Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Qupperneq 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Qupperneq 42
42 – Sjómannablaðið Víkingur hans og síðan samstarfsmaður í efnafræði. Hún sneri sér nú ásamt manni sínum að fiskifræðinni og tók virkan þátt í rannsóknum hans. Hún teiknaði og málaði flestar myndirnar í fiskabókina og fleiri rit sem Smith skráði síðar. Hann átti um skeið við vanheilsu að stríða, en með hjálp konu sinnar vann hann bug á heilsuleysinu með heilnæmu mataræði og mikilli útivist. Efnafræðin kvödd Síðla árs 1946 sagði Smith lausu starfi sínu við efnafræðideild Rhodes-háskóla í Grahams town. Rannsóknaráð suðurafríska ríkisins, South African Council for Scientific and Industrial Re- search, veitti honum rannsóknarstyrk og hann varð for stöðu- maður nýstofnaðrar fiskifræði deildar háskólans. Hann skrifaði formanni Rann sókna ráðs ins og vakti athygli hans á skúf ugg- anum og nauðsyn þess að hafin yrði leit að fleiri fiskum af þessu tagi. Árið 1947 skipaði ráðið nefnd, sem skipuleggja skyldi hafrannsóknaleiðangra er auk þess að leita að bláfiskum áttu að sinna ýmsum rannsóknum á lítt könnuðum hafsvæðum við austurströndina, Smith var að sjálfsögðu í nefndinni. Háleitar hugmyndir hans um útgerð á fullkomnu rann- sóknaskipi strönduðu brátt á féleysi. Að lokum lá fátt eftir nefndina annað en auglýsing, sem hún lét prenta með mynd af bláfiski, þar sem heitið var á þremur tungumálum – portú- gölsku, ensku og frönsku – tvennum hundrað punda verðlaun- um fyrir næstu tvo fiska sem veiddust. Auglýsingin var svo send til strand svæða og eyja, ekki aðeins með Indlandshafs- strönd Suður-Afríku heldur líka lengra norður, til Mósambík og allt norður til Madagaskar. Að vísu taldi Smith að yfirvöld á Madagaskar hefðu að mestu eða öllu leyti látið ógert að dreifa plagginu til almennings. Smith kannaði líka sjálfur hafsvæði á Indlandshafi norðan heimalands síns vegna gerðar fiskabókarinnar. Hún kom út í júlí 1949 og upplagið, 5000 eintök, seldist upp á þremur vikum svo Smith mátti taka til við að endurskoða hana. Næstu árin var Smith við hafrannsóknir norður með Mósam- bík en enginn kannaðist við bláfiskinn. Sjálfur var hann þeirrar skoðunar að fiskinn væri að finna á grunnsævi í hitabeltinu við austurströnd Afríku. Aðrir fræðimenn töldu að hann lifði á miklu dýpi og hefði þess vegna ekki náðst. Eric Hunt kemur til sögu Í september árið 1952 voru Smithhjónin á hafrannsóknaskipi í Zansibar og kynntust þar manni sem hét Eric Hunt. Hann átti lítið skip og fékkst við verslun og fiskveiðar við austurströnd Afríku og nálægar eyjar. Talið barst að bláfiskinum. Hunt kvaðst hvergi hafa séð auglýsinga blað Smiths á Kómoreyjum og bauðst til að fara með það þangað. Kómoreyjar eru eldfjallaeyjaklasi á Mósambíksundi, á milli norðurodda Madagaskar og meginlands Afríku. Eyjarnar eru skammt sunnan við miðbaug (á 12 til 13° s. br.). Þær eru því innan svæðisins þar sem Smith taldi líklegt að bláfiskar lifðu. Hann hafði hins vegar talið að auglýsingin hefði borist þangað. Kómoreyjar eru nú sjálfstætt lýðveldi en voru á þeim tíma sem hér um ræðir undir franskri stjórn. Auk þess sem Hunt tók með sér auglýsinguna um bláfiskinn bauðst hann til þess að taka við fiski sem kynni að nást þar og senda Smith um það skeyti. Hann varaði Smith við því að hvergi væri kælibúnaður á eyjunum og trúlega ekki mikið um formalín heldur, svo erfitt gæti reynst að varðveita stóran fisk í hitabeltissvækjunni. Hunt sigldi svo til Kómoreyja og sýndi yfirvöldum þar aug- lýsinguna. Svo var að skilja sem þeim hefði fundist það svo fráleitt að svona fiskar lifðu þarna að ekki hefði þótt taka því að dreifa auglýsingunni. Fyrir orð Hunts voru samt sendir inn- fæddir sendiboðar með hana um allar eyjarnar. Þeir áttu að koma henni sem víðast upp og greina ólæsum frá boðskap hennar. Snemma að morgni aðfangadags jóla 1952 lagðist rannsókna- skip Smithhjónanna að bryggju í Durban, borg við austurströnd Suður-Afríku, nálægt 30° s. br, Síðar um morguninn færði einn skipverja prófessor Smith símskeyti. Það var frá Hunt, sem greindi frá því að hann væri með fimm feta bláfisk, sem veiðst hefði 20. desember. Skeytið var sent frá Dzaoudzi, sem enginn kannaðist í fyrstu við, en reyndist vera á einni hinni syðstu af Kómoreyjum, smáeynni Pamanzi. Ömurleg jól Smith sendi Hunt skeyti um hæl og hvatti hann til að koma fiskinum í kæli eða dæla í hann sem mestu af formalíni að öðr- um kosti. Síðdegis sama dag kom skeyti frá Hunt þar sem hann bað Smith að sækja fiskinn í flugvél. Þessi jól lá Smith ýmist andvaka um nætur eða hrökk upp við vondan draum um skúfugga sem úldnaði undir hitabeltissól um hásumar. Hann sá að hann yrði að leita til yfirvalda. Sjálfur hafði hann ekki ráð á að taka flugvél á leigu auk þess sem vart væri völ á einkaflugvél um jólin. Hann reyndi að tala við einhvern af ráð- herrum landsins en þeir reyndust ýmist í jólaleyfi eða erlendis. Loks tókst honum að ná tali af innanríkisráðherranum, sem var fjarri stjórnarráðinu og kvaðst fátt geta gert með svona litlum fyrirvara, og það um jólin. Loks hringdi Smith í fulltrúa hersins og fór fram á að fá flugvél, sem lá í höfninni í Durban, til að sækja fiskinn. Herforinginn svaraði því til að hann gæti eins vel beðið um flugfar til tunglsins. „Sá sem samdi þessa bók ...“ Nú var aðeins í eitt hús að venda, að leita til sjálfs forsætisráð- herrans, dr. Malans. Smith taldi það örþrifaráð. Hann hafði áður leitað til forvera Malans, Smuts, þegar hann þurfti á herflug vél að halda vegna áríðandi vísindaleiðangurs, en Smuts hafði tekið honum illa. Auk þess var forsætisráðherrann nú í jólaleyfi á heimili sínu í Strand, skammt austan við Höfðaborg, og tæki trúlega óstinnt upp ef hann væri truflaður. Við það bættist að Malan var Búi og ekki sérlega vinveittur enskumælandi löndum sínum, og ofan á annað kalvínisti og þar með trúlega í nöp við raunvísindi og sér í lagi þróunarkenninguna. J. L. B. Smith styður hendi á bláfiskinn um borð í skipi Hunts í Dzaouadzi 29. desember 1952. Á bak við hann sjást tveir einkennisklæddir suðurafrískir her- flugmenn, og þeim til hægri er Monsieur P. Coudert, landstjóri Kómoreyja, í hvítum einkennisklæðum, og lengst til hægri samstafsmaður hans, einnig hvít- klæddur. Í baksýn sjást nokkrir heimamenn. (J. L. B. Smith.)

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.