Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.05.2022, Page 13

Læknablaðið - 01.05.2022, Page 13
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 233 R A N N S Ó K N starfsemi fyrir aðgerð. Mynd 1 sýnir skiptingu sjúklinga í hópa eftir gaukulsíunarhraða fyrir aðgerð með KDIGO-stigun til hlið- sjónar, en 1871 (81,3%) voru í viðmiðunarhópi, 296 (12,9%) í GSH 45-59 hópi, 92 (4,0%) í GSH 30-44 hópi og 41 (1,8%) í GSH <30 hópi. Í töflu I eru bakgrunnsþættir GSH-hópanna bornir saman. Sjúk- lingar með skerta nýrnastarfsemi reyndust marktækt eldri, oftar konur og EuroSCORE II hærra (10,3 í hópi 3 á móti 1,9 í viðmiðun- arhópi) og hækkaði það með lægri gaukulsíunarhraða (p<0,001). Þessir sjúklingar voru einnig með útbreiddari kransæðasjúkdóm, oftar með vinstri höfuðstofnsþrengsl og höfðu meiri einkenni frá hjarta en sjúklingar í viðmiðunarhópi. Sést það meðal annars á hlutfalli sjúklinga í CCS-flokki 4 sem jókst með lækkandi gaukulsí- unarhraða, (p<0,001). Útfallsbrot vinstri slegils reyndist einnig lækka með lækkandi gaukulsíunarhraða og blóðrauði var mark- tækt lægri hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi, eða 120 g/L að meðaltali borið saman við miðað við 142 g/L í viðmiðunarhópi. Tafla I. Samanburður á bakgrunnsþáttum milli gaukulsíunarhraðahópa (GSH) (ml/mín/1,73m2). Fjöldi (%) eða meðaltal ± staðalfrávik (SD). Allir (n=2300) Viðmið* (n=1871) GSH 45-59 (n=296) GSH 30-44 (n=92) GSH <30 (n=41) P-gildi Kyn (karlkyn) 1898 (82,5) 1594 (85,2) 215 (72,6) 59 (64,1) 30 (73,2) <0,001 Aldur 66,5 ± 9,3 65,4 ± 9,2 71,0 ± 7,3 73,6 ± 8,3 71,4 ± 10,8 <0,001 Líkamsþyngdarstuðull (kg/m2) 28,4 ± 4,5 28,4 ± 4,4 28,5 ± 4,8 28,4 ± 4,2 28,1 ± 5,8 0,978 EuroSCORE II 2,5 ± 3,4 1,9 ± 2,3 4,0 ± 5,0 5,7 ± 5,1 10,3 ± 8,7 <0,001 CCS-flokkur 4 931 (40,5) 738 (39,4) 124 (41,9) 43 (46,7) 26 (63,4) 0,009 NYHA-flokkur 4 401 (17,4) 298 (15,9) 67 (22,6) 17 (18,5) 19 (46,3) <0,001 Nýlegt hjartaáfalla 564 (24,5) 429 (22,9) 91 (30,8) 28 (30,4) 16 (39,0) 0,002 Langvinn lungnateppa 170 (7,4) 115 (6,2) 41 (13,9) 8 (8,7) 6 (14,6) <0,001 Takttruflanir 262 (11,4) 183 (9,8) 58 (19,7) 15 (16,3) 6 (14,6) <0,001 Hjartabilun 190 (8,3) 118 (6,3) 48 (16,3) 11 (12,0) 13 (31,7) <0,001 Lokusjúkdómur 86 (3,7) 52 (2,8) 19 (6,4) 6 (6,5) 9 (22,0) <0,001 Saga um kransæðavíkkunb 544 (23,7) 439 (23,5) 70 (23,7) 22 (23,9) 13 (31,7) 0,679 Útfallsbrot vinstri slegils <0,001 >50% 1442 (64,7) 1216 (67,0) 167 (58,0) 42 (48,3) 17 (42,5) >30% og ≤50% 670 (30,1) 518 (28,6) 95 (33,0) 39 (44,8) 18 (45,0) ≤30% 117 (5,2) 80 (4,4) 26 (9,0) 6 (6,9) 5 (12,5) Þriggja æða sjúkdómur 1861 (80,9) 1495 (79,9) 253 (85,5) 78 (84,8) 35 (85,4) 0,084 Vinstri höfuðstofnsþrengsli 964 (41,9) 772 (41,3) 122 (41,2) 43 (46,7) 27 (65,9) 0,012 Blóðrauði fyrir aðgerð 140,7 ± 15,3 142,5 ± 13,8 136,2 ± 17,1 127,1 ± 21,2 119,8 ± 15,0 <0,001 *Viðmiðunarhópur: GSH ≥60 ml/mín/1,73m2. aNýlegt hjartaáfall var skilgreint sem hjartaáfall innan 90 daga fyrir aðgerð. bKransæðavíkkun með eða án stoðnets. Mynd 1. Skipting sjúklingahópsins (n=2300) í fjóra hópa eftir gaukulsíunarhraða (mL/ mín/1,73m2). Viðmiðunarhópur: GSH ≥60 mL/ mín/1,73m2.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.