Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 17
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 17 Inngangur Á Íslandi greinast í kringum 170 einstaklingar með lungna- krabbamein ár hvert og eru flestir í kringum sjötugt við grein- ingu.1,2 Reykingar eru langveigamesta orsök lungnakrabbameins en mikið hefur áunnist í reykingaforvörnum síðastliðna áratugi hér á landi. Ýmis eiturefni í umhverfi geta einnig aukið áhættu á lungnakrabbameini, til dæmis asbest og mengun frá umferð,3 enda þótt óljóst sé hversu sterkir þeir áhættuþættir eru hérlendis. Nýgengi sjúkdómsins hefur farið lækkandi síðasta áratug hjá báð- um kynjum, sem skýrist aðallega af minni reykingum.4 Dánartíðni af völdum lungnakrabbameins fer minnkandi, en er engu að síður hæst allra krabbameina hérlendis og leggur um 130 einstaklinga að velli árlega.1 Lífshorfur sjúklinga hafa batnað og í dag má gera ráð fyrir að í kringum 20% þeirra séu á lífi 5 árum eftir greiningu, sem er ívið hærra en í mörgum nágrannalöndum okkar.5 Ein helsta áskorunin í meðferð lungnakrabbameins er hversu margir sjúk- lingar greinast með meinvörp í miðmætiseitlum eða í fjarlægum líffærum en þá kemur læknandi skurðaðgerð ekki til greina. Við útbreiddum sjúkdómi er í staðinn beitt krabbameinslyfja- og/eða geislameðferð. Á slík meðferð við hjá næstum öllum sem grein- ast með smáfrumukrabbamein (small cell lung carcinoma, SCLC) en Á G R I P Lungnakrabbamein er annað algengasta krabbameinið á Íslandi hjá konum og þriðja hjá körlum. Þótt hægt hafi á nýgengi sjúkdómsins á undanförnum árum dregur ekkert krabbamein fleiri Íslendinga til dauða. Einkenni lungnakrabbameins geta verið staðbundin en eru oftar almenns eðlis og á það stóran þátt í hversu margir sjúklingar greinast með útbreiddan sjúkdóm. Á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í grein- ingu og meðferð lungnakrabbameins. Tilkoma jáeindaskanna og berkju- ómspeglunar hafa bætt stigun sjúkdómsins og gert meðferð markvissari. Lungnaskurðaðgerðir með brjóstholssjá hafa stytt legutíma og fækkað fylgikvillum, auk þess sem nýjungar í geislameðferð nýtast betur sjúk- lingum sem ekki er treyst í skurðaðgerð. Mestar nýjungar hafa þó orðið í lyfjameðferð útbreidds lungnakrabbameins. Þar hafa öflug líftæknilyf komið til sögunnar sem gera kleift að klæðskerasauma meðferðina út frá mælingum á stökkbreytingum og lífmörkum í æxlunum. Loks hafa nýlegar skimunarrannsóknir með lágskammta tölvusneiðmyndum sýnt marktæka lækkun á dánartíðni. Hér eru helstu nýjungar í greiningu og meðferð lungnakrabbameins reifaðar með hliðsjón af þeim framförum sem orðið hafa og er sérstaklega vísað til íslenskra rannsókna. Nýjungar í greiningu og meðferð lungnakrabbameins Hrönn Harðardóttir1 Steinn Jónsson1,2 Örvar Gunnarsson3 Bylgja Hilmarsdóttir4 Jurate Ásmundsson4 Ingibjörg Guðmundsdóttir4 Vaka Ýr Sævarsdóttir3 Sif Hansdóttir1,2 Pétur Hannesson1,5 Tómas Guðbjartsson1,6 Höfundar eru öll læknar nema Bylgja sem er frumulíffræðingur. 1Lungnalækningum Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3krabbameinslækningum, 4rannsóknarstofu í meinafræði, 5röntgendeild, 6hjarta- og lungnaskurðlækningum Landspítala. Fyrirspurnum svarar Hrönn Harðardóttir, hronnh@landspitali.is þau eru í kringum 15% lungnakrabbameina, og hjá tveimur þriðju sjúklinga með önnur lungnakrabbamein (non-small cell lung carcin- oma, NSCLC). Þessi yfirlitsgrein er skrifuð með breiðan hóp lækna í huga en einnig aðra heilbrigðisstarfsmenn og nema í heilbrigðisvísindum. Hún er töluvert breytt frá eldri yfirlitsgrein um lungnakrabbamein sem birtist 2008 í Læknablaðinu,6 og er nú aðallega fjallað um nýj- ungar í greiningu og meðferð. Textinn byggist á nýjustu heimild- um sem fundust á PubMed, MEDLINE og í heimildaskrám nýlegra yfirlitsgreina, auk þess sem vísað er sérstaklega til íslenskra rann- sókna. Snemmgreining og skimun Lengi hefur verið ljóst að árangur í meðferð lungnakrabbameins er bestur þegar sjúkdómurinn greinist snemma og unnt er að beita skurðaðgerð til lækningar. Því hefur verið áleitin spurning hvort snemmgreining áhættuhópa með skimun gæti bætt horfur verulega. Fyrstu skimunarrannsóknir með röntgenmyndum og frumurannsóknum á hráka á 8. áratug síðustu aldar sýndu ekki fram á lækkun á dánartíðni borið saman við venjulegt eftirlit.7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.