Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.05.2022, Page 42

Læknablaðið - 01.05.2022, Page 42
262 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 B R É F T I L B L A Ð S I N S Uppfærður gagnagrunnur um faraldsfræði krabbameina á Norðurlöndunum – NORDCAN 2.0 Helgi Birgisson, Elínborg J. Ólafsdóttir, Laufey Tryggvadóttir rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins Norrænu krabbameinsskrárnar hefa lengi unnið náið saman í Samtökum norrænna krabbameinsskráa (Association of Nordic Cancer Registries, ANCR; www.ancr.nu/). Árið 2002 kom út fyrsta útgáfa þeirra af NORDCAN sem er gagnagrunnur og for- ritapakki. Með honum varð bylting í að- gengi að upplýsingum um nýgengi, dánartíðni og aðra þætti tengda faralds- fræði krabbameina á Norðurlöndunum. NORDCAN varð aðgengilegur með netút- gáfu árið 2007 og á síðasta ári var grunnurinn endurforritaður og viðmót uppfært og kallast útgáfan NORDCAN 2.0. Norska krabbameinsskráin stýrir nú daglegum rekstri NORDCAN gagna- grunnsins en Danir höfðu sinnt honum frá upphafi, verkefnið er fjármagnað af Samtökum norrænna krabbameinsfélaga (Nordic Cancer Union) og Alþjóða- krabbameinssamtökin (IARC) sjá um for- ritun. Fyrir hönd Íslands sinnir Elínborg J. Ólafsdóttir sérfræðingur hjá Rann- sókna- og skráningarsetri Krabbameins- félagsins gagnagrunninum. Með NORDCAN 2.0 er notendum gert auðvelt að skoða nýgengi, algengi, dánar- tíðni og lífshorfur sjúklinga með krabba- mein og gera samanburð milli landa (mynd 1) eða mismunandi krabbameina (mynd 2) á yfir 60 ára tímabili. Einnig er hægt að skoða líkur á því hvert nýgengi og dánartíðni krabbameina verður í framtíðinni og skoða aldurssam- setningu þjóðanna. Þegar línuritin eru gerð er unnt að jafna tilviljunarsveiflur með því að velja „Smoothing” undir „Options” og er sú aðferð notuð í meðfylgjandi myndum (LOESS regression algorithm (bandwidth: 0.2). Tilviljanasveiflur eru áberandi í ís- lenskum tölum vegna þess hve þýðið er lítið. Gagnagrunnurinn er mikið notaður af þeim sem vilja fá faraldsfræðilegar upplýsingar um krabbamein. Með þessu bréfi viljum við vekja athygli á uppfærslu gagnagrunnsins og minna á hversu mikilvægur hann er fyrir okkur á Íslandi. Með NORDCAN 2.0 gefst einstakt verkfæri til þess að fylgjast með þróun í faraldsfræði krabbameina, árangri meðferðar, nákvæmni skráningar og til þess að geta borið okkur saman við önnur lönd. Mynd 1. Aldursstaðlað (norrænn staðall) nýgengi allra krabbameina í körlum á Norðurlöndunum á hverja 100.000 íbúa. Nýgengið hefur lækkað mest hjá íslenskum körlum síðastliðinn áratug sem skýrist meðal annars af lækkun nýgengis blöðruhálskirtils- og lungnakrabbameina. Mynd 2. Aldursstöðluð (norrænn staðall) dánartíðni valinna krabbameina í meltingarvegi kvenna á Íslandi á hverja 100.000 íbúa. Dánartíðni magakrabbameins hefur lækkað mikið vegna breytinga á mataræði og upprætingar á Helicobacter pylori. Dánartíðni ristil- og enda- þarmskrabbameins hefur ekki breyst þrátt fyrir framþróun í meðferð og skýrist af aukningu í nýgengi. Vefslóð: https://nordcan.iarc.fr/en Ristill Nýru Magi Vélinda

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.