðanna saman og Danir skipulögðu og voru gestgjafar. Fundarmenn höfðu allir stigið ölduna síðan síðast, unnið heima, orðið veikir, og misst sjónina yfir teams og zoom og öllu því. En blöðin nýttu líka af öllum kröftum tækifærin sem fólust í heimsfar- aldrinum og komu sér upp stífu verklagi sem leiddi til þess að hægt var að birta ritrýndar greinar um COVID með frekar stuttu tilhlaupi. Ef draga má einhvern lærdóm af far- aldrinum fyrir blöðin má segja að hann sé sú krafa sem af honum sprettur um að sýna meiri fjölbreytileika í öllum skilningi, að miðla ritrýndu hágæðaefni á fjölbreyttan hátt. Öll blöðin hafa reynt þetta á eigin skinni. Þetta gildir líka um að hugsa um viðtakendur, nú er lækna- hópurinn mun meira samsettur en áður var, í hópnum eru konur og útlendingar og yngra fólk. Nauðsynlegt að hafa alla breiddina sýnilega, bæði meðal höfunda og ritrýna, en líka í ritstjórnum, og hafa tiltækar tölur um kynjaskiptingu. Eitt helsta tákn þess að læknar séu í læknafélagi er hið prentaða Læknablað, það gildir alls staðar. Og nú deilast brot úr blöðunum auk þess um allt, þau eru sýni- leg á samfélagsmiðlum og fara þar langt út fyrir raðir lækna. Næsti fundur hópsins verður heima á fróni haustið 2022. VS Fundur norrænu læknablaðanna í Kaupmannahöfn „Það skiptir máli fyrir land eins og okkur að deila hugmyndum og vita hvernig hlutirnir eru hjá öðrum þjóðum, styðja hvert annað og læra af hvert öðru,“ segir Katrín spurð um mikilvægi félags- starfa lækna. Katrín hætti að starfa sem heimilis- læknir sjötug en er þó ekki hætt að starfa nú 5 árum síðar. „Ég vinn sem verktaki fyrir Tryggingastofnun og tala við fólk sem sækir um örorku,“ segir hún. „Ég fylgdi líðan fólks eftir sem heimilislæknir í hátt í 40 ár. Ég kynntist fólki í gleði og sorgum, en í þessu tilviki er þetta öðru- vísi. Ég tala einu sinni við manneskjuna í einn til tvo tíma,“ segir hún og að það sé afar áhugaverð reynsla. Katrín fékk almennt lækningaleyfi árið 1977 og sérfræðileyfi 1980. Hún hóf félags- störf fyrir hönd lækna í stjórn Félags ís- lenskra lækna í Bretlandi á námsárunum þar, samkvæmt bókinni Læknar á Íslandi, H-O. Og restina þekkjum við öll. Til ham- ingju Katrín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.