Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 53
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 53 B R É F T I L B L A Ð S I N S Margt dynur á Landspítala um þessar mundir og heimsfaraldur setur alla hefð- bundna starfsemi úr skorðum. Reksturinn var þó ekki vandræðalaus fyrir og í raun man ég ekki eftir að hann hafi verið í lagi þá áratugi sem ég hef unnið á stofn- uninni. Af því að mér er annt um það mikilvæga starf sem þar er unnið, vaknar spurningin: „Hvað er til ráða?“ Um miðjan áttunda áratuginn vann ég nokkur sumur í fiskvinnslu og við togveiðar frá Vestmannaeyjum. Þetta var fyrir daga kvótakerfisins og höfnin var full af trollbátum. Allir kepptust við að veiða sem mest og iðulega var land- burður af fiski. Bryggjan fyrir framan Fiskiðjuna fylltist af fiski þegar hæst stóð í stönginni. Vinnslulínan lá frá móttökunni inn í vélasalinn, gegnum flakasnyrtingu, pökkun og loks í tækin þar sem afurðin var hraðfryst. Aflinn hjá bátunum var ísaður í lausar stíur og það sem fyrst kom í trollið var orðið að graut við löndun. Mikil virðing var borin fyrir aflamagni en minni fyrir einstaka fiski. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú má sjá í fiskveiðum og vinnslu gríðarlega framför þar sem áhersla er lögð á sérhvert flak. Markið sett á aðferð, skilvirkni, verð og gæði. Ég tel að glettilega stóran hluta verk- efna Landspítalans megi skilgreina sem framleiðslu og þess vegna líkja við starfsemi sjávarútvegsfyrirtækis – og ég tel að það viðhorf geti verið hjálplegt. Hráefni þess síðarnefnda er meðhöndlað þannig að það skemmist ekki í meðförum og stefnt á að koma því út í verðmæt- ara ástandi en við var tekið. Sjúklingar leita til sjúkrahússins í sama tilgangi en Hvað er sjúkrahús? Eiríkur Jónsson þvagfæraskurðlæknir eirikjon@landspitali.is virðisaukinn mælist í betri líðan, virkni eða lengra lífi. Samlíking sjúkrahúss við sjávarútvegsfyrirtæki og sjúklinga við hráefni hljómar kannski óviðeigandi og á hugsanlega við um skurðlækningar um- fram aðrar sérgreinar. Ef grannt er skoðað á hún þó við hjá fleirum. Mér dettur til dæmis í hug inngrip röntgen-, hjarta- og meltingarlækna og umfangsmikla dag- og göngudeildastarfsemi krabbameins-, gigtar- og blóðsjúkdómalækna. Slík hug- myndafræði á kannski ekki við um alla meðferð en ég bendi þó á að sjúklingur sem leggst inn vegna þunglyndis og sjálfsvígshugmynda er settur í fjölþætta meðferð og gæslu sem hugsanlega má skilgreina sem vandasamt vinnsluferli. Þá er kennsluhlutverk spítalans gríðar- lega mikilvægt, hvar nemendur læra rétta aðferð og rétt handtök. Vísindastörf eru svo krúnudjásn starfseminnar. Markmið sjúkrahússins á fyrst og fremst að vera lausn fjölbreytilegra og flókinna verkefna frekar en að setja fram- leiðslumet í þeim einfaldari. Það er ekki öllum ljóst hversu flókin verkefni eru leyst á Landspítala og telst til undantekninga ef sjúklingar eru sendir til annarra landa. Það telst afrek í sjálfu sér fyrir ekki fjöl- mennara samfélag og er ein haldbesta staðfesting á sjálfstæði þjóðarinnar. Vel má flytja verkefni frá Landspítala á aðrar sjúkrastofnanir á höfuðborgar- svæðinu eða út á land. Ég sé ekkert að því að læknar Landspítala stundi sjúklinga á öðrum stofnunum og þess vegna sem starfsmenn spítalans. Þau verkefni sem ekki tilheyra Landspítala þarf með öllum ráðum að halda utan þess. Sjúkrahúsið getur til dæmis aldrei haldið uppi eðli- legum afköstum ef það á einnig að vera hjúkrunar- eða dvalarheimili. Það er ein ástæða þess glundroða sem ríkir nú. Heimsfaraldur hefur sannanlega aukið hressilega á upplagið en afhjúpar þó eldra vandamál. Fiskiðjan hafði vinnslulínu og það er auðvelt að koma auga á slíka í skurðlækn- ingum þó svo hún sé einnig greinileg hjá öðrum sérgreinum. Göngudeild, dagdeild, legudeild, skurðstofa, vöknun, gjörgæsla og sjúkrahótel raða sér til dæmis þannig upp. Sé línan tekin úr sambandi eða flæðið tregðast er öll vinnsla og afköst í uppnámi. Á Covid-tímum hrekkur svo keðjan endanlega af hjólinu þegar þetta 80 milljarða fyrirtæki snýr sér til einnar áttar. Einn sér ekki fram úr verkefnum á meðan annar situr verklaus. Eftir því sem árin líða verður þetta vinnsluhlutverk sjúkrahússins mér hugstæðara og finnst sem augu margra hvarfli frá þeirri einföldu staðreynd. Þrátt fyrir að víða sjáist frábært framlag einstaklinga og eininga, sjá starfsmenn sig ekki endilega hafa framleiðsluhlutverki að gegna, hvað þá sem hlekk í virðiskeðju. Sakna þá hins vökula auga frystihúsverk- stjórans sem gekk um húsið og umturnað- ist ef útaf bar. Eitt og annað gæti Landspítali lært af reynslu sjávarútvegsins og hvernig sú grein komst á betri stað, til dæmis með því að líta á ákveðin viðfangsefni sín sem framleiðslu. Hana tel ég kjarnann í erindi sjúkrahússins og standi maður frammi fyrir vali á milli kosta skal alltaf spyrja: „Hvað er gott fyrir framleiðsluna?“ Góð framleiðsla býr til gott sjúkrahús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.