Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Qupperneq 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Qupperneq 46
46 – Sjómannablaðið Víkingur Hörmungar sjórána Nýlega var upplýst að á síðustu fjórum árum hafa 60 sjómenn látið lífið í kjölfar sjórána. Margfalt fleiri hafa reyndar verið píndir og mátt búa við illa meðferð í höndum sómalskra sjóræningja. Síðan í desem- ber 2008 hafa 2.317 sjómenn verið í haldi sómalskra sjóræningja, að meðaltali fimm mánuði hver. Nú eru 199 menn og ein kona í haldi sómalskra sjóræningja. Sjóræningjarnir eru farnir að beita nýjum aðferðum varðandi lausn sjómanna. Eftir að þeir hafa fengið greitt lausnargjald fyrir skip og áhöfn hafa þeir aðeins sleppt úr haldi hluta skipverjanna og notað þá sem þeir halda eftir til að semja um skipti á þeim og sómölskum sjóræningjum sem hnepptir hafa verið í fangelsi. Þrjú skip hafa fundist strönduð og yfirgefin í Sómalíu og stafar stjórn- völdum meiri ótti af mengun frá þeim en áhyggjur af þeim 54 skipverj- um þeirra sem eru í haldi sjóræningja. Bilun veldur alvarlegu slysi Kona missti höfuðið þegar 150 metra langt gámaskip varð stjórnlaust á Huangpu fljóti í Shanghai og sigldi upp á bryggju. Konan var að vinna við þrif í einum af fimm bátum er lágu við bryggju þegar hún sá að gámaskipið breytti skyndilega um stefnu og stefndi í átt að henni. Hjón, sem hún hafði verið að spjalla við, áttu snarræði hennar að þakka að sleppa lifandi frá atvikinu en hún skipaði þeim að hlaupa eins hratt og þau gætu, yfir bátana og upp á bryggju. Þegar henni hafði tekist að fara yfir tvo af fimm bátum skall gámaskipið á þeim og varð konan á milli skipsins og báts með fyrrgreindum afleiðingum. Gáma- skipið endaði með framhlutann uppi á bryggjunni. Síminn breytti lífi Stýrimaður á bandarískum dráttarbáti sem var að ýta pramma á Dela- ware fljóti var svo upptekinn í símanum að hann tók ekki eftir því að fyrir framan stefni prammans var skoðunarbátur með 35 farþega inn- anborðs. Skoðunarbáturinn sökk með þeim afleiðingum að tvær ung- verskar stúlkur, 16 og 20 ára gamlar, drukknuðu. Stýrimaðurinn, Matthew Devlin, sagði fyrir rétti í Philadelphiu, með tárin í augunum, að hann hefði fengið upplýsingar um að fimm ára sonur hans hefði orðið fyrir súrefnisskorti meðan hann gekkst undir augnaðgerð og hann hefði tekið þá afdrifaríku ákvörðun að nota símann til að fá frek- ari fregnir af syni sínum. Jafnframt sagði hann dómaranum að hann óskaði þess að hann hefði aldrei gert það og játaði jafnframt sekt sína um mistök við stjórnun skips sem leiddi til dauða sem samkvæmt bandarískum lögum er ígildi manndráps af gáleysi. Matthew, sem er 35 ára, var dæmdur til að sitja í fangelsi í eitt ár og einn dag, auk þess að fá skilorð í þrjú ár að lokinni afplánun. Skutu á ranga menn Sjóræningjaóttinn hefur orðið til þess að útgerðir skipa sem sigla um sjóræningjahættusvæði hafa í meira mæli tekið vopnaða verði um borð. Nýlega gerðist það að bátur nálgaðist ítalska tankskipið Enrica Lexie, sem var á leið til Port Said um indverska lögsögu. Verðirnir voru kallaðir til og hófu þeir skothríð að bátnum með þeim afleið- ingum bátsverjarnir tveir voru skotnir til bana. Skipstjóri skipsins tilkynnti það þegar til yfirvalda á Indlandi sem skipuðu skipinu að varpa akkerum undan Kochi svo hægt væri að rannsaka atvikið. Í ljós kom að verðirnir höfðu skotið tvo saklausa fiskimenn en ekki sjó- ræningja eins og þeir töldu. Varnarmálaráðherra Indlands sagði málið mjög alvarlegt og voru verðirnir handteknir og verða leiddir fyrir dómara á Indlandi. Fram kom hjá vitnum að ekki hefði neitt óeðlilegt sést í hegðun fiskimann- anna áður en kúlnahríðinni rigndi yfir þá. Að sögn talsmanns ítalska sendiráðsins á Indlandi fullyrða þeir að ráðist hafi verið að skipinu sem hafi verið á siglingu á alþjóðlegu hafsvæði og að hermenn þeir sem væru um borð í ítölskum skipum hleyptu aðeins af skotum í sjálfsvörn en ekki að fyrra bragði. Laun eða ekki Skipverjarnir á gámaskipinu Philipp áttu heldur betur eft- ir að lenda í kröppum dansi varðandi laun fyrir vinnu sína. Skipið, sem skráð er á Gíbraltar, var heimsótt af fulltrúa Alþjóðaflutningasam- bandinu ITF í byrjun októ- ber s.l. og við skoðun kom í ljós að um borð var tvöfalt launabókhald og höfðu skip- verjar verið hlunnfarnir um laun upp á 230 þúsund dollara eða sem nemur tæpum 29 milljónum króna. Eftir viðræður við eiganda skips- ins, Vega-Reederei Friedrich Dauber, og mönnunarskrifstofuna Vega Manila Crewing Management, samþykktu þeir að greiða skipverjum vangoldin laun þegar skipið kæmi til hafnar í Liverpool 4. október. Fulltrúi frá mönnunarskrifstofunni mætti á staðinn og greiddi skip- verjunum launamismuninn en tók hann síðan af þeim aftur þegar ITF fulltrúinn var farinn frá borði. Þessi gjörningur var tilkynntur til siglingayfirvalda á Gíbraltar og fyrir milligöngu þeirra var útgerð skipsins þvinguð til að greiða aftur vangoldnu launin. Það var gert 14 dögum seinna og voru þá fulltrúar ITF og Breska hafnarríkiseftirlitsins, fyrir hönd fánaríkis, viðstaddir. Þegar launin höfðu verið greidd héldu skipverjar til síns heima á Filippseyjum. Þegar þeir lentu á flugvellinum í Manila var setið um þá af mönnunarskrifstofunni sem smalaði þeim inn í tvær litlar rútur og fóru með þá á skrifstofuna. Þar voru skipverjarnir þvingaðir til að láta af hendi greiðslurnar sem þeir höfðu fengið í Liverpool. Einum skip- verja tókst þó að sleppa undan þessu þar sem hann hafði farið með öðrum hætti út úr flugstöðinni en skipsfélagar hans. Málinu er ekki lokið af hálfu ITF, fánaríkisins og Amosup sem er sjómannafélag Filippseyja. Könnun á lesefni Nýlega lét ITF London Metropolitan háskólann gera könnun á hvaða blöð sjómenn væru oftast að lesa sem tengdust störfum þeirra. Í ljós koma að mest lesna blaðið var ITF Seafarers Bulletin, lesið af 64% þeirra 1000 sjómanna sem spurðir voru. Næst á eftir kom blaðið The Utan úr heimi Hilmar Snorrason skipstjóri Skipverjar af Philipp glaðir eftir að þeir fengu laun sín greidd fyrir heimferðina en gleðin var ekki langvinn. Í síðasta blaði sagði ég frá suður-kóreanska skipstjóranum Seog Hae-gyun sem hlaut hugrekkisverðlaun IMO en mér tókst ekki að fá mynd af afhendingunni áður en Víkingur fór í prentun. Hér er Seog Hae-gyun ásamt eiginkonu sinni og þáverandi aðalritarar IMO Efthimios Mitropoulos að taka á móti viðurkenningunni.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.