Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 13

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 13
Mikill fjöldi fólks var kominn saman á flugvellin- um til þess að votta hinum látna virðingu sína. Þar voru meðal annarra nokkrir framámenn Alþýðu- flokksins á staðnum. Þegar Gylfi steig út úr vélinni vék hann sér að einum flokksbræðra sinna, heilsaði honum virðulega og sagði hrærður: „Þetta er nú kannski einum of mikil fyrirhöfn." „Við erum nú að taka á móti öðru líki,“ svaraði hinn. 11. EINS OG KUNNUGT ER heita íþróttafélögin í Vestmannaeyjum Þór og Týr. I barnaskólanum var kennarinn eitt sinn að spyrja ellefu ára nemendur út úr í goðafræðinni. „Vitið þið, hver var æðstur allra goða?“ spurði hann krakkana. Eftir langa þögn svaraði einn strák- urinn: „Er það Þór?“ Kennarinn hristi höfuðið. „Er það kannski Týr?“ kallaði þá annar strákur. Þegar kennarinn svaraði því líka neitandi, gall við í þeim þriðja: „Er það ekki bara ÍBV?“ 12. JÓN BALDUR, 4 ára gamall, var smámæltur og gat meðal annars ekki sagt s. Pabbi hans var sköll- óttur. Eitt sinn sagði systir hans, 6 ára, upp úr þurru: „Guð gefur mönnunum hár.“ „Já, og líka galla,“ bætti Jón Baldur við. 11

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.