Fréttablaðið - 01.10.2022, Page 91

Fréttablaðið - 01.10.2022, Page 91
Við skiptum starfs- ánægju í tíu mis- munandi drifkrafta og hver og einn þeirra samanstendur af rann- sökuðum spurningum sem virka vel í mann- auðsmælingum á Íslandi. Davíð Tómas Tómasson árangursríkar breytingar og mælt áhrif þeirra jafnóðum.“ Starfsánægja vegur þungt í rekstri Starfsánægja er órjúfanlegur hluti af góðum rekstri, segir Björn, og því mikilvægt að vinnustaðir mæli starfsánægju. „Ánægt starfsfólk afkastar meiru, er hugmyndarík- ara í vinnunni, forfallast sjaldnar, segir síður upp störfum og mælir frekar með vinnustaðnum, sem skilar hæfari umsækjendum í framtíðinni.“ Aukin starfsánægja skilar árangri bæði á tekju- og kostnaðar- hliðinni, bætir hann við. „Gallup framkvæmir til dæmis stóra alþjóðlega rannsókn á áhrifum starfsánægju. Niðurstaðan er að tekjur á hvern starfsmann aukast um 23%, fjarvistum fækkar um 45%, og starfsmannavelta minnkar um 31% þegar efsti og neðsti fjórðungur vinnustaða eru bornir saman.“ Besta leiðin til að bæta hlutina er síðan að mæla þá. „Um leið og stjórnendur fá góða innsýn í áhrifaþætti starfsánægju og sjá áhrif breytinga verður eftir- leikurinn auðveldur. Ábendingar frá starfsfólki og þær spurningar sem við höfum þróað varpa ljósi á atriði sem auðvelt er að bæta úr þegar stjórnendur verða meðvit- aðir um þau.“ Þrír þættir aðgreina fyrirtækið Davíð segir þrjá þætti aðgreina Moodup frá öðrum sambæri- legum fyrirtækjum. „Við aðgreinum okkur á upp- lifun, aðferðafræði og gagnvirkni. Moodup er hannað frá grunni til að bæði starfsfólk og stjórnendur geti notað lausnina á einfaldan og skemmtilegan hátt. Kannanir og skýrslur eru myndrænar, allt er einfalt í notkun í snjallsímum og við notum sjálfvirkni til að spara stjórnendum sporin, til dæmis með tengingum við öll helstu mannauðs- og launakerfi.“ Hann segir aðferðafræði Moodup tryggja að niðurstöð- urnar gagnist sem best. „Við skiptum starfsánægju í tíu mis- munandi drifkrafta og hver og einn þeirra samanstendur af rannsökuðum spurningum sem virka vel í mannauðsmælingum á Íslandi. Jafnframt notum við 0-10 kvarðann, sem gefur nákvæmari niðurstöður og sýnir þannig betur bæði dreifingu starfsánægju og áhrif smærri breytinga. Púlsmæl- ingarnar eru síðan samanburðar- hæfar yfir tíma og niðurstöðurnar verða sífellt ítarlegri eftir því sem mælingunum fjölgar.“ Loks er Moodup tvíhliða sam- skiptatól. „Starfsfólk sér hvar það stendur miðað við sína deild og vinnustaðinn í heild um leið og það klárar að svara púlsmælingu. Þá geta stjórnendur átt samtal um endurgjöf við starfsfólk inni í Moodup og starfsfólk er áfram undir nafnleynd í samtalinu. Þetta þýðir að starfsfólk svarar ekki könnunum upp á von og óvon um að svörin hafi áhrif, heldur fær það staðfestingu á því að stjórnendur lesi og hlusti á svörin þeirra.“ Mælanlegur árangur Aðspurðir um dæmi um góðan árangur vinnustaða af mælingum með Moodup segir Björn að dæmin séu mörg og flokka mætti þau í einfaldar breytingar og erfiðari mál. „Í einfalda flokknum fékk fyrirtæki lága einkunn þegar kemur að streitu og kvíða í fyrstu mælingu. Þau fengu sálfræðing til að halda fyrirlestur um streitu- stjórnun og einkunnin lagaðist strax í næstu mælingu.“ Í erfiðari flokknum uppgötvuðu stjórnendur fyrirtækis tvö ein- eltismál þegar púlsmælingarnar hófust. „Þau fengu inn ráðgjafa sem tók viðtöl við starfsfólk og stjórnendur í viðkomandi deild og leysti úr báðum málum.“ Hann segir jafnframt að samtöl þeirra við stjórnendur gefi vís- bendingar um árangurinn. „Einn stjórnandi nefndi við okkur að starfsmannavelta hefði snarlækk- að eftir að þau innleiddu breyting- ar sem bættu úr þeim þáttum sem komu verst út í mælingunum.“ En stærsta merkið um árangur- inn segir Björn vera ánægju stjórnenda. „Frá því að fyrirtækið var stofnað fyrir tveimur árum hefur enginn vinnustaður hætt í mælingum hjá okkur. Það er ansi sterk vísbending um að Moodup skili árangri.“ Á að vera einföld lausn Moodup er sífellt að breikka og bæta þjónustuna og eru ýmsar spennandi nýjungar í þróun, að sögn Davíðs. „Við höfum til dæmis bætt við sérsniðnum könnunum, samtölum um endurgjöf og teng- ingum við mannauðs- og launa- kerfi. Auk þess fáum við mikið af góðum ábendingum frá bæði stjórnendum og starfsfólki sem við notum til að bæta þjónustuna jafnt og þétt. Það eru oft atriði sem fara ekki hátt en bæta upplifunina í daglegri notkun, til dæmis þegar kemur að síunarvirkni og annarri framsetningu niðurstaðna.“ Slíkar umbætur skipta orðið hundruðum í dag, að hans sögn. „Þær leiða til þess að Moodup er bæði áreiðanlegt og útpælt þegar kemur að helstu notkunarmögu- leikum.“ Varðandi ýmsar nýjungar í þróun innanhúss segir Davíð fyrirtækið halda áfram að slá rétt jafnvægi á milli einfaldleika og nýrrar virkni. „Hugbúnaðarlausnir eiga það til að vaxa smám saman í f lækjustigi þar til það bitnar á gagnseminni. Við viljum tryggja að Moodup verði áfram einföld og þægileg lausn sem krefst ekki sér- stakrar þjálfunar til að stjórnendur og starfsfólk njóti ávinningsins.“ n Nánar á moodup.is. Davíð og Björn vilja tryggja að Moodup verði áfram einföld og þægileg lausn fyrir vinnustaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Fræðslufundur- inn var afar vel sóttur en þar kynnti Björn nýja rannsókn á starfsánægju á Íslandi. kynningarblað 31LAUGARDAGUR 1. október 2022 Mannauður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.