Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.05.2022, Page 31

Læknablaðið - 01.05.2022, Page 31
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 251 lækna um bætt heilbrigðiskerfi. Undir- skriftirnar voru afhentar yfirvöldum á sól- ríkum degi í júní í fyrra. „Ég var ekki vinsælastur í Skaftahlíð eða stjórnarráðinu,“ segir hann. „Svo gerðist eitthvað. Storminn lægði og allt datt í logn. Mér leið eins og misheppnaðri sögupersónu Cervantes. Lenti eins og Don Kíkóti í tilvistarkreppu. Allar vindmyllur fallnar. Forstjóri farinn, ráðherra farinn, breytingar í Læknafélaginu og allt í einu gat ég hugsað um mig á mínum forsend- um.“ Fimm ára áætlunin hans hafi skotið upp kollinum. „Ég gat metið hvar ég stóð, hverju ég hefði komið í verk og ég varð fyrir svo miklum vonbrigðum. Mér fannst ég hafa brugðist litlu sjúklingunum mínum að koma þjónustunni fyrir þá ekki á legg og þegar ég tók þetta upp fannst mér ekki á mig hlustað. Ég fór að hugsa: Af hverju er ég á Landspítala ef ég get ekki sinnt börnunum sem ég brenn fyrir og vil sinna almennilega?“ Þótt reynslu hans hafi vant- að á Íslandi, hafi hún ekki verið nýtt sem skyldi. Þriðja kynslóð á spítalanum „Mér fannst ég hafa lent á vegg. Ég endur- skoðaði val mitt. Ég er þriðja kynslóð heilbrigðisstarfsmanna á Landspítala. Ætla ég að vera þar, eins og ég hélt alltaf að ég yrði, eða er kominn tími til þess að ég prófi eitthvað nýtt?“ Afi hans, Theódór Skúlason, hjarta- og innkirtlalæknir, kom úr læknanámi frá Danmörku með bátnum Frekjunni í seinni heimsstyrjöldinni árið 1940. Mamma hans, Auður Ingibjörg Theodórs, var meinatækn- ir í Blóðbankanum og pabbi hans, Sigurður Helgi Björnsson, forstöðumaður launa- og starfsmannamála spítalans um árabil. „Báðir foreldrar mínir voru miklir unnendur spítalans,“ segir hann. „Ég er stofnanabarn í húð og hár. Kom í heiminn á Landspítala með keisara. Var á leikskóla spítalans og hef unnið flest störf sem hægt er að vinna á Landspítala; allt frá því að skúra og sjá um umönnun sjúklinga, vinna með pípulagningamönnum, rafvirkjum og smiðum við niðurbrot og uppsetningu legudeilda og skurðstofa, jafnvel ein jólin við eldamennsku í eldhúsinu. Svo á end- anum læknir eins og ég ákvað snemma.“ V I Ð T A L Theódór Skúli er kominn á fullt eftir þriggja mánaða veikindaleyfi. Hann stefndi í kulnun vegna álagsins og varð að rétta kúrsinn til að geta haldið áfram. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.