Bændablaðið - 22.09.2022, Síða 42

Bændablaðið - 22.09.2022, Síða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022 Grasagarðurinn í Kew var formlega settur á stofn árið 1840 en þar hafði verið einkagarður fyrir með miklu plöntusafni. Í dag er Kew einn af fallegustu og virtustu grasagörðum í heimi. Auk garðsins sjálfs, sem er opinn almenningi, er unnið í tengslum við hann gríðarlegt vísindastarf sem felst meðal annars í greiningu og varðveislu erfðaefnis plantna í útrýmingarhættu og nytjaplantna. Markmið Kew er að auka skilning manna á gróðri og sveppum og á sama tíma að vernda líffræðilega fjölbreytni í náttúrunni og vera safn og sýningarsvæði fyrir plöntur. Garðurinn, sem heitir fullu nafni Royal Botanic Gardens, Kew, er 120 hektarar að stærð og staðsettur í Richmond upon Thames í suðvesturhluta London. Í honum er að finna yfir fimmtíu þúsund mismunandi tegundir plantna auk fjölda ólíkra yrkja og afbrigða. Garðurinn er eitt stærsta og fjölbreyttasta safn lifandi gróðurs í heiminum. Til að skilja umfang starfsemi garðsins í Kew þá starfa við hann rúmlega 500 manns og þar af 150 garðyrkjufræðingar og 350 sérfræðingar sem sinna rannsóknum og flokkun. Vísindasvið garðsins heldur úti meistara- og doktorsnámi í grasafræði og þar er einnig garðyrkjuskóli. Auk stjórnunar-, skrifstofu- og starfsfólks í þjónustu við veitingasölu og verslun garðsins og ekki má gleyma ógrynni af sjálfboðaliðum við leiðsögn og umhirðu blómabeða. Árlega heimsækja garðinn meira en 1,4 milljónir gesta. Wakehurst í Sussex Grasagarðurinn við Wakehurst í Sussex er rekinn undir stjórn Konunglega grasagarðsins í Kew. Fyrstu kæligeymslurnar þar fyrir fræ voru byggðar árið 1978. Þar er varðveitt fræsafn Kew, Milleninum Seed Bank, sem hýsir fræ um 75.000 tegunda sem er nærri 25% allra þekktra plantna í heiminum. Garður á gömlum grunni Fyrtu heimildir um búsetu háaðalsins í Richmond upon Thames eru frá 1299 þegar Edvarð I flutti hirð sína í sveitasetur sem hann byggði þar. Hinrik VII bætti um betur og létt byggja þar höll 1501 og gerða að fastabústað sínum og þar bjó Mary Tudor eða Blóð- María Bretlandsdrottning um tíma. Umhverfis höllina voru lendur Kew. Upphaf ræktunar á landinu þar sem Kew er í dag er rakið aftur til Henry Capell baróns sem var uppi á sautjándu öld. Capell, sem átti þar 132 hektara, var mikill plöntusafnari líkt og margir aðalsmenn á þeim tíma og ræktuðu garðyrkjumenn hans sjaldgæfar plöntur undir berum himni og í gróðurhúsum úr gleri. Árið 1731 keyptu Frederick Louis og Ágústa af Saxe-Gotha, prinsinn og prinssessan af Wales, landið og héldu ræktunarstarfinu áfram. Frederick lést skyndilega 1751 en ekkjan hélt sínu striki og árið 1759 opnaði hún átta hektara grasa- og skemmtigarð fyrir gestum af aðals- og hefðarstétt. Frá þeim tíma hafa margir merkismenn komið að uppbyggingu garðsins. Árið 1762 hannaði William Chambers lávarður, og lét byggja, pagóðu í garðinum sem gjöf til Ágústu prinsessu. Pagóðan stendur enn og var á sínum tíma einn besti úrsýnisstaðurinn í London. Joseph Banks, sem ferðaðist um Ísland 1772, sendi fyrstur manna fræ frá fjarlægum löndum til Kew árið 1768 þegar hann var náttúrufræðingur um borð þegar Cook sigldi Endeavor fyrir Hornhöfða Suður-Ameríku og þaðan til Ástralíu og Nýja-Sjálands og fyrir suðurodda Afríku heim til Bretlands. Eftir heimkomuna var Banks útnefndur fyrsti forstöðumaður garðsins og sérstakur ráðgjafi Georgs III Bretakonungs við Kew. Banks var ekki bara duglegur að safna plöntum sjálfur fyrir garðinn því hann sendi áhugasama grasafræðinga út um allan heim til að safna plöntum. Sagan segir að fyrir hans tilstuðlan hafi borist í garðinn um 30 þúsund plöntur sem flestar voru óþekktar í Evrópu á þeim tíma. Banks er sagður eiga mesta heiðurinn af því að byggja grunninn að gróðurfjölbreytni Kew og því vísindastarfi sem þar fer fram í dag. Skoski grasafræðingurinn Francis Masson, sem dvaldi í Suður-Afríku við gróðurrannsóknir frá 1773 til 1775, sendi hátt í þúsund sýni af fræjum, lifandi og þurrkuðum plöntum til Kew. Masson sendi árið 1175 til Bretlands kögurpálma, Encephalartos altensteinii. Árið 1848 var planta flutt í pálmahús Kew og er plantan enn og telst vera elsta pottaplanta í heimi. Kew formlega grasagarður William Hooker, lávarður og Íslandsferðalangur, tók við af Banks sem forstöðumaður Kew 1840. Sama ár er grasagarðurinn í Kew formlega settur á laggirnar og garðurinn opnaður fyrir almenningi. Ári seinna færði sonur hans og Joseph Hooker garðinum að gjöf plöntur frá Falklandseyjum sem voru fluttar yfir hafið í Wardian-kassa. Einfaldri uppfinningu sem breytti sögu grasafræðinnar. Næstu áratugina var mikil uppbygging í garðinum. Hitabeltis- eða pálmahúsið og gróðurhús fyrir plöntur frá tempruðu beltunum eru reistar og reist er sérstök bygging til að hýsa þurrkaðar plöntur. Þegar Hooker eldri lést árið 1865 tók Joseph sonur hans við sem forstöðumaður en steig til hliðar í því starfi 1885. Í hans tíð var stofnsett við garðinn Jodrell rannsóknamiðstöðin sem á þeim tíma lagði áherslu á rannsóknir á plöntusjúkdómum og frumum Grænni framtíð með Kew Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is GRÓÐUR&GARÐAR Pálmahúsið hýsir plöntur sem upprunnar eru í hitabeltinu. Húsið, sem er í Viktoríustíl, var reist á árunum milli 1844 og 1848. Myndir VH Wollemia nobilis er ein af sjaldgæfustu trjátegundum í heimi. Tegundin er í gjörgæslu og fjölgað í Kew. Sama tré 2011 og 2022 og það hefur þrefaldast í hæð.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.