Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 42
42 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 „Skemmtilegur litur hérna,“ segir Viðar Örn Eðvarðsson, ritari í stjórn Dom- us barnalækna og klappar á fölgræna Læknablaðslitinn sem settur hefur verið á valda veggi á gangi og stofum húsnæðis- ins að Urðarhvarfi 8 í Kópavogi. Starfsem- in verður í alls 750 fermetrum, á 5. hæð í A-álmu hússins. Félagið er sjálfseignar- félag læknanna sem þar starfa og með Viðari eru Ólafur Gísli Jónsson stjórnar- formaður og Gylfi Óskarsson gjaldkeri í forsvari. „Hér verða 35 barnalæknar, fjórir háls-, nef- og eyrnalæknar og barnaskurðlæknir. Svo verður hérna Sameind rannsóknar- stofa á um það bil 40 fermetrum með blóð- og þvagrannsóknir. Við erum hérna með liðlega 40 lækna og rými fyrir allt að 50.“ Viðar hefur fylgst með framkvæmdun- um og viðurkennir að það hafi tekið meiri tíma en hann hugði í fyrstu. En tími er af- stæður. Það var fyrst í lok maí í þessu ári sem barnalæknar vissu að loka ætti Dom- us Medica. Þeir yrðu að færa sig um set. „Þetta var alls ekki það sem við áttum von á að við þyrftum að gera. Við fréttum fyrirvaralaust af því að Domus Medica myndi hætta útleigu læknastofa og hætta rekstri um áramótin.“ Þau hófu umsvifa- „Þetta er ótrúlegt. Hér var ekkert í byrjun september en verður tilbúið fyrir jól,“ segir Viðar Örn Eðvarðsson, barnalæknir. Hann stekkur á undan blaðamanni um glænýja læknastöð barnalæknanna sem áður voru í Domus Medica í miðbænum en eru nú Domus barnalæknar í Urðarhvarfi ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Hátt í 40 barnalæknar undir sama þaki í Urðarhvarfi V I Ð T A L laust leit að nýju húsnæði og skrifuðu undir samning við ÞG verktaka í júlí. Allir barnalæknarnir með „Við vissum að bæklunarlæknarnir væru hérna í Urðarhvarfi og líkaði vel. Við veltum þremur fjórum öðrum stöðum fyrir okkur en leist best á þetta. Það hefur reynst farsæl ákvörðun því verktakarnir hafa staðið sig 100% og skilað öllu á rétt- um tíma,“ segir hann innan um iðnaðar- mennina sem liggja í gólfinu að laga lista, tengja ofna, sparsla afgreiðsluborðið og mála veggi. Gler sem afmarkar skrifstofur og hleypir birtunni inn er að mestu komið upp. „Er það ekki Pétur, það verður allt klárt?“ kallar hann upp til verkstjóra ÞG verktaka sem skilar húsnæðinu fullinn- réttuðu til útleigu. „Þetta er ekkert mál þótt þetta sé rosalegt mál. Maður verður bara að hafa rétta hugarfarið,“ segir Viðar við blaðamann og verkstjórann sem bros- ir og svarar. „Já, já, maður leggur aldrei af stað í svona verkefni nema með því hugarfari að klára.“ Allir barnalæknar Domus Medica fara í Urðarhvarf og fleiri hafa bæst í hópinn. „Við höfum verið í Domus í rétt rúman aldarfjórðung. Við vitum hvað það þýðir að vera öll á sama stað. Það þýðir að fólk lærir að þekkja hvar þjónustuna er að fá. Við höfum aldrei haft áhyggjur af inn- byrðis samkeppni. Við vitum að eftir því sem fleiri læknar starfa hjá okkur, þeim mun betri þjónustu getum við veitt og það er mikilvægt að veita góða og örugga þjónustu.“ Viðar segir að í þessu mikla pestarfári sem hafi gengið að undanförnu sé á mörk- unum að barnalæknarnir nái að sinna öllum sem óska eftir viðtali. „Það er alveg nýtt fyrir okkur.“ Hóflega bjartsýn á samning En kostnaðarhliðin, setur hún barnalækna á hliðina? „Þetta er náttúrulega mjög dýrt,“ svarar hann án þess að láta mikið uppi. „Barnalæknaþjónustan í Domus hefur á 25 árum lagt til hliðar með þetta í huga. Ráðdeild í rekstri skilar okkur því að geta stigið þetta skref.“ Viðar lýsir því að þótt húsnæðið sé leigt fullinnréttað, sé kostnaður við nýja stöð umtalsverður. „Við kaupum sjúkra- skrárkerfi, hýsingu á gögnum og þjónustu við tölvubúnað. Við þurfum að huga að öryggismálum og vinna með öryggisþjón-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.