Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 37
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 37 Undanfarin ár hef ég velt ýmsu fyrir mér varðandi starfsumhverfi lækna á Íslandi. Við fluttum heim 2014 eftir 7 ára dvöl í Svíþjóð. Ég var reynslunni ríkari eftir að hafa byggt upp og rekið heilsugæslu í Gautaborg ásamt öðru góðu fólki, en kerfisbreytingar gengu þar í gegn 2009. Það var spennandi að flytja heim og fara aftur að starfa í íslenskri heilbrigðisþjón- ustu. Ég starfaði fyrstu árin sem fram- kvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Það sló mig fljót- lega eftir heimkomu hve mikil uppsöfnuð óánægja var til staðar hjá kollegum mín- um hér, sem leiddi meðal annars af sér verkföll árið á eftir. Vissulega hafa síðan náðst kjarabætur en starfsumhverfi lækna hér á landi veldur mér og öðrum læknum áhyggjum. Eftir heimkomu vann ég að því að koma á breyttu kerfi í heilsugæslunni eftir fyrirmynd kerfisins í Gautaborg. Nýtt fjármögnunar- og gæðakerfi var tekið í notkun á höfuðborgarsvæðinu 2017. Það ár tóku tvær nýjar heilsugæslu- stöðvar til starfa, Heilsugæslan Höfða og Heilsugæslan Urðarhvarfi, sem eru báðar sjálfstætt starfandi. Hugmyndafræðin að baki þessu kerfi var meðal annars að gæta rekstrarlegs jafnræðis og búa til fjölbreytt- ara starfsumhverfi fyrir heilsugæsluna. Frá árinu 2017 hefur orðið töluverð efl- ing innan heilsugæslunnar. Á sama tíma hefur þó verið reynt af hálfu stjórnvalda að vinna gegn þessum breytingum með ýmiss konar mismunun milli heilsugæslu- Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A L Í Starfsumhverfi lækna á Íslandi Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir eigin skoðanir en ekki félagsins. heimilislæknir og MBA, framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar Lágmúla, starfandi formaður Læknafélags Íslands oddur@hglagmuli.is Oddur Steinarsson stöðva, eftir rekstrarfyrirkomulagi. Ekki hefur enn verið brugðist við alvarlegum ábendingum Samkeppniseftirlitsins þar að lútandi, sem sendar voru heilbrigð- isráðuneytinu 2017. Þvert á móti voru sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar og Læknavaktin sniðgengnar þegar kom að þakklætisvotti til starfsfólks í heilbrigðis- þjónustu fyrir frammistöðu í COVID sem veittur var sumarið 2020. Svona vinnubrögð varðandi mismunun gagnvart rekstrarformum í heilbrigðis- þjónustu get ég fullyrt að hefðu aldrei verið liðin í Svíþjóð. Þar er mun meira eft- irlit með heilbrigðisþjónustunni og meiri agi í stjórnsýslunni. Þar hefur Samkeppn- iseftirlitið einnig formlegt eftirlit með allri framkvæmd. Á Íslandi vantar skýrari skilgreiningar á því hver á að gera hvað. Verkefni fara á milli þegar starfsemi hættir á einum stað og annar þarf að taka við þeim verkefn- um, oft án þess að nokkurt samtal hafi átt sér stað. Þar af leiðandi fylgir ekki fjármagn slíkum verkefnatilfærslum. Slíkt getur haft neikvæð áhrif á aðra starfsemi þeirrar einingar sem þarf að bæta á sig verkefnum. Vinnuálag eykst því verkefnin þarf að leysa. Það ásamt oft á tíðum ófullnægjandi vinnuaðstöðu eykur líkur á því að mis- tök geti orðið. Þá virðist nú meiri harka í málsmeðferð kvörtunarmála gagnvart heilbrigðisstarfsfólki. Sem dæmi má nefna dómsmál gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítala fyrir nokkrum árum. Í nýlegri rannsókn varðandi lækna í Noregi kemur fram að heimilislæknar eru í 8 sinnum meiri hættu á að fá áminningu eða verða sviptir starfsleyfi miðað við sjúkrahús- lækna og héraðslæknar í 20-faldri áhættu. Því er mikilvægt að skoða hvernig yfir- völd vilja taka á slíkum málum hér. Ef ætíð á að grípa til hörðustu úrræða gagn- vart heilbrigðisstarfsfólki, ef eitthvað fer úrskeiðis, er hætta á að við munum missa lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn úr starfi. Kostnaður eykst og álag á kerfið annars staðar eykst, þar sem tilvísanir til dæmis á bráðamóttökur aukast. Gott eftirlit er þó nauðsynlegt. Í því felst bætt heilbrigðiskerfi og aukið öryggi sjúklinga. Mikilvægt er að við vinnum að því að bæta áðurnefnd atriði í okkar samfé- lagi. Þannig munum við geta byggt upp heilbrigðiskerfið hér og laðað heim gott heilbrigðisstarfsfólk að loknu námi er- lendis. Við erum í alþjóðlegri samkeppni um starfskrafta heilbrigðisstarfsmanna og þurfum að geta boðið upp á gott starfs- umhverfi til að viðhalda góðri heilbrigð- isþjónustu. Það að fá unga sérfræðilækna aftur heim að loknu sérnámi hefur verið ein meginástæða þess að við höfum átt heilbrigðiskerfi eins og best gerist. Það þarf þó áfram að hlúa að því. Við erum að vinna í því að bæta húsnæðismálin víða, bæði á Landspítala og í heilsugæslunni, en gleymum ekki mannauðnum. Fyrir hönd stjórnar Læknafélags Ís- lands óska ég félagsmönnum og fjölskyld- um þeirra farsældar á komandi ári! LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS - MAIN LOGO + 100 YEARS ANNIVERSARY LOGO FAL Árni Johnsen Þórdís Þorkelsdóttir FÍH Margrét Ólafía Tómasdóttir FSL Theódór Skúli Sigurðsson Guðrún Dóra Bjarnadóttir LR Guðmundur Örn Guðmundsson Ingibjörg KristjánsdóttirOddur Steinarsson starfandi formaður Stjórn Læknafélags Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.