Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Side 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Side 47
Sjómannablaðið Víkingur – 47 Sea sem gefið er út af sjómannakirkjunni Mission to Seafarers eða 48%. Þá kom Balita, sem einnig er gefið út af ITF, með 46%, Transport International með 37% og síðan með 17% voru blöðin Lloyd‘s List, Fairplay og Seaways. Blaðið Nautilus Telegraph, sem er málgagn Nautilius yfirmannafélagsins, náði aðeins 6% lestri. Könnunin tók einnig til með hvaða hætti best væri að ná sambandi við sjómenn þegar þeir væru á sjó sem og í landi. Niðurstaðan sýndi áþreifanlega mikilvægi tölvupósts og vefaðgangs fyrir sjómenn en best var þó að ná þeim þegar þeir voru heima í fríum eða í landgönguleyfi. Sjómenn voru spurðir hvaða aðferðir þeir notuðu til að hafa sam- band við fjölskyldur sínar meðan þeir væru að sigla. Áttatíu og fimm prósent þeirra hringdu heim frá sjómannaheimilum, 82% notuðu far- síma og 72% notuðu SMS skilaboð. Aðgangur að tölvupósti um borð í skipum hefur þrefaldast síðan 2007 en þrátt fyrir það höfðu margir sjómannanna ekki aðgang að þessum gæðum en 52% yfirmanna og 68% undirmanna sögðust ekki hafa internet um borð í skipum sínum. Gaman væri að sjá útkomu svona könnunar hjá íslenskum sjó- mönnum. Í mínum huga er ekki nokkur vafi að Sjómannablaðið Víkingur yrði örugglega með yfir 75% í lestri og ætli facebook hefði ekki yfirhöndina á tölvupóstinum ef marka má orðróm þar um. Frystigámahættur Send hefur verið út aðvörun um að frystigámar geti sprungið meðan þeir eru í flutningi um borð í skipum. Aðvörunin var gefin út af ITF eftir að Mærsk skipafélagið kyrrsetti 900 frystigáma í kjölfar þriggja banaslysa á síðasta ári sem voru tengd viðgerðum á frystigámum í Víet- nam. Samkvæmt fréttatilkynningu sem gefin var út í nóvember hafði orðið sprenging í a.m.k. fjórum frystigámum á síðasta ári hjá jafnmörg- um skipafélögum. Þótt það hafi ekki fengist staðfest hafa verið grun- semdir um að frystikerfi gámanna hafi verið fyllt upp með menguðu gasi sem gerði þá að sprengjuvá. Hafa menn af því miklar áhyggjur að sprengingar í gámum um borð í skipum gætu haft margfalt alvarlegri afleiðingar en á landi þótt þær sprengingar hafi sannarlega verið alvar- legar. Skipafélög eru farin að gefa út heilbrigðisvottorð með frysti- gámum eftir að APL skipafélagið tilkynnti að allir frystigámar þeirra væru öruggir og að nýjar vinnureglur til að koma í veg fyrir óhöpp hefðu verið innleiddar. Ný lágmarkslaun ITF Meira frá ITF. Nú hafa þeir gefið út lágmarkslaun fyrir háseta á skipum samkvæmt TCC samningnum (Total Crew Cost) en hann er fyrir skip þar sem allir skipverjar taka laun samkvæmt ITF samningum til næstu þriggja ára. Frá 1. janúar sl. hækkuðu laun þeirra um 2% og náðu þeir þá 1.709 $ í kaup eða 214.000 kr. Launin munu síðan hækka um 2,5% 2013 og síðan um 3% 2014. Verða þau þá orðin 1.805 $ eða 226.000 kr. sem ekki þykja merkileg laun. Risaskip í smíðum Stærsta þungaflutningaskip heims, Dockwise Vanguard, er nú í smíð- um hjá Hyundai Heavy Industries í Suður-Kóreu. Búist er við að Dock- wise Vanguard verði tilbúið seinni hluta þessa árs en það mun geta lyft upp flutningi sem vegur allt að 110 þúsund tonn. Stærsta skip þessar- ar gerðar sem smíðað hefur verið til þessa hefur lyftigetu upp á 75 þúsund tonn. Skipið hefur engan bakka og er þilfarshús staðsett í ann- arri hlið þess sem gefur því möguleika á að flytja farma sem eru lengri en skipið sjálft en þilfar skipsins verður 70 metra breitt. Skipið sem er hálfgert köfunarskip en því er sökkt niður og síðan farmi fleytt á skip- ið. Þá er því lyft upp aftur. Mun það verða fyrsta skip þessa gerðar sem uppfyllir nýjar kröfur til þessarar skipagerðar og er búið að bóka fyrsta farminn í skipið sem er flutningur á borpallinum Jack St. Malo frá Suður-Kóreu til Mexíkóflóa. Stoltin flutt úr landi Cunard skipafélagið í Bretlandi hefur ákveðið að flagga út þremur skipa sinna og jafnframt stolti breska flotans, þeim Queen Mary 2, Queen Victoria og Queen Elisabeth, í kjölfar af banni um að ekki megi gifta fólk um borð í breskum skipum. Einnig hafði áhrif á ákvörðun útgerðarinnar lög sem sett voru í Bretlandi um að ríkisborgarar ann- arra Evrópusambandslanda sem ynnu á þarlendum skipum skyldu taka laun samkvæmt breskum samningum. Það er ljóst að þolmörk kaup- skipaútgerða bresta þegar hömlur eru settar á möguleika þeirra til að bjóða upp á þjónustu sem og að greiða fólki laun í samræmi við launa- kjör heimalanda þeirra en ekki skipsins. Fáni Bermuda prýðir nú skut skipanna. Þægindafánar Í síðasta blaði sagði ég frá því að til hefði staðið að lýsa færeyska sigl- ingafánann sem þægindafána. Ekki tókst færeyskum stjórnmálamönn- um að verja þessa aðgerð sem studd var meðal annars af Dönum, Norðmönnum og Svíum. Nú er sem sagt færeyski siglingafáninn kominn í hóp 34 siglingafána sem eru undir smásjá eftirlitsaðila. Þar af leiðandi eru öll þau skip sem sigla reglubundnar áætlunarsiglingar íslensku skipafélaganna til landsins með þægindafána í skuti en við skulum hafa í huga að frumvarp sem lagt var fram fyrir nokkrum árum í þeim tilgangi að að tryggja að íslenskur þjóðfáni væri við hún kaupskipa var stöðvað vegna andstöðu ASÍ. Hér kemur listi hinna óvinsælu siglingafána: Ferjusiglingar í hættu Ef áhyggjur ferjuútgerðamanna verða að veruleika munu ferjusiglingar dragast verulega saman á árinu 2015 en þeir telja með öllu ófram- kvæmanlegt að mæta kröfum um minni brennisteinslosun brennslu- olíu skipa. Kröfurnar munu bitna hart á ferjum á styttri leiðum og munu hafa mikla fjárhagslega erfiðleika í för með sér fyrir efnahag Evrópusambandsríkja. Því er haldið fram að tilraunir Evrópusamband- sins til að lina áhrif krafnanna fyrir útgerðir séu með öllu óraunveru- legar. Konur á sjó Nýleg könnun hefur leitt í ljós að konur til sjós eru um 2% af heildar mannafla. Megin þorri þeirra starfar á skemmtiferðaskipum og ferjum oftast á skipum undir þægindafánum. Þær eru þar af leiðandi oft í verst launuðu störfunum til sjós. Konur eru oftast yngri en karlmenn og fáar gegna yfirmannsstörfum. Þessi munur á milli karla og kvenna telja menn að geti leitt til mismununar, svo að ekki sé talað um illa meðferð. Í sumum löndum er konum óheimilt að mennta sig í skip- stjórnarfræðum en konur sækja frekar í skipstjórnarstörf en vélstjórn. Hitt er svo vandamál að til eru útgerðarmenn sem hafa fordóma gegn konum á sjó og ráða þær ekki til starfa. Sjómannafélög um allan heim hafa varað félagsmenn sína við þessu og lagt metnað sinn í að verja hagsmuni þeirra kvenna sem stunda sjóinn. Áætlað er að um 23 þúsund konur séu á sjó. Listræn útfærsla af stærsta þungaflutningaskipi heims Dockwise Vanguard sem verður tilbúið síðar á þessu ári.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.