Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Síða 19

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Síða 19
að gamall karl á bænum byrjaði að klæða sig úr skóm og sokkum. Þreif hann að því búnu vaskafat undan rúmi sínu, hellti volgu vatni í það, og fór að þvo fæt- ur sína, sem voru kolsvartir af skít. Viðstaddir horfðu undrandi á aðfarir karlsins, en létu þó á engu bera. Þegar fótaþvottinum var um það bil að ljúka andvarpaði karlinn: „Ætli maður eigi eftir að verða svo gamall, að þurfa að gera þetta aftur?“ 26. ERLINGUR PÁLSSON, yfirlögregluþjónn, var ó- feiminn og nokkuð góður með sig, en rækti starf sitt af stakri kostgæfni. Þegar hann lést, var yfirlögreglu- þjónum fjölgað í þrjá. Sagt er, að Erlingur hafi þá komið fram á miðilsfundi og mælt þessi orð: „Það þurfti þrjá.“ 17

x

Íslenzk fyndni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.