Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Qupperneq 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Qupperneq 24
24 – Sjómannablaðið Víkingur Í lok heimstyrjaldarinnar seinni, var ástand íslenska fiski- flotans ansi bágborið og er þá vægt til orða tekið. Varla höfðu bæst inn í hann ný skip frá því fyrir kreppuna 1930. Þannig var það með bátaflotann í Keflavík, á heimaslóðum mínum, örfáir 20 til 30 tonna bátar voru jú byggðir á stríðsár- unum. En fljótlega eftir það samdi ríkið um smíði á mjög mörgum bátum, aðallega í Svíþjóð og togurum á Bretlands- eyjum, eða nýsköpunarflotanum, eins og hann var kallaður. Enginn af þessum nýju bátum kom til Keflavíkur. Lúðvík Jósepsson, sem var sjávarútvegsráðherra, að vísu svolítið seinna, sagði að við hefðum flugvöllinn og þyrftum ekki meira. „Barnaheimilið“ En við höfðum leyfi til að kaupa notaða báta og það var gert. Aðallega voru þetta bátar, sem voru smíðaðir í Svíþjóð 60 til 80 rúmlestir og voru kallaðir „Blöðrur“. Þetta voru afbragðs góðir sjóbátar, en ultu mikið í slampanda og ekki sterk- byggðir og var skipt um yfirbyggingar á þeim flestum á næstu árum. En eins og allir muna, sem voru við sjóinn, þá komu síldarleysis árin í kjölfar stríðsins og margar útgerðir lentu í vandræðum með rekstur þessara nýju báta. Þannig kom til að foreldrar mínir eignuðust, fyrst tvo þessara báta, mb Dverg frá Siglufirði, 62 tonna blöðru árið 1947. Hann fékk nafnið Jón Guðmundsson KE 5 og mb. Dux, árið 1948 sem fékk nafn- ið Svanur KE 6 og var stærsta blaðran, sem kom til landsins, 84 tonn. Ég var á báðum þessum bátum, há- seti, 1. og 2. vélstjóri og stýrimaður, en ég fór á mótornámskeið, sem haldin voru af Fiskifélagi Íslands árið 1948 í Ólafsvík. Foreldrar mínir voru heppin með skipstjóra, t.d. var Magnús Berg- mann frá Fuglavík með Jón Guðmunds- son og oft hæstur og með aflahæstu skipstjórum árum saman. Og Guðjón Jóhannsson, eða Gaui Blakk eins og hann var kallaður, með Svaninn þessa fyrstu vertíð 1948 Hann var elstur 24 ára og ég yngstur 17 ára og var báturinn kallaður ,,Barnaheimilið“. En við fiskuðum vel í meðallagi, þrátt fyrir lágan aldur. Ég lauk námi í Stýrimannaskólanum úr fiskimannadeild vorið 1952 og réði mig þá strax stýrimann á Svaninn, en faðir minn seldi bátinn áramótin 51/52. Við fórum þá á lúðuveiðar djúpt suðvestur af Reykjanesi og allt vestur að ísröndinni í Grænlandssundinu. Lúðuveiðarnar gengu vel, nema síðasti túrinn, þá fórum við vestur undir ísinn og lögðum með ísrönd- inni. Um nóttina hvessti og ísinn fór á rek. Það skipti engum togum að við misstum stóran hluta af línunni og vorum á ann- an sólarhring að komast út úr ísnum í þoku og leiðinda veðri. Þetta var áður en radarinn kom til sögunnar. Flestir fengum við kvef, meira og minna, enda illa klæddir í svona ferðalag. Þetta var síðasti lúðutúrinn. Báturinn var tekinn í slipp, málaður og síðan gerður klár á reknetaveiðar. Mér gekk illa að ná úr mér kvefinu og fyrir rest fékk ég flensu ofan í það, sem endaði með berklabletti í öðru lunganu. Og það þýddi 5 mánaða vist á Vífil- stöðum. Það urðu endalok Svansins, þessa góða báts, að hann strand- aði rétt innan við Garðskaga á leið úr línuróðri á vetrarvertíð- inni 1953 og eyðilagðist. Það er af mér að segja að ég fór aftur til sjós í ágúst 1953, þá sem skipstjóri á mb. Blátindi VE 21, 41 tonna bát. Nú er þessi bátur verndaður hjá byggðasafninu í Eyjum og er gott sýnishorn af vel smíðuðum báti eftir góðan skipasmið, Gunnar Marelsson. Við feðgarnir tókum hann á leigu til reknetaveiða. Veiðarnar gengu nokkuð vel og við vorum heppnir með afsetningu, þar til að bátarnir úr Kefla- vík fóru að koma af síldveiðunum fyrir Norðurlandi, þá gengu þeir fyrir með löndun í vinnslu og síldveiðar í bræðslu í reknet, það gekk ekki. Það var allt of lágt verð á henni til að það gengi upp. En þetta var góður skóli og ég var kom- inn á blað. Við hættum veiðum um miðjan september. Rétt fyrir áramót 53/54 var mér boð- inn báturinn Sæfari KE 52, sem var 62. tonna blaðra, með nýju stýrishúsi, en óinnréttaður og ákvað ég að taka hann. Allir þessir sænsk byggðu bátar voru með sænskar glóðarhaus-vélar, allt of kraftlitlar fyrir þessa báta, flestar 150 til 200 hestöfl. Í Sæfaranum var 180 ha Skandía glóðarhaus vél og gekk hann um 9 mílur, í góðu veðri Það gekk nokkuð vel að ráða mann- skap. Stýrimaður var Grétar Guðjónsson ættaður frá Siglufirði og var með mér í Stýrimannaskólanum, góður sjómaður, vélstjóri Karl Guðmundsson ættaður úr Aðalvík, vel reyndur og farinn að eldast, var lengi vélstjóri á Ísafjarðar Björnunum með bróðir sínum Guðmundi Guðmundssyni. Kokkurinn og háset- arnir voru úr Reykjavík, góðir sjómenn, en drykkfelldir í meira lagi. Í landi var Þorkell Guðmundsson, eða Keli fisksali, eins og hann var kallaður seinna, landformaður, góður beitningamaður. Hinir fimm úr öllum landshornum og misjafnir að gæðum. Þarna rak maður sig fyrst á, að það sannast oft máltakið. ,,Það er oft hægara um að tala, en í að komast.“ Ég hélt að ég væri kominn með þó nokkra reynslu t.d. að andæfa upp línu, því oftast er vélstjórinn, sem leysir skipstjórann af, bæði í mat og Arnbjörn H. Ólafsson Arnbjörn H. Ólafsson 35 ára.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.