Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2022, Síða 37

Læknablaðið - 01.05.2022, Síða 37
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 257 B R É F T I L B L A Ð S I N S „Er læknir í salnum?“ Jósep Ó. Blöndal MD, Dipl. MDT, fyrrum sjúkrahúslæknir St. Franciskusspítala í Stykkishólmi Sagan segir að við frumsýningu á „The Doctor‘s Dilemma“ hafi höfundurinn, Bernard Shaw, risið úr sæti sínu fremst í salnum og hrópað: „Is there a doctor in the house?“ Maður stóð upp aftast í saln- um: „Yes, I‘m a doctor“. „How do you like the play, doctor?“ Þessi saga kom mér í hug er ég sótti Dag sjúkraþjálfunar 2019, en ég hef verið fastagestur undanfarin mörg ár. Í þetta sinn voru mættir 330 sjúkraþjálfarar – og svo yðar einlægur. Fleiri voru læknarnir ekki. Sama var uppi á teningnum í af- mælisfagnaði Sjúkraþjálfunarskorar fyrir nokkrum árum – þar var ég einnig eini læknirinn. Þá vakti það einnig athygli mína á framangreindum Degi að í alllangri ræðu sem Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hélt, minntist hún ekki einu orði á samstarf við aðrar heilbrigðis- stéttir eða teymisvinnu yfirleitt. Sjálfur starfaði ég í teymi háls- og bak- deildar Franciskusspítala í Stykkishólmi með 5-7 sjúkraþjálfurum ásamt öðru fagfólki um 27 ára skeið og sannfærðist um ágæti þeirrar nálgunar, einkum í greiningu og meðferð bak- og hálsverkja. Samvinna okkar teymisfélaganna reyndist farsæl, og að dæma af tveimur úttektum á starfseminni, er tveggja vikna prógramm deildarinnar að reynast sjúklingunum afar vel. Sjálfur lærði ég mikið af sjúkra- þjálfurunum og öðru samstarfsfólki, en umfram allt gerði ég mér ljóst mikilvægi þess að virkja hin ýmsu sjónarhorn, þegar erfið vandamál eins og langvinnir verkir eru annars vegar. Stoðkerfisfræðin/orthopaedic med- icine, sem James Cyriax í London lagði grunn að og fagstéttirnar vinna enn eftir, á enn langt í land, og gildir það jafnt um læknisfræði sem sjúkraþjálfun. Cyriax lagði mikla áherzlu á að læknum og sjúkraþjálfurum væri kennt saman, en því miður hefur verið mikill brestur á því. Þetta var reyndar gert á árlegum nám- skeiðum, sem teymið á háls- og bakdeild Franciskus spítala hélt á 10. áratugnum með brezkum kennurum og var að allra dómi gott módel og hefði gjarnan mátt verða fastur liður. Á meðan ég var enn fyrirlesari fyrir sjúkraþjálfunarnema við HÍ lagði ég eitt sinn til á fundi skorarinn- ar, að mun meira yrði gert af því að kenna þessum tveimur stúdentahópum saman. Í starfi mínu, allt frá því ég tók próf í fræðunum í London 1989, hef ég líklega metið og átt þátt í greiningu og með- höndlun 7000-8000 einstaklinga með bak- og hálsvandamál, og ekki komizt hjá því að kynnast þeim vinnubrögðum, sem ríkjandi eru á landinu í greiningu og meðferð stoðkerfisvandamála almennt, en einkum bak- og hálsverkja, hjá heimilis- læknum, sérfræðingum, sjúkraþjálfurum, kírópraktorum, osteopötum og öðrum stéttum. Þar hefur mér fundizt áberandi skortur á samstarfi og samskiptum fag- stétta. Mér hefur þótt dálítið dapurlegt að sjá tilvísanir til sjúkraþjálfara frá læknum, þar sem undir „Fyrirmæli um meðferð“ stendur: „Hentug meðferð að mati sjúkra- þjálfara“. En þeim er reyndar vorkunn, enda er kennsla í þessum fræðum afar takmörkuð í læknadeild, og stundum hvarflar að manni að ef til vill væri skyn- samlegast að sleppa tilvísunum og gefa fólki kost á að fara í ríkara mæli til sjúkra- þjálfara án þeirra, en þetta fyrirkomulag er reyndar til staðar víða erlendis. Hinar ýmsu fagstéttir búa við mis- munandi menntun, þjálfun, sjónarhorn og nálganir, en það er auðvitað grunnskylda okkar allra að einbeita okkur að hag sjúk- lingsins, en láta ekki kreddur, hagsmuni og faglegt orðspor fagstétta eða einka- hagsmuni ráða því hvað gert er og hvað ekki. Þar getur samvinna/teymisvinna skipt sköpum. Margt er hægt að gera til að bæta þetta ástand, en hér verða ekki taldir upp þeir fjölmörgu möguleikar sem nýta mætti til úrbóta, sjúklingum og samfélaginu öllu til bóta. Gott væri að fulltrúar sjúkraþjálfara og lækna kæmu saman og reyndu að finna flöt á betri og nánari samvinnu bæði sín á milli og við aðrar fagstéttir, ef til vill í samráði við Sjúkratryggingar Íslands, Embætti landlæknis, Háskóla Íslands og aðrar fræðslustofnanir. Það er von mín að þetta greinarkorn verði til þess að vekja umræðu um þessi mál. Að vinna hver í sínu horni er ekki líklegt til að bæta ástandið. Með beztu kveðjum, Jósep Ó. Blöndal

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.