Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 21
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 21 við lyfinu.23 Þá er fengið nýtt sýni úr æxlinu og gerð sameinda- meinafræðileg greining sem getur nýst við að ákveða hvaða með- ferð hentar best. Í töflu l er yfirlit yfir helstu stökkbreytingar, sam- runagen og aðra lífmarka í lungnakrabbameinum en framfarir á þessu sviði eru hraðar og nýjar mælingar bætast stöðugt við. Sumir sjúklingar með útbreitt lungnakrabbamein fá ónæmis- meðferð og er tjáning PDL-1 viðtaka þá notuð sem lífmarki til að meta líkur á svörun meðferðar. Slík meðferð getur þó einnig kom- ið til greina við lungnakrabbamein án PDL-1 tjáningar.24 Greining og stigun Þegar grunur vaknar um lungnakrabbamein eru gerðar ýmsar rannsóknir til að staðfesta greininguna, en jafnframt til að meta útbreiðslu meinsins og almennt ástand sjúklingsins. Mikilvægt er að velja rannsóknir sem afla mestra upplýsinga með sem minnstri áhættu fyrir sjúklingana.25 Myndrannsóknir á lunga Tölvusneiðmyndir (TS) eru helsta rannsóknin, bæði til greiningar og stigunar á lungnakrabbameini, en í sumum tilvikum hafa sjúk- lingar áður greinst með íferð eða æxli á hefðbundinni lungnamynd (mynd 2a). Lungnabólga sem erfiðlega gengur að meðhöndla eða íferðir sem ekki hverfa á meðferð, ættu að vekja grun um lungna- krabbamein. Hluti lungnakrabbameina (5-10%) greinast fyrir til- viljun við myndrannsóknir hjá einkennalausum einstaklingum og er þá oftast um stakan hnút að ræða.26 Hnútur í lungum (<3 cm) getur verið þéttur eða hélulíkur án þétts hluta (ground glass), eða þéttur að hluta (mynd 2b). Eftirlit og uppvinnsla á hnútum fer eftir stærð þeirra, útliti og áhættuþáttum sjúklings, eins og aldri og reykingasögu. Lík- ur á krabbameini aukast með stærð og auknum þéttleika hnúts- ins. Óbreytt stærð í tvö ár er almennt talin merki um að þéttur hnútur sé ólíklega illkynja.27,28 Dreifðir hnútar í báðum lungum ættu að vekja grun um meinvörp frá illkynja æxlum utan brjóst- hols, en stakir hnútar geta einnig verið meinvörp.29 Alþjóðleg samtök röntgenlækna (Fleichner Society) gáfu nýlega út klínískar leiðbeiningar um eftirfylgni á hnútum í lungum sem sýndar eru í töflu II.28,30 Á síðustu árum hefur athygli beinst að vel afmörk- uðum hélubreytingum en stór hluti þeirra reynist hægt vaxandi Tafla II. Ráðleggingar um eftirfylgni og meðferð hnúta í lungum hjá fullorðnum.28,30 A. Þéttir hnútar Stærð Gerð hnúts <6 mm (<100 mm3) 6-8 mm (100-250 mm3) >8 mm (<250 mm3) Athugasemdir Stakur Lítil áhætta Engin eftirfylgni TS eftir 6-12 mánuði, endurtaka eftir 18-24 mánuði Íhuga TS eftir þrjá mánuði, JS eða vefjagreiningu Hnútar undir 6 mm þurfa ekki frekari eftirfylgni Mikil áhætta Endurtaka TS eftir 12 mánuði TS eftir 3-6 mánuði, má endurtaka eftir 18-24 mánuði Íhuga TS eftir þrjá mánuði, JS eða vefjagreiningu Ef margir áhættuþættir, má endurtaka TS eftir 12 mánuði Margir Lítil áhætta Engin eftirfylgni TS eftir 3-6 mánuði, má endurtaka eftir 18-24 mánuði TS eftir 3-6 mánuði, má endurtaka eftir 18-24 mánuði Fylgjast þarf með hnút sem er grunsamlegastur Mikil áhætta TS eftir 12 mánuði TS eftir 3-6 mánuði, endurtaka eftir 18-24 mánuði TS eftir 3-6 mánuði, endurtaka eftir 18-24 mánuði Fylgjast þarf með hnút sem er grunsamlegastur Y F I R L I T S G R E I N B. Grisjóttir hnútar Stærð Gerð hnúts <6 mm (<100 mm3) >6 mm (>100 mm3) Athugasemdir Stakur Hélulíkur (ground glass) Þarfnast ekki eftirlits TS eftir 6-12 mánuði og eftirfylgni á tveggja ára fresti í 5 ár Ef sterkir áhættuþættir og hnútur <6 mm, má endurtaka eftir 2 og 4 ár Þéttur að hluta Þarfnast ekki eftirlits TS eftir 3-6 mánuði. Ef óbreytt og þéttir hlutar haldast <6 mm, þá gera árlega TS í 5 ár Hnútar sem haldast óbreyttir >6 mm eru grunsamlegir Margir TS eftir 3-6 mánuði. Íhuga að endurtaka eftir 2 og 4 ár TS eftir 3-6 mánuði. Eftirfylgni ræðst af grunsamlegasta hnúti Margir hnútar <6 mm eru yfirleitt góðkynja en má fylgja eftir ef margir áhættuþættir Skammstafanir: TS: tölvusneiðmynd, JS: jáeindaskanni ATH: þessar ráðleggingar eiga ekki við í skimun fyrir lungnakrabbameini, sjúklinga á ónæmisbælandi meðferð eða sjúklinga með þekkt krabbamein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.