Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.05.2022, Page 40

Læknablaðið - 01.05.2022, Page 40
260 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 Síðustu tilfellin af miltisbrandi – seinni hluti Davíð Gíslason ofnæmislæknir davidgis@simnet.is Klukkan var orðin fimm og síminn lokað- ur. Þar sem ég hélt á tólinu í hendinni og vissi ekki hvað ég ætti að taka til bragðs, heyrði ég yndislega rödd símastúlkunnar á línunni. „Ég heyrði samtalið við land- lækni“, sagði rödd, „og nú ert þú aldeilis í slæmri klípu. Ég skal halda símanum opnum þar til landlæknir hringir aftur,“ sagði hún. Ég bað hana að hringja fyrir mig í manninn, sem tók við sýnunum í Kaupfélaginu. Ég vissi ekki hvað hann hét en lýsti honum fyrir henni. Meðan ég beið hringdi dyrabjallan. Þegar ég fór til dyra stóð gamall skólafé- lagi minn frá Núpi utan við dyrnar. Hann sagðist eiga heima í Hveragerði og hafði frétt að ég væri kominn í plássið. Ég vísaði honum inn í stofuna og sagðist ekki hafa tíma til að tala við hann eins og á stæði. Nú hringdi síminn og þar var kominn maðurinn úr Kaupfélaginu. Hann sagði mér að hann hefði skilað pökkunum til bílstjórans austan úr sveitum og gaf mér upp símanúmer þessa manns. Sá svaraði um hæl og sagðist hafa skilað pökkunum á bílastöðina í Reykjavík og gaf mér upp símanúmerið þar. Sá sem hafði verið á vaktinni, þegar pakkarnir komu var í fríi, en ég fékk símanúmerið heima hjá honum og hann svaraði um hæl. Hann mundi vel eftir þessum pökkum og gaf mér síma- númer sendilsins sem hafði farið með þá á pósthúsið. Einnig hann svaraði um hæl og kvaðst hafa farið með pakkana á pósthús- ið. Lengra yrði ekki komist þessa leiðina. Arinbjörn svarar í símann Nú verð ég að hringja í Arinbjörn hugsaði ég. Ég fann símanúmerið heima hjá hon- um og nú hringdi síminn lengi. Ég hélt tólinu í sveittum lófa og tautaði í hugan- um: „Arinbjörn svaraðu, Arinbjörn svar- aðu.“ Loksins heyrðist karlmannsrödd í símanum. Þetta var Arinbjörn. „Mikið er ég þakklátur að þú skyldir svara“, sagði ég, og sagði honum svo alla sólarsöguna. „Við hjónin vorum að fara í afmælis- veislu“, sagði hann, „og ég var kominn út fyrir húshornið þegar ég heyrði símann hringja, því glugginn var opinn.“ „Ég skal nú gera það fyrir þig að fara upp á Bar- ónsstíg og líta á sýnin.“ Ég andaði léttar og fór að hugsa um lánið sem var yfir mér, að allir þessir menn skyldu svara í símann þegar mér lá svona mikið á. Klukkan var sex. Síminn hringdi og símastúlkan sagði: „Nú eru tveir menn í símanum, annar heitir Sigurður og hinn Arinbjörn, við hvorn viltu tala á undan.“ Svarið var einfalt. Arinbjörn var inni á rannsóknarstofunni og búinn að skoða öll sýnin fjögur. Ég þakkaði honum kær- lega fyrir og talaði svo við landlækni, sem áreiðanlega var feginn að málið var úr sögunni. „Jæja, nú er þér líklega létt,“ sagði stúlkan í símanum. Ég þakkaði henni eins innilega og ég gat gegnum símann, lagðist svo fram á skrifborðið, dró djúpt andann og blés frá mér spennunni sem hlaðist hafði upp síðustu klukku- stundina. Framliðnir hjálpa til Allt í einu mundi ég eftir gestinum inni í stofunni. Ég þaut inn til hans og baðst afsökunar á þessari löngu bið. Hann hafði setið þarna yfir klukkutíma og var hinn rólegasti og sagðist vita að ég hefði verið í vanda staddur. „Hér inni hefur verið fullt af framliðnu fólki,“ sagði hann, „sem hef- Ö L D U N G A D E I L D I N Framhald frá síðasta tölublaði Konurnar á símstöðinni í Vestmannaeyjum við símaskiptiborðið. Símameyjar gegndu lykilhlutverki: læknar, lög- fræðingar, prestar, smiðir, kóngar, kennarar, og fleira. Myndina tók Bragi Guðmundsson ljósmyndari á Vísi í september 1963. Ljósmyndasafn Reykjavíkur.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.