Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 40
40 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 aggresson), þar sem konur eru sífellt minntar á kynferði sitt á mismunandi hátt, hafi áhrif á það hvort konur í lækna- stétt hafi sig í frammi; sækist eftir stjórn- unarstörfum,“ segir hún. „Þetta einskorðast ekki við læknastétt, en ef konur eru sífellt minntar á að róa sig aðeins, bíða eftir að komi að þeim, eru þær ólíklegri til að stíga fram og segja frá frábærum hugmyndum sínum, rannsóknarpælingum og krefjast styrkja og stöðu. Okkur langar að lyfta þessari pælingu og ræða hvað við getum gert. Einnig benda á hvaða hegðun viðheldur kynjamisréttinu.“ Þær benda á að breyta megi vinnu- staðamenningu með þjálfunarbúðum á vinnustöðum. „Kenna þarf fólki í stjórn unarstöðum að þekkja kynjamis- rétti,“ segir Sunna. Þar byrji vandinn. „Kynbundið ofbeldi, óviðeigandi mynd- sendingar og að þau í valdastöðu nýti sér aðstöðumun gagnvart samstarfsfólki sínu, er ekki sprottið úr tómi.“ Menning skapi aðstæðurnar. „Gerandi hefur alist upp í samfélaginu. Hann hefur horft á yfirmenn sína tala á ákveðinn hátt til kvenkyns læknanema“ að þær séu að taka stéttina yfir, hvað þær séu sætar og svo framvegis. Þetta tengist allt og þessu þarf að breyta.“ Kastljósið á vanda til langs tíma En hefur kynferðisleg áreitni í læknastétt aukist? „Nei,“ eru þær allar sammála um. „Þetta er bara alls staðar í þjóðfélaginu óháð status, menntun, vinnustöðum,“ segir Ólöf. Nú hafi fókus verið settur á vanda sem hafi grasserað í þögn. En er þá ljóst að umræða um kynjamis- rétti sé „spari“-umræða, umræða án gagn- legra aðgerða? „Já, er það ekki. Við sjáum þegar mál fara af stað að hvorki Landspít- ali né Háskóli Íslands, sem hafa sett sér flottar verklagsreglur, bregðast rétt við,“ segir Sunna. Ólöf segir stöðuna hafa sýnt að ekki sé nóg að efsta lag stjórnenda viti hvernig taka eigi á málum þegar þau skili sér aldrei þangað, séu stoppuð af á lægri stigum. „Þú átt að fá vinnufrið og vinnuveit- andinn ber ábyrgð á öryggi starfsmanna sinna. Það þýðir ekki að horfa á það að einhver sé svo mikilvægur starfsmaður að ekki sé hægt að ræða málið við hann. Ég tel að margir stjórnendur veigri sér við að eiga samtöl sem þessi. Þeim finnist það svo óþægilegt,“ segir Ólöf. „Allir deildarstjórar, yfirlæknar og yfirmenn innan stofnunarinnar þyrftu á fræðslu að halda til að geta unnið rétt úr þessum málum. Hlutverk mannauðs- deildarinnar ætti að vera að styðja við stjórnendur til að bregðast við þessari ómenningu.“ Mannauðsdeild Landspítala á ekki, þótt stór sé, að finna upp hjólið. Þetta segir Sunna Snædal, formaður vísindasiðanefndar og meðlimur í aðgerðahópi Kvenna í læknastétt. „Mannauðsdeildin á að líta til þeirra sem gera vel, hvort sem er utan landsteinanna eða innan, og fá utanaðkomandi aðila til að vinna ábendingar og málin fyrir sig,“ segir hún. „Það hefur sýnt sig í svo mörgum málum hérna, ekki aðeins kynbundnu of- beldi heldur öðrum líka, að þótt Landspítali sé stór vinnustaður er samfélagið lítið. Þetta er fólk sem hefur lært saman, unnið saman, verið í ábyrgðarstöðum saman í áratugi. Það er erfitt að ætla að stíga fast til jarðar og setja vini og kunn- ingja til hliðar á meðan rannsókn stendur yfir. Ákveða hver sé hæfur og hver ekki.“ Hún segir fáa ef nokkurn telja hlutverkið stjórnendum auðvelt. „Þótt við fáum forstjóra sem er utanaðkomandi er framkvæmdastjórnin og sviðsstjórnirnar persónulega tengt fólk. Ofan á það bætist smæð þjóðfélagsins. Fólk þekkist, er skylt, gift inn í fjölskyldu hvers annars og allavega. Við eigum að hætta að spóla í því fari.“ Hún bendir á að síðan #MeToo fór af stað hafi þekking vaxið hjá ráðgjöfum. „Við eigum að nýta okkur það.“ V I Ð T A L Persónuleg tengsl flækist fyrir ákvörðunum innan Landspítala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.