Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Síða 43

Læknablaðið - 01.01.2022, Síða 43
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 43 ustufyrirtæki. Það kostar okkur stórfé að tryggja persónuvernd og einfaldir hlutir eins og þrif á húsnæðinu kosta líka sitt,“ segir hann. „Svo eru frávik eins og viðbætur á loft- ræstingu og allir lausir innanstokksmun- ir, bekkir, stólar, skrifborð og nýjar tölvur í húsið. Einnig merkingar utanhúss og er þá langt frá að allt sé með talið.“ En hafði samningsleysi sérfræðilækna við ríkið hamlandi áhrif á ákvörðun þeirra um að færa sig í nýtt húsnæði? „Nei, við höfðum í raun ekkert val og ákváðum því að láta vaða. Annaðhvort var að gera þetta eða hætta þjónustunni. Það hefði aldrei gengið upp. Um kvöld og helgar skoðum við 12.000 börn á árs- grundvelli og fáum 35.000 heimsóknir á ári á dagvinnutíma. Þetta er umfangsmik- il starfsemi,“ segir Viðar. „Við erum hóflega bjartsýn á að það takist að semja við ríkið með nýjan heil- brigðisráðherra á vellinum enda er þessi þjónusta hagkvæm fyrir ríkið.“ Vilja fleiri barnalækna til starfa Viðar segir að barnalæknar hafi í lengstu lög vonast til þess að Domus Medica yrði ekki lokað. „Það sem fór fyrst og fremst með Domus Medica var ónóg nýliðun í sumum sérgreinunum. Það er alveg klárt. Hópar sem áður töldu kannski 10- 12 lækna voru orðnir fáliðaðir. Það var því ómögulegt að halda starfsemi Domus Medica áfram,“ segir Viðar sem ætlar ekki að falla í þann pytt enda ekki skortur á nýliðun í stétt barnalæknanna. „Við sækjumst eftir því að fá unga barnalækna til starfa,“ segir hann. „Við finnum að ásóknin í þjónustuna vex og við þekkjum reksturinn vel. Það hefur aldrei brugðist að nánast fullbókað er frá fyrsta degi þegar nýr læknir hefur komið til okkar. Það hefur alltaf verið þannig.“ En eruð þið ekki stolt af þessu skrefi? „Jú, við erum mjög ánægð að hafa tekið þetta skref og höfum fulla trú á að þetta muni ganga í sátt við samfélagið og yfirvöld.“ Þjónustan verður opin alla daga ársins. Stofustarfsemi frá 8-17 og vakt- þjónusta frá 17-22 virka daga og frá 11-15. um helgar og helgidaga. „Þjónusta okkar byggist á að að- gengi fyrir fólk sé gott. Allt verður á sama staðnum,“ segir Viðar fullur eftir- væntingar. „Fólk getur komið hingað og hitt barnalækna með nánast hvaða undir- sérgrein sem er og almenna barnalækna, sem við erum reyndar öll líka. Hitt háls-, nef- og eyrnalækni og farið í blóð- og þvagrannsóknir. Svo er röntgen í húsinu og lyfsala. Við erum því í mjög góðum málum.“ Viðar Örn Eðvarðsson í hálfkláraðri læknamiðstöðinni þann 8. desember þegar tæpur mánuður var í komu fyrstu skjólstæðinganna á nýjan stað. Mynd/gag V I Ð T A L „Við höfum verið í Domus í rétt rúman aldarfjórðung. Við vitum hvað það þýðir að vera öll á sama stað. Það þýðir að fólk lærir að þekkja hvar þjónustuna er að fá. Við höfum aldrei haft áhyggjur af innbyrðis samkeppni.“

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.