Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 20

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 20
27. SVERRIR KOKKUR hafði oft fengið skammir fyrir það að kaupa vín á svörtum markaði. Eitt sinn fór hann þó í Áfengisverslun ríkisins og keypti þá áfengi í stóra ferðatösku. Þegar heim kom sagði hann sigri hrósandi við konu sína: „Nú gerði ég góð kaup, Dóra mín.“ 28. „EN ÞEIR, sem þekktu hann, þurfa engrar ætt- færzlu með.“ Sverrir Hermannsson z-liðsmaður, í minningar- grein um Bjarna í Vigur. 29. I „ÞÉR AÐ SEGJA“ hefur Stefáni Jónssyni oft tekist að gæða frásögnina þeirri drýgindalegu kímni, sem söguhetjunni, Pétri Hoffmann, er svo eðlileg. Á einum stað í bókinni segir svo frá, er Pétur var á Húsavík: „Og einn dag var það, þegar lítið barst að af fisk- inum, að ég gekk á Húsavíkurfjall og hlóð þar vörðu á meðan karlar mínir hlóðu skipið. Það var erfitt að ná í grjót í þessa vörðu og langt að bera það. Þarna var nokkuð af stórgrýti, sem ekki var meðfæri vanalegra manna. Það lét ég efst í hleðsl- una. Undrast menn það, sem sjá, hvernig ég hafi getað kastað björgunum svo hátt upp fyrir mig. Þessi varða stendur enn á Húsavíkurfjalli og ber nafn mitt. Þeir kalla hana Hoffmannsvörðu. Og þess bið ég Húsvíkinga, ef varðan hrynur og fætur mínir 18

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.