Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Síða 23

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Síða 23
35. SVO SEM KUNNUGT ER þýddi Steingrímur Thorsteinsson, þjóðskáld, Grimmsævintýri á sínum tíma. Þegar þau komu svo aftur út fyrir nokkrum árum fékk Steingrímur J. Þorsteinsson, prófessor, bréf frá skattstofunni. Þar var honum tilkynnt, að skattar hans það árið hefðu verið hækkaðir, enda hefði hon- um láðst að telja fram tekjur vegna þýðingarinnar. 36. GUNNÞÓRUNN LITLA, 3ja ára, var með óþekkt við mömmu sína. Þetta var rétt fyrir jólin og hátíðar- undirbúningur í algleymingi. Eins og títt er um for- eldra þegar jólin nálgast, hafði mamma hennar oft fullyrt, að jólin kæmu ekki til hennar nema hún yrði þæg. Hún greip nú enn einu sinni til þessa ráðs og sagði: „Ef þú verður með óþekkt væna mín, koma jólin ekki.“ „Æ, hættu nú að tala um þessi fjandans jól,“ svar- aði þá sú litla. 37. ÚTVEGSBÆNDUR I GRlMSEY skiptu lengi við fyrirtæki í Reykjavík, er hét Fiskur hf. Einhverra hluta vegna varð fyrirtækið að senda Grímseyingum svohljóðandi skeyti: „Lengið frestinn. Fiskur.“ Skeytið þurfti að fara í gegnum margar símstöðv- 21

x

Íslenzk fyndni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.