Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Síða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Síða 4
4 – Sjómannablaðið Víkingur Þessi fyrrverandi skipstjóri sem varð að hætta sjó- mennskunni vegna bakveikinda sneri sér eftir að í land var komið að allt öðru starfi. Hann fór að vinna í stjórn FFSÍ árið 1995 og var fulltrúi Verðandi í Lífeyrissjóði Vest- mannaeyja frá 1995. Dóri tók sæti í stjórn Verðandi árið 1998 sem gjaldkeri. Á þeim tíma var félagið frekar illa statt peningalega, en menn voru ákveðnir í að halda félaginu gangandi. Sem starfsmaður og gjaldkeri tók hann þetta föstum tökum og þegar Verðandimenn fóru á fundi í Reykjavík útbýtti hann strætómiðum til manna. Það var ekki í dæminu hjá honum að taka bílaleigubíl til að komast á milli staða. Alltof dýrt. Þannig hugsaði Dóri. Á aðalfundum var hætt tímabundið að veita veitingar að loknum fundi. Öllum kostnaði var haldið niðri og félags- menn unnu mikið fyrir Verðandi kauplaust og með áhugann einan að vopni til að láta félagið lifa, enda vitnaði Dóri oft í 16. grein laga félagsins. Þar segir meðal annars: „Enginn félagsmaður getur neitað að vinna hvert það verk í þarfir félagsins, sem honum er á hendur falið.“ Það voru tugir manna sem unnu að þessu markmiði og það tókst. Í dag er Verðandi eitt sterkasta stéttarfélag landsins peningalega séð þrátt fyrir lítil stéttarfélagsgjöld. Dóri starf- aði með þremur formönnum, Sigurbirni Árnasyni 1994- 1997, Magnúsi Guðmundssyni 1997-2002 og undirrituð- um 2002-2012. Þegar ég var kosinn formaður fylgdist ég með störfum Dóra og það sem mér fannst undarlegast var hvernig Dóri tók á kærumálum frá félagsmönnum er komu inn á borð til okkar. „Ég fer bara í kaffi til útgerðarmannsins á morgun og við ræðum málið“, sagði Dóri. Í allflestum til- fellum leystust málin yfir kaffisopa. Sum mál enduðu því miður fyrir Hæstarétti. Dóri sagði mér að það væri ömurlegt að þurfa að fara þá leið, þar sem þetta væru oft vinir og kunningjar sem Verðandi væri að fara í mál við fyrir sína félagsmenn. Í litlu bæjarfélagi þarf kjark og þor til að takast á við svona hluti. Hann var að vinna sína vinnu og þó allir þekki alla, gekk starfið fyrir öllu. Halldór var mjög skipulagður og vissi upp á hár um alla hluti í sambandi við réttindi sinna manna og þá á ég við veikinda,- lífeyris-, örorku- eða hvaða rétt sem er og hann hjálpaði mörgum félagsmönnum í gegnum kerfið. Þau eru ófá þingin, ráðstefnurnar og kjaraviðræðurnar sem Halldór hefur setið fyrir hönd okkar skipstjóra og stýrimanna í Vest- mannaeyjum. Sjálfur fór undirritaður með honum í tugi ferða á vegum félagsins og þá sá maður hversu virtur hann var innan sjómannasamtakanna. Það segir margt um viðhorf sjómanna í Eyjum til Hall- dórs þegar Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi, Sjó- mannafélagið Jötunn og Sjómannadagsráð tóku sig saman og buðu Halldóri að honum óspurðum og Helgu konu hans til Tyrklands síðasta sumar sem þakklætisvott fyrir góð störf, fyrir sjómenn almennt. Halldór vann sína vinnu hægt, hljótt, vel og frábærlega. Kæri Dóri, þrátt fyrir erfið veikindi kvaddir þú okkur á þinn hátt, hljóðlega og rólega. Takk fyrir allt Dóri minn. Fyrir hönd Skipstjóra-og stýrimannafélagsins Verðandi votta ég Helgu og öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Minning um góðan dreng lifir. Bergur Kristinsson. Halldór borinn til grafar. Til vinstri ganga Bergur Kristinsson, formaður Verðandi, Bergur Guðnason, skipstjóri og stýrimaður á Gullberginu, Friðrik Ás- mundsson, fyrrverandi skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum, og Baldur Bragason, skipstjóri og stýrimaður á Stíganda. Til hægri eru Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, þá Sindri Óskarsson, skipstjóri á Frá, Magnús Ríkharðsson, skipstjóri á Drangavík, og aftastur Magnús Guðmunds- son, skipstjóri á Kristbjörgu. Flottur peyi er fallinn frá

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.