Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 22
22 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 kirtilfrumukrabbamein eða forstig krabbameins (carcinoma in situ). Þess vegna er ráðlagt að fylgja hélubreytingum eftir lengi, eða í allt að 5 ár.28 Jáeindaskanni (JS, jáeindasneiðmynd: PET/CT) er myndrann- sókn sem notar sporefni (FDG) sem sýnir brennslu sykurs í frum- um, og er gagnleg til að meta hvort hnútur í lungum sé ill- eða góðkynja (mynd 2c og d). JS er ekki áreiðanleg rannsókn við mat á hnútum undir 8 mm á stærð og nýtist sömuleiðis illa við mat á hélubreytingum.31 Fyrir stærri þétta hnúta er hún hins vegar áreið- anleg rannsókn og er jákvætt og neikvætt forspárgildi um 90%.31 Staðbundnar bólgubreytingar geta gefið falsk-jákvæðar niðurstöð- ur á JS, en lítil æxli eða íferðir með lítilli efnaskiptavirkni, eins og kirtilfrumukrabbamein í formi hélubreytinga og krabbalíki, geta gefið falskt neikvætt svar.31 Yfirleitt er mælt með sýnatöku úr hnút- um sem taka upp sporefni á JS til að staðfesta að um krabbamein sé að ræða.31 Á næstu árum má gera ráð fyrir að gervigreind verði í auknum mæli nýtt til að bæta myndgreiningu illkynja hnúta32 en einnig í meina- og ónæmisfræðirannsóknum lungnakrabba- meins.33 Rannsóknir til stigunar Lungnakrabbamein sem ekki er af smáfrumugerð er stigað sam- kvæmt TNM-stigunarkerfi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.34 Kallast það klínísk stigun (cTNM) þegar eingöngu er byggt á Tafla III. TNM-stigun lungnakrabbameins (af ekki smáfrumugerð), 8. útgáfa.34 TNM­þættir T: Frumæxli Tx Frumæxli finnst ekki eða krabbameinsfrumur greinast í hrákasýni eða berkjuskoli án þess að frumæxli sé sjáanlegt við myndrannsóknir eða berkjuspeglun T0 Frumæxli finnst ekki Tis Forstig krabbameins (carcinoma in situ) T1 Æxli ≤ 3 cm í mesta þvermáli umlukið lunga eða lungnafleiðru án vaxtar inn í aðalberkju T1a (mi) Lítið æxli (minimally invasive adenocarcinoma) T1a Æxli ≤1 cm í mesta þvermál T1b Æxli >1 cm en ≤2 cm í mesta þvermál T1c Æxli >2 cm en ≤3 cm í mesta þvermál T2 Æxli >3 cm en ≤5 cm eða æxli sem: - vex inn í aðalberkju óháð fjarlægð frá berkjukili (main carina) og vex ekki inn í hann eða - vex inn í lungnafleiðru (pleura visceralis) eða - veldur samfalli á lunga eða lungnabólgu vegna lokunar berkju sem tekur yfir hluta lunga eða allt lunga að lungnaporti T2a Æxli >3 cm en ≤4 cm í mesta þvermál T2b Æxli >4 cm en ≤5 cm í mesta þvermál T3 Æxli >5 cm en ≤7 cm í mesta þvermál eða aðskilinn hnútur/hnútar í sama lungnablaði og frumæxlið eða æxlisvöxtur í: brjóstvegg, þindartaug eða gollurshúsi T4 Æxli >7 cm í mesta þvermál eða aðskilinn hnútur/hnútar í öðru en samhliða lungnablaði og frumæxlið eða æxlisvöxtur inn í þind, miðmæti, hjarta, stórar æðar í miðmæti, barka, raddbandataug (recurrent laryngeal nerve), vélinda, hryggjarbol eða berkjukjöl N: Meinvörp til miðmætiseitla Nx Ekki er hægt að meta hvort meinvörp til miðmætiseitla séu til staðar N0 Engin meinvörp í miðmætiseitlum N1 Meinvörp eða beinn æxlisvöxtur í eitla í lungnaporti sömu megin og frumæxli N2 Meinvörp í miðmætiseitlum sömu megin miðlínu og frumæxli ásamt meinvörpum í eitlum undir berkjukili (subcarinal lymph nodes) N3 Meinvörp í miðmætiseitlum, lungnaporti og hálseitlum (scalene, supraclavicular lymph nodes) hinum megin við miðlínu miðað við frumæxli M: Fjarmeinvörp M0 Engin fjarmeinvörp M1 Fjarmeinvörp til staðar M1a Aðskilinn hnútur/hnútar í hinu lunganu miðað við frumæxli; æxlisvöxtur í fleiðru eða gollurshúsi eða illkynja frumur í fleiðru- eða gollurshússvökva M1b Stakt meinvarp utan brjóstkassa M1c Mörg meinvörp utan brjóstkassa í einu eða fleiri líffærum TNM-stig T N M Dulið krabbamein TX N0 M0 0 Tis N0 M0 IA1 T1mi N0 M0 T1a N0 M0 IA2 T1b N0 M0 IA3 T1c N0 M0 IB T2a N0 M0 IIA T2b N0 M0 IIB T1a N1 M0 T1b N1 M0 T1c N1 M0 T2a N1 M0 T2b N1 M0 T3 N0 M0 IIIA T1a N2 M0 T1b N2 M0 T1c N2 M0 T2a N2 M0 T2b N2 M0 T3 N1 M0 T4 N0 M0 T4 N1 M0 IIIB T1a N3 M0 T1b N3 M0 T1c N3 M0 T2a N3 M0 T2b N3 M0 T3 N2 M0 T4 N2 M0 IIIC T3 N3 M0 T4 N3 M0 IVA Öll T stig Öll N stig M1a Öll T stig Öll N stig M1b IVB Öll T stig Öll N stig M1c Y F I R L I T S G R E I N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.