Bændablaðið - 22.09.2022, Qupperneq 30

Bændablaðið - 22.09.2022, Qupperneq 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022 Sagnfræðingurinn Dalrún Kalda- kvísl Eygerðardóttir útskrifaðist með doktorspróf í sagnfræði nú í sumar, en doktorsrannsókn hennar fjallar um ráðskonur sem störfuðu á íslenskum sveitaheimilum á síðari hluta 20. aldar. Rannsóknin byggði á viðtölum sem hún tók við fyrrum ráðskonur, er miðluðu upplifun sinni af ráðskonustarfinu, alls 41 talsins. Dalrún er sérfræðingur í munnlegri sögu en slík söguleg nálgun felur í sér að taka viðtöl, greina þau og miðla niðurstöðunum í rituðu máli. Aðspurð bendir hún á að saga kvenna hafi í gegnum tíðina ekki fengið hljómgrunn til jafns við sögu karlmanna og því mikilvægt að sagnfræðingar ljái konum þá rödd sem eðlilegt er að þessi helmingur mannkyns hafi í sögunni. Í þeirri vegferð er mikilvægt að nýta viðtalsformið eftir mætti í rannsóknum á sögu kvenna enda þeim hvað þýðastur tjáningarmáti „Konur sem gegndu ráðskonu- starfinu í sveitum landsins á seinni hluta 20. aldar eru nú komnar á aldur og því nauðsynlegt að bregðast við og skrásetja sögu þeirra kvenna áður en þær hverfa af sjónarsviðinu – forða ráðskonusögunni frá glötun.“ Dalrún segir það vera mikil forréttindi fyrir hana sem sagnfræðing að hafa fengið tækifæri til að ræða við fyrrum ráðskonur Íslands og heyra merkilegar lífssögur þeirra. Áður en hún hóf rannsóknina var saga ráðskvenna lítt þekkt og heimildirnar mjög takmarkaðar, jafnvel þó svo að ráðskonustéttin sé ein elsta kvennastarfsstétt hérlendis. Þess ber að geta að Dalrún rannsakaði einnig forsögu ráðskonu - starfsins allt aftur til 1850 til þess að fá mynd af þróun þess, allt frá tímum gamla bændasamfélagsins Doktorsrannsóknin miðlar þannig ekki aðeins fróðleik um ráðskonustarfið heldur gefur einnig þýðingarmikla innsýn í uppbyggingu samfélagsins á síðari hluta 20. aldar. Ekki síst innsýn í stöðu einstæðra mæðra á síðari hluta 20. aldar – því langflestar konur sem sinntu ráðskonustörfum á því tímabili voru ungar einstæðar mæður sem fóru í slíka vist með börn sín með sér. Í rannsókninni skoðaði Dalrún félagslega stöðu kvenna sem voru ráðskonur, bæði áður en þær réðu sig í vistina og á meðan vistinni stóð. Hún lagði einnig mikla áherslu á að skilgreina ráðskonustarfið með hliðsjón af starfsskyldum og stjórnunartengdum þáttum er í starfinu fólust. Rótgróin kynjaskipting „Áhugi minn á viðfangsefninu, kviknaði vegna föðurömmu minnar – hún starfaði sem ráðskona á nokkrum sveitabæjum með börn sín með sér – pabbi minn var sem sagt ráðskonubarn,“ segir Dalrún og bætir við að hana hafi langað að vita hvers vegna konur, á síðari hluta 20. aldar, sóttust í að flytja úr þéttbýli í dreifbýli til að sækja sér vinnu. Á tímum þegar atvinnumöguleikar þeirra í þéttbýlinu höfðu aldrei verið meiri. Spurningin var; Hvað stóð að baki þessum flutningum? Eftirspurn eftir ráðskonum segir Dalrún að megi útskýra á fleiri en einn veg. Vinnuveitendur ráðskvenna voru langoftast einhleypir miðaldra bændur, sumir voru piparkarlar, aðrir fráskildir, einstæðir feður og ekklar. Reyndar var ekki óalgengt að ráðskonur störfuðu á bæjum þar sem í heimili voru bræður, feðgar eða bændur og oft aldraðar mæður þeirra. Brotthvarf kvenna úr sveitum í þéttbýlið á 20. öld skapaði þörf fyrir ódýrt kvenkyns vinnuafl til að sinna heimilishaldi í sveitum og í slíkum tilfellum gat heimilishjúið ráðskonan bjargað málunum. Á þessum tíma var enn rótgróin kynjaskipting á íslenskum sveitaheimilum sem mótaðist meðal annars af viðteknum hugmyndum um að heimilisstörf væru kvennastörf. „Víst er að karlarnir höfðu iðulega lítinn metnað fyrir því að sinna heimilisstörfum á bæjunum en það má samt ekki gleyma því að þeir höfðu oft og tíðum litla eða enga kunnáttu á því sviði, enda vanist því frá unga aldri að slík þjónusta væri reidd fram af mæðrum, systrum eða öðru kvenfólki. Það þýðir þó ekki að þær konur sem sinntu ráðskonustörfum hafi endilega búið að reynslu af heimilishaldi sem eitthvað kvað að. Áhugavert var að sumar þeirra höfðu enga reynslu af hússtörfum og flestar kvennanna höfðu lítinn áhuga á þrifum og matartilbúningi. Forsenda þess að vera ráðin sem ráðskona var því öðru fremur að vera kona, enda konur taldar búa yfir eðlislægri þekkingu á heimilisstörfum.“ Helmingur viðmælenda Dalrúnar sinnti útiverkum samhliða störfum sínum inni við, en þó fólst meginábyrgð þeirra í hússtjórn. Viðtölin leiddu hins vegar í ljós að margir bændur þörfnuðust félagsskapar ráðskvennanna, ekki síður en starfsins sem þær voru ráðnar til að sinna. „Þeir voru margir einmana og óskuðu eftir selskap. Þetta fannst mér merkilegt að heyra,“ segir Dalrún, en nokkur hluti viðmælenda hennar sagði hreint út að þær álitu meginstarf sitt á bænum hafa verið fólgið í því að halda bændunum selskap, enda hluti þeirra er réðu sér ráðskonur með lítil félagsleg tengsl og þótti vænt um að fá líf í húsið. Oft gat myndast góður kunningsskapur með ráðskonunum og bændunum, sem entist gjarnan eftir að ráðskonuvistinni lauk. Viðtölin sýndu að konurnar voru stoltar af því að hafa sinnt stjórnunarstöðu á sveitabæjum enda báru þær mikla virðingu fyrir sveitalífinu, líkt og reyndin var með flesta Íslendinga á þeim tíma. Víst er að vinnuframlag ráðskvenna á íslenskum sveita- bæjum skipti miklu máli fyrir samfélög sveitanna á sínum tíma. Heimilisstörfin sem þær sinntu voru nauðsynlegur þáttur í gangverki búnaðarstarfa sem unnið var að á sveitabæjunum,“ segir Dalrún. Félagslegt úrræði Launuð heimilisstörf á síðari hluta 20. aldar, þar með talið ráðskonustarfið, var ekki eingöngu kynbundið heldur líka stéttbundið. „Það voru yfirleitt fátækar, ungar einstæðar mæður úr þéttbýlinu sem tóku að sér þetta láglaunastarf. Félagsleg staða einstæðra mæðra á þessum tíma var líkt og áður mjög bágborin því samfélagið gerði á margan hátt ekki ráð fyrir þeim konum og börnum þeirra. Einstæðum mæðrum var ætlað að bera þungan af uppeldis- og framfærslumálum barna sinna en á sama tíma skorti félagsleg úrræði til að styðja þær í þeirri erfiðu vegferð. Afskiptaleysi barnsfeðra á þessum tíma gagnvart börnum sínum þótti sumsé ekkert tiltökumál. Einstæðar mæður sinntu því gjarnan fleiri en einu starfi til að ná endum saman. Það er ótrúlegt að einstæðar mæður, þessar kvenhetjur Íslands, sem alla tíð hafa þurft að leggja ótrúlega mikið á sig til að tryggja velferð barna LÍF&STARF bondi@byko.is Stöðluð stálgrindarhús Stærðir: 80m², 150m², 250m² og 350m² Stálgrindin er heitgalvaniseruð og er sérsmíðuð fyrir íslenskar aðstæður. Húsin standast mestu snjó-og vindálagskröfur sem gerðar eru í byggð á Íslandi og henta því sem geymslu-og vélaskemmur í öllum landshlutum. Húsin eru klædd 60mm PIR yleiningum á veggi og 80/125mm yleiningum á þök. Mögulegt er að velja liti á klæðningarnar. Húsunum fylgja allar nauðsynlegar teikningar til að fá byggingarleyfi ásamt teikningum af grunni og vinnuteikningum. Einnig fylgir keyrsluhurð, einn gluggi og tvær gönguhurðir. Reyklosunargluggar eru á þaki sem hleypa inn birtu. á hagstæðu verði Ráðskonur í sveit á síðari hluta 20. aldar: Huldufreyjur Dalrúnar Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is Að vera ráðskona þýddi svolítil völd, bæði í þeirra huga og annarra, ekki síst vegna þess að þetta var staða konu sem „bjargaði heimilinu“ ef svo má segja.“ Dalrún fyrir utan heimili sitt í Mosfellsdalnum. Mynd / SP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.