Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 14
R A N N S Ó K N 14 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 mörgum greiningaraðferðum og ekki í öllum tilfellum sú besta. Athuga þarf að ekki eru allir sem mælast með of hátt ferritín í blóði arfhreinir fyrir stökkbreytingar sem valda arfgengri járnofhleðslu. Breytingarnar sem um ræðir eru algengar í samfélögum N-Evrópu og því ekki óalgengt að arfblendnir einstaklingar mælist með of hátt ferritín í blóði.8 Í grein Favoloro kemur fram að nýtni erfða- rannsókna á stökkbreytingum tengdum bláæðasegatilhneigingu (F5: G1691A og F2: G20210A) sé í kringum 10% á árunum eftir 2010.9 Munur á tengslum þessara sjúkdóma við erfðaráðgjöf Landspítala gæti útskýrst með því að viðeigandi erfðapróf eru hluti af stærri uppvinnslu sjúklings hjá viðeigandi sérfræðingum. Tíðni ákveðinna erfðaprófa er lægri hér á landi en annars staðar. Það helgast af algengi ákveðinna landnemabreytinga í ís- lensku þýði. Þannig er slímseigjusjúkdómur töluvert sjaldgæfari hér á landi en í Evrópu og vöðvaspennuvisnun, sem var algeng- asta ástæða fyrir erfðaprófi á eftir krabbameinum, er töluvert algengari.10,11 Mögulega mun það hlutfall breytast með auknum fjölda greininga og auknum fjölda innflytjenda á Íslandi. Ástæður fyrir erfðaráðgjöf (að krabbameinum undanskildum) virtist vera nokkuð jafndreifðar með tilliti til sjúkdómahópa (mynd 3). Þetta er áhugavert í ljósi þess að deildin er lítil og þjónustar fjöl- breyttan sjúklingahóp. Nýtni fjölgenarannsókna vegna krabba- meina (n=396) var nokkuð lægri (20%) en vegna annarra sjúkdóma (40%). Einnig var munur á hversu oft niðurstaðan óþekkt klínísk þýðing fékkst. Í fjölgenarannsóknum vegna krabbameina var hlut- fallið 56%, en 23% í fjölgenarannsóknum vegna annarra sjúkdóma. Talsvert hefur verið skrifað um áhrif erfðabrigða með óþekkta klíníska þýðingu, bæði á greiningarferlið og fyrir sjúklinga.1 Erfðabrigði með óþekkta klíníska þýðingu geta oft flækt hvern- ig ráðþegi skilur niðurstöðu erfðarannsóknar og geta þau verið misskilin sem meinvaldandi.12 Erfðaráðgjöf Landspítala tekur á móti sjúklingum eftir tilvísun frá heilbrigðisstarfsfólki en einnig er sjálfsvísun í boði. Viðtöl fara fram ýmist í síma, myndsíma eða á göngudeild. Aðgengi að þjónustunni hefur jafnan verið gott og biðlistar stuttir. Í ljósi þess hve há nýtnin er fyrir ákveðna sjúk- dómahópa má áætla að fleiri gætu átt erindi í erfðaráðgjöf. Kostir sóknum (3%) voru ekki aðgengilegar í þeim gagnagrunnum sem notaðir voru við rannsóknina. Algengast var að prófað væri fyrir landnemastökkbreytingum í BRCA1- og BRCA2-genum (n=1725, 72%). Raðgreiningar á stökum genum voru 181 yfir tímabilið. Þar af skiluðu 83 (46%) jákvæðri niðurstöðu og 98 skiluðu neikvæðri niðurstöðu (54%) Á árunum 2014-2015 voru fjölgenarannsóknir teknar í notkun sem hluti af erfðauppvinnslu, mest vegna krabbameina en einnig vegna annarra sjúkdóma. Í kjölfarið voru tákn- og heilerfðamengis- rannsóknir teknar í notkun. Á mynd 4 má sjá samantekt á niður- stöðum þeirra rannsókna. 491 fjölgenarannsókn var framkvæmd á tímabilinu, 378 (77%) vegna krabbameina og 113 (23%) vegna annarra sjúkdóma. Nýtni fjölgenarannsókna tengdra arf gengum krabbameinum reyndist helmingi minni (20%) borið sam an við aðr- ar fjölgenarannsóknir (40%) sem framkvæmdar voru yfir tímabilið. Nýtni tákn- og heilerfðamengisrannsókna var 46%. Gögn fengust um 88 slíkar rannsóknir, 53 (60%, nýtni = 40%) táknraðgreiningar og 35 (40%, nýtni = 52%) heilerfðamengisrannsóknir. Niðurstöður með óljósa klíníska þýðingu fengust í 56% tilfella í fjölgenarann- sóknum vegna krabbameina, 23% tilfella hjá öðrum fjölgenarann- sóknum og í 8% tilfella hjá tákn- og heilerfðamengisrannsóknum. Samkvæmt gögnum frá litningarannsóknarstofu Landspít- ala fyrir tímabilið voru 475 örflögugreiningar gerðar. Í 34% til- fella var um að ræða eintakabreytingar (Copy number variations) á erfðaefni (n=161). Slíkar breytingar leiða oft til örbrottfalls- og örtvöföldunarheilkenna en 16 slík tilfelli greindust í gegnum erfðaráðgjöf Landspítala á tímabilinu. Umræður Vegna þeirra skilyrða sem sett voru í upphafi rannsóknar er ljóst að þau náðu ekki að öllu leyti yfir raunverulegan fjölda einstak- linga sem komu í erfðaráðgjöf á tímabilinu. Einnig má nefna að um afturskyggna rannsókn var að ræða og upplýsingar því aðeins jafn góðar og fyrirliggjandi gögn. Í sumum tilfellum vantaði færslur. Einnig var ekki ljóst að alltaf væru skráð nöfn þeirra ættingja sem fylgdu ráðþegum í viðtöl og höfðu ekki bein tengsl við sjúkdóm en gagn af erfðaráðgjöfinni engu að síður. Einnig endurspegla gögn- in aðeins hluta þeirra sem fengu erfðaráðgjöf í gegnum síma. Mikil aukning átti sér stað í erfðaráðgjöf á árunum 2012-2017. Mest varð aukningin milli 2012 og 2013 en þá fjölgaði komum um 59%. Þessi mikla aukning skýrist að hluta af þeim fjölda fólks sem leitaði sér erfðaráðgjafar eftir að leikkonan Angelina Jolie birti bréf í New York Times þar sem hún lýsti reynslu sinni af því að bera meinvaldandi breytingu í BRCA1-geni.6 Þá var aukningin minnst milli áranna 2013 og 2014, eða um 3%. Auknum fjölda koma fylgir aukin þörf á þjónustu og þeirri þörf hefur verið mætt, einkum með innleiðingu nýrra rannsókna og fjölgunar starfsfólks. Þegar ástæður fyrir rannsókn voru skoðaðar kom í ljós að nokkur áherslumunur var vegna þeirra sem fóru í erfðaráðgjöf og erfðarannsókn í kjölfarið og þeirra sem fóru í erfðarannsókn án aðkomu erfðaráðgjafar ESD. Það kemur ekki á óvart að algengustu sjúkdómarnir sem sent var í rannsókn fyrir án aðkomu erfðaráð- gjafar Landspítala eru í flestum tilvikum meðhöndlanlegir og um einstaklinga undir eftirliti sérfræðinga að ræða. Á það sérstaklega við í tilviki sjúkdóma eins og arfgengrar járnofhleðslu og bláæða- segatilhneigingar. Hafa ber í huga að erfðarannsóknir eru ein af Mynd 4. Sýnir tölulegar upplýsingar um niðurstöður og nýtni fjölgenarannsókna vegna arfgengra krabbameina í samanburði við fjölgenarannsóknir vegna annarra sjúkdóma og tákn- og heilerfðamengisrannsókna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.