Bændablaðið - 22.09.2022, Side 57
57 Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022
Stærðir: S M L
Efni:
100 g plötulopi frá Þingborg eða Ístex
Prjónar:
Hringprjónar nr 4,5 og 6 40 sm langir,
sokkaprjónar nr 6
Aðferð:
Prjónað er úr lopanum þreföldum, húfan
er prjónuð í hring
Húfan:
Fitjið upp 64-68-68 l á hringprj nr 4,5 og
prj 2 sl og 2 br 8 umf. Skiptið yfir á hringprj nr
6. *Prjónið 2 umf sl og svo 2 umf 2 sl og 2 br*,
endurtakið þetta 5-6-7 x. Ef vill er hægt að hafa
húfuna dýpri, bætið við mynsturumferðum hér.
Prj eina umf sl. Í næstu umf sem einnig er
prj sl er tekið úr svona: *Prj 2 l sl, prj 2 l saman*.
Endurtakið út umf. Því næst eru prj 2 umf með
2 l sl og 1 l br.
Í næstu umf er skipt yfir á sokkaprjóna nr
6. Þá eru 2 umf prj sl og í þeirri fyrri eru tekið
úr svona: *Prj 2 l saman, prj 1 l sl*. Endurtakið
út umf. Prj 3 umf 1 sl og 1 br. Slítið frá og hafið
endann í lengra lagi.
Nú eru lykkjurnar teknar saman í kollinn:
Setjið nál á endann, þræðið í brugðnu
lykkjurnar og geymið þær sléttu á prjóninum.
Gerið þetta út umf og herðið vel að. Gætið
þess að slíta ekki endann, snúið aðeins upp á
þráðinn þá verður hann sterkari. Þræðið síðan í
sléttu lykkjurnar og herðið vel að og stingið svo
endanum yfir á rönguna og gangið frá endanum,
og eins frá endanum við uppfitina.
Þvoið húfuna í volgu vatni og leggið til
þerris.
Á þessa húfu er upplagt að setja dúsk.
Höfundur uppskriftar er Margrét Jónsdóttir.
Húfa með dúski
HANNYRÐAHORNIÐ
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
SUDOKUÞRAUTIR Bændablaðsins
Þung Þyngst
Létt Miðlungs
Stefnir á atvinnu-
mennsku í fótbolta
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Nafn: Hugrún Harpa Ólafsdóttir.
Aldur: 14 ára.
Stjörnumerki: Sporðdreki.
Búseta: Hafnarfjörður og
Borgarnes en er frá Kvíum.
Skóli: Grunnskólinn í Borgarnesi.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Íþróttir.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt?
Hundar.
Uppáhaldsmatur: Pasta.
Uppáhaldslag: Good 4 U eftir
Oliviu Rodrigo.
Uppáhaldskvikmynd: Nýjasta
Minions-myndin.
Fyrsta minning þín? Þegar ég fór
í útilegu fyrst.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á
hljóðfæri? Fótbolta.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Atvinnufótboltakona.
Hvað er það klikkaðasta sem
þú hefur gert? Vinna bikar á
Símamótinu.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í
sumar? Var í sveitinni.
Rétt er að taka fram að þau börn sem áhuga hafa á að vera með, mega hafa
samband við okkur á veffangið sigrunpeturs@bondi.is.
Hún Hugrún Harpa situr fyrir
svörum í þessu blaði en hún er
hress og glöð stelpa frá Kvíum.