Bændablaðið - 22.09.2022, Side 10

Bændablaðið - 22.09.2022, Side 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022 Bráðabirgðaniðurstöður DNA greininga Mast á 32 löxum sem Fiskistofa veiddi í Mjólká í Arnarfirði í ágúst síðastliðnum sýna að 16 laxar af þessum 32 reyndust eldislaxar. Hinir 16 reyndust villtir. Vísbendingar eru um að eldis­ laxarnir séu frá Haganesi í Arnarfirði en gat kom á kví á því eldissvæði í ágúst 2021. Endurkeyra þarf DNA grein­ inguna til að geta staðfest bráða­ birgðaniðurstöðurnar og í framhaldi af því verður hægt að rekja uppruna eldislaxanna nánar. Tilkynnt um gat í sjókví Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlax mánudaginn 30. ágúst um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Haganes í Arnarfirði. Gatið uppgötvaðist við neðan­ sjávareftirlit og er viðgerð lokið. Samkvæmt upplýsingum Arnarlax var gatið á um tveggja metra dýpi og reyndist vera um það bil 2 x 2 metrar að stærð. Í þessari tilteknu kví voru um 120.000 laxar með meðalþyngd 0,8 kg. Neðansjávareftirlit var áður framkvæmt 31. júlí síðastliðinn og var nótarpoki þá heill. /VH FRÉTTIR Eitt af þeim fyrirtækjum sem blaðamaður Bændablaðsins heimsótti í sumar í tengslum við alþjóðaráðstefnu landbúnaðar- blaðamanna kallast BioRefine A/S á Jótlandi og sérhæfir sig í framleiðslu á próteini úr grasi, smára og alfalfa. Hráefnið í vinnsluna, gras, smári og alfalfa, er fengið frá bændum af um 3.000 hekturum af graslendi í 30 kílómetra radíus umhverfis verksmiðjuna. Grasið er sérræktað og slegið tvisvar til þrisvar á sumrin og haustin frá því í maí og fram í nóvember og flutt nýslegið í verksmiðjuna. Túnin eru hvíld þriðja til fjórða hvert ár til að auka kolefnisbindingu þeirra. Árleg framleiðsla er um sjö þúsund tonn af því sem kallað er grænt prótein. Samkeppni við innflutt soja Vagn Hundebøll, forstjóri BioRefine, sagði í samtalið við Bændablaðið að forgangsverkefni fyrirtækisins í dag væri að mæta fóðurpróteinþörf danskra bænda og neytenda á vistvænan hátt. „Danir flytja inn um 50 þúsund tonn af lífrænu og 1,7 milljón tonn af ólífrænu soja á ári, við viljum draga úr þeim innflutningi.“ Grænt prótein til manneldis „Enn fremur leggjum við áherslu á að þróa grænt prótein til notkunar í matvæli til manneldis og að það geti orðið um fjórðungur af því próteini sem notað er til matvælaframleiðslu í Danmörku. Á sama tíma höfum við áhuga á að deila þekkingu okkar á framleiðslu græns próteins enda tæknin sem við notum nothæf hvar sem er í heiminum.“ Fóður fyrir hænur og gæludýr Eftir að safinn er pressaður úr grasinu fer það í skilvindu og þurrkara sem skilur próteinið úr því og eftir það líkist próteinið helst kaffikorgi. Afgangsgrasið er notað í textíliðnaði og í umbúðir og safann má nota til framleiðslu á lífgasi og sem áburð. Próteinið má meðal annars nota sem fóður fyrir hænur og gæludýr og getur hún komið í staðinn fyrir sojamjöl. Í kynningu Biorefine á framleiðslunni segir að prótein sé eitt af undirstöðuefnum fæðunnar, hvort sem það er fyrir menn eða skepnur. Grasprótein meltist vel hjá húsdýrum með einn maga eins og svín og alifugla en hentar síður fyrir jórturdýr þar sem það er of auðmelt. Samvinnuverkefni þriggja landbúnaðarfyrirtækja BioRefine er samstarfsverkefni þriggja danskra landbúnaðar­ fyrirtækja, DLG, Danish Agro og DLF, með það að markmiði að framleiða umhverfisvænt prótein sem fóður fyrir búfé. Grasvinnsla Biorefine byggir á 50 ára reynslu fyrirtækis sem kallaðist Nybro sem var keypt árið 2020 og starfsemi þess breytt til að framleiða prótein. /VH Afgangstrefjar sem nýttar eru í textíliðnaði og í umbúðir. BioRefine A/S: Próteinvinnsla úr grasi, smára og alfalfa Graspróteinverksmiðja BioRefine. Myndir / VH Grasprótein, afgangstrefjar og umbúðir úr þeim. Nýslegnu grasi mokað í skilvindu. Vísbendingar eru um að eldislaxarnir séu frá Haganesi í Arnarfirði en gat kom á kví á því eldissvæði í ágúst 2021. Mynd / Arnarlax. Mjólká í Arnarfirði: Eldislaxar greindir Í nýrri skýrslu Hafrannsókna- stofnunar segir að eldi á laxi á heimsvísu hafi aukist mikið á undanförnum áratugum og að laxeldi sé nær eingöngu stundað í sjókvíum en slíkt er víða umdeilt vegna umhverfisáhrifa. Í sumum löndum hefur hægt á vexti í framleiðslu vegna umhverfisþátta og stöðugt unnið að umhverfisvænni lausnum í laxeldi. Landeldi hefur verið kynnt sem möguleg lausn við helstu umhverfisvandamálum laxeldis en skoðanir hafa verið skiptar um framtíðarmöguleika þeirrar aðferðar. Eldi í endurnýtingarkerfum Í skýrslunni, sem er unnin af Leó Alexander Guðmundssyni, er fjallað um landeldi á laxi sem einkum fer fram í endurnýtingarkerfum. Eiginleikum endurnýtingarkerfa er lýst, auk þess sem saga tveggja frumkvöðlafyrirtækja í landeldi á laxi er rakin. Einnig er fjallað um greiningar á kostnaði við landeldi á laxi með hliðsjón af kostnaði í sjókvíaeldi. Loks er sjónum beint bæði til Íslands og út í heim og m.a. fjallað um áætlanir fyrirtækja í uppbyggingu landeldis á laxi, kolefnisspor og stóraukinn áhuga á landeldi. Breytt viðhorf Í umræðum undir lok skýrslunnar segir höfundur meðal annars: „Á tiltölulega fáum árum hefur sýn manna á möguleika laxeldis á landi breyst. Fyrir um 10 árum var algengt viðhorf að um væri að ræða vonlausa iðju ævintýramanna. Með aukinni þekkingu og reynslu, ásamt sögulega háum framleiðslukostnaði í sjókvíaeldi, hefur það viðhorf almennt breyst. [. . .] Nú eru mörg stórfyrirtæki komin inn í greinina ásamt öflugum fjárfestum og víða er til staðar pólitískur og efnahagslegur stuðningur ríkja. [. . .] Á næstu árum verður áhugavert að fylgjast með þróuninni í greininni, einkum hvernig ganga muni að fjármagna verkefni, manna eldisstöðvar, framleiða á markað og þróa tæknina enn frekar. Til skemmri tíma verður áhugavert að sjá hver þróunin í áætluðu framleiðslumagni úr landeldi verður en tölurnar hafa rokið upp á skömmum tíma. Að sama skapi verður áhugavert að fylgjast með þróun í sjókvíaeldi varðandi umhverfismál, dýravelferð og framleiðslukostnað. /VH Skýrsla Hafró um laxeldi: Laxeldi á landi Landeldi á laxi. Mynd / innovationnewsnetwork.com

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.