Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.2022, Qupperneq 24

Læknablaðið - 01.05.2022, Qupperneq 24
244 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þurfum óháða nefnd atvika í heilbrigðiskerfinu Skipa á óháða nefnd atvika í heilbrigðiskerfinu, áþekka og rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þetta segir Theódór Skúli Sigurðsson, formaður Félags sjúkrahúslækna. Undir það taka Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, og Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala Þau segja öll að ekki þurfi aðeins að skipa óháða nefnd heldur sé einnig mikilvægt að setja á laggirnar sjálfstætt embætti umboðsmanns sjúklinga, til að halda utan um þessi mál og styðja almennilega við sjúklinga og aðstandendur. Theódór hélt utan um málþing um réttarstöðu heilbrigð- isstarfsmanna í síbreytilegu lagaumhverfi á Læknadögum. „Ég myndi vilja að aðkoma lögreglu yrði engin á frumstigum alvarlegra atvika og aðeins ef fullvissa fæst um að málin eigi heima þar,“ segir Theódór við Læknablaðið en ítrekar að hafi heilbrigðisstarfsmað- ur af ásetningi unnið sjúklingi skaða sé það alltaf lögreglumál. Undir þetta taka Steinunn og Ólafur einnig en hann sat í starfshópi sem skilaði skýrslu um úrbætur vegna alvarlegra atvika í heilbrigðisþjón- ustu í september 2015. Theódór opnaði sig á Læknadögum um líðan sína við andlát lítils drengs sem veiktist alvarlega í kjölfar hlaupabólu í Lundi í Svíþjóð. „Hann deyr í höndunum á mér þegar ég er að undirbúa hann fárveikan fyrir aðbúnaði starfsmanna og því að læknar hér á landi fái tækifæri til að læra af reynsl- unni. Þeir eigi ekki að þurfa að óttast mál- sókn og persónulega ábyrgð, verði kerfis- læg mistök í þjónustunni. „Það er til skammar að skýrsla um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu sem kom fram fyrir 7 árum sé ekki komin lengra í kerfinu og fyrst núna verið að skipa starfshóp um að taka málið lengra,“ segir hann. Hann væntir þess að breytingar verði gerðar sem haldi utan um heilbrigðisstarfs- manninn þannig að upplýsingaöflunin hverju sinni verði nýtt til að bæta öryggi sjúklinga en ekki notuð gegn starfsmann- inum. Ef starfsmenn treysti þessu, komi uppspretta mistakanna upp á yfirborðið. „Þá getum við fyrirbyggt atvikin og aukið öryggi sjúklinga. Þá geta sjúklingar og aðstandendur fengið að vita hvað gerð- ist og starfsmenn viðurkennt ef eitthvað fer úrskeiðis. Mér finnst skipta öllu máli að fólk geti dregið lærdóm af mistökum sínum.“ Theódór Skúli hélt utan um málþing um réttarstöðu heilbrigðisstarfsmanna í síbreytilegu lagaumhverfi á Læknadögum. öndunarvél,“ segir hann. Mikil töf hafi orðið á réttri meðferð af ótta við hlaupa- bólusmit innan Barnaspítalans, og skýrst hafi við rótargreiningu á málinu að enginn sinnti barninu almennilega þá 20 klukku- tíma sem það hafði verið á spítalanum en tugir streymt að þegar endurlífgun hófst. „Ég var ónýtur eftir að endurlífgun- in tókst ekki. Þrjátíu manns streyma úr stofunni og eftir stend ég, aftengi barnið úr öndunarvélinni og rétti foreldrunum.“ Andlátið hafi verið mikið áfall og enn meira þegar hann áttaði sig á að fólk vissi af kerfislægum brestum í aðstöðunni innan spítalans. Foreldrarnir hafi ekki ásakað hann enda séð að allt hafi verið reynt á þessari 20. stundu sem barnið var á spítal- anum og hjá honum. „Verkferlar á þessum spítala eru nú allt aðrir þegar barn kemur inn með hlaupa- bólu og sýklasótt,“ segir hann og lýsir því hvernig Barnaspítalanum í Lundi hafi verið breytt í kjölfarið. „Á þessum tímapunkti ákvað ég að verða betri læknir,“ segir Theódór og að það geri hann með því að berjast fyrir betri Ráð Theódórs • Skráið alltaf allt niður í sjúkraskrá, fari eitthvað úrskeiðis • Upplýsið sjúkling/aðstandendur strax augliti til auglitis • Mætið aldrei í viðtal strax eftir óvænt atvik • Mætið aldrei ein í viðtal eftir óvænt atvik • Ekki fara beint úr alvarlegu atviki í að sinna næsta sjúklingi – þú þarft að ná áttum

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.