Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 18
18 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 Greindum tilfellum fjölgaði í skimunarhópi og 5 ára lifun batnaði, en dánartíðni hélst hins vegar óbreytt. Á síðustu áratugum hefur verið efnt til stórra framskyggnra samstarfsverkefna í Bandaríkj- unum og Evrópu. Fyrstu rannsóknir á skimun með tölvusneið- myndum (TS) voru gerðar í Japan og fyrsta alþjóðlega rannsóknin benti til þess að unnt væri að finna um 80% lungnakrabbameina á byrjunarstigi.8,9 Þessar rannsóknir voru hins vegar ekki slemb- aðar og það rýrði gildi niðurstaðnanna. Á árunum 2005-2009 var stærsta rannsókn á TS-skimun fyrir lungnakrabbameini til þessa framkvæmd á vegum bandarísku röntgenlæknasamtakanna. Þar var 53.000 reykingamönnum/konum skipt í tvo slembihópa þar sem annar hópurinn var skimaður árlega með TS og hinn með röntgenmyndum. Rannsóknin sýndi 20,4% lækkun á dánartíðni vegna lungnakrabbameins í TS-hópnum (p<0,004).7 Skimunar- rannsóknir með TS hafa einnig farið fram í Evrópu. Stærst þeirra er hollensk-belgíska NELSON-rannsóknin þar sem 15.822 þátt- takendum var skipt í skimunarhóp með TS sem fylgt var eftir í 6,5 ár og í viðmiðunarhóp án skimunar. Niðurstöður NELSON-rann- sóknarinnar sýndu marktæka lækkun á dánartíðni sem reyndist meiri hjá konum en körlum, eða 36% lækkun borið saman við 26% hjá körlum.10,11 Ýmis vandamál geta þó tengst skimun, eins og óþarfa geislun á brjóst og brjóstholslíffæri, auk þess getur skimun valdið streitu og kvíða.7,11,12 Lungnakrabbamein greinist aðeins í 0,5-1% TS- rannsókna og falsk-jákvæðar rannsóknir eru algengar.7, 11 Kostir skimunar hafa þó víða verið taldir vega þyngra en vankantar og í Bandaríkjunum hefur skimun fyrir lungnakrabbameini með TS verið tekin inn í klínískar leiðbeiningar13 sem heilbrigðisyfirvöld mæla með. Í Evrópu var lengi beðið eftir niðurstöðum NELSON- rannsóknarinnar, en ýmis samtök, þar á meðal bresku lungna- læknasamtökin, hafa mælt með skimun áhættuhópa og birt ítar- legar klínískar leiðbeiningar um gagnsemi skimunar.13,14 Fyllilega er tímabært að tekin verði upp umræða á Íslandi um skimun fyrir lungnakrabbameini, en áhugi er fyrir hendi á hinum Norður- löndunum.15 Slík starfsemi krefst mannafla og undirbúnings en ætla má að á Íslandi sé nú þegar til staðar nauðsynlegur tækja- búnaður og sjúkrahúsaðstaða. Þá gæti þekking á faraldsfræði og erfðum lungnakrabbameins hérlendis skapað okkur sérstöðu við skipulagningu skimunar fyrir lungnakrabbameini.16 Vefjaflokkun og sameindameinafræði Til að vefjagreina lungnaæxli er fengið úr því sýni, oftast í berkju- speglun eða með ástungu í gegnum brjóstvegg. Sýnið er skoðað í smásjá, gerðar eru á því mótefnalitanir og í völdum tilfellum sam- eindafræðilegar mælingar. Niðurstöður þessara rannsókna eru forsenda ráðlegginga um viðeigandi meðferð. Vefjaflokkun og mótefnalitanir Lungnakrabbamein eru flokkuð í tvo vefjaflokka eftir smásjárút- liti, annars vegar smáfrumukrabbamein (SCLC), sem eru um 15% æxlanna, og hins vegar lungnakrabbamein af öðrum vefjagerð- um (NSCLC) (84%) (mynd 1). Af síðarnefnda flokknum er kirtil- krabbamein (adenocarcinoma) og flöguþekjukrabbamein (squamous cell carcinoma) langalgengust en aðrar vefjagerðir sjaldgæfari (<2%). Með fullkomnari mótefnalitunum er mögulegt að flokka æxlin betur og það hefur leitt til þess að hlutfall illa þroskaðra meina Mynd 1. Fjórar helstu vefjagerðir lungnakrabbameins. a. Smáfrumukrabba- mein. Þéttar breiður smárra æxlisfrumna vaxa án mynsturs. Kjarnalitarefni er þétt, einsleitt og kjarnakorn sjást naumast eða ekki. b. Flöguþekjukrabbamein. Æxlisfrumur mynda hornefni og tengjast millifrumubrúm. c. Kirtilmyndandi krabbamein. Stórar æxlisfrumur með áberandi kjarnakorn mynda kirtilholrými. d. Stórfrumukrabbamein. Stórar æxlisfrumur vaxa í breiðum án sérhæfingar í átt til flögu- eða kirtilþekju. a. b. c. d. Y F I R L I T S G R E I N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.