Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 43
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 43 ustufyrirtæki. Það kostar okkur stórfé að tryggja persónuvernd og einfaldir hlutir eins og þrif á húsnæðinu kosta líka sitt,“ segir hann. „Svo eru frávik eins og viðbætur á loft- ræstingu og allir lausir innanstokksmun- ir, bekkir, stólar, skrifborð og nýjar tölvur í húsið. Einnig merkingar utanhúss og er þá langt frá að allt sé með talið.“ En hafði samningsleysi sérfræðilækna við ríkið hamlandi áhrif á ákvörðun þeirra um að færa sig í nýtt húsnæði? „Nei, við höfðum í raun ekkert val og ákváðum því að láta vaða. Annaðhvort var að gera þetta eða hætta þjónustunni. Það hefði aldrei gengið upp. Um kvöld og helgar skoðum við 12.000 börn á árs- grundvelli og fáum 35.000 heimsóknir á ári á dagvinnutíma. Þetta er umfangsmik- il starfsemi,“ segir Viðar. „Við erum hóflega bjartsýn á að það takist að semja við ríkið með nýjan heil- brigðisráðherra á vellinum enda er þessi þjónusta hagkvæm fyrir ríkið.“ Vilja fleiri barnalækna til starfa Viðar segir að barnalæknar hafi í lengstu lög vonast til þess að Domus Medica yrði ekki lokað. „Það sem fór fyrst og fremst með Domus Medica var ónóg nýliðun í sumum sérgreinunum. Það er alveg klárt. Hópar sem áður töldu kannski 10- 12 lækna voru orðnir fáliðaðir. Það var því ómögulegt að halda starfsemi Domus Medica áfram,“ segir Viðar sem ætlar ekki að falla í þann pytt enda ekki skortur á nýliðun í stétt barnalæknanna. „Við sækjumst eftir því að fá unga barnalækna til starfa,“ segir hann. „Við finnum að ásóknin í þjónustuna vex og við þekkjum reksturinn vel. Það hefur aldrei brugðist að nánast fullbókað er frá fyrsta degi þegar nýr læknir hefur komið til okkar. Það hefur alltaf verið þannig.“ En eruð þið ekki stolt af þessu skrefi? „Jú, við erum mjög ánægð að hafa tekið þetta skref og höfum fulla trú á að þetta muni ganga í sátt við samfélagið og yfirvöld.“ Þjónustan verður opin alla daga ársins. Stofustarfsemi frá 8-17 og vakt- þjónusta frá 17-22 virka daga og frá 11-15. um helgar og helgidaga. „Þjónusta okkar byggist á að að- gengi fyrir fólk sé gott. Allt verður á sama staðnum,“ segir Viðar fullur eftir- væntingar. „Fólk getur komið hingað og hitt barnalækna með nánast hvaða undir- sérgrein sem er og almenna barnalækna, sem við erum reyndar öll líka. Hitt háls-, nef- og eyrnalækni og farið í blóð- og þvagrannsóknir. Svo er röntgen í húsinu og lyfsala. Við erum því í mjög góðum málum.“ Viðar Örn Eðvarðsson í hálfkláraðri læknamiðstöðinni þann 8. desember þegar tæpur mánuður var í komu fyrstu skjólstæðinganna á nýjan stað. Mynd/gag V I Ð T A L „Við höfum verið í Domus í rétt rúman aldarfjórðung. Við vitum hvað það þýðir að vera öll á sama stað. Það þýðir að fólk lærir að þekkja hvar þjónustuna er að fá. Við höfum aldrei haft áhyggjur af innbyrðis samkeppni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.