Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Síða 28
Þegar þetta atriði nálgaðist, sagði gamla konan,
sem hafði séð myndina viku áður: „Skyldi hann nú
ekki hafa vit á að læsa í þetta sinn?“
49.
HINN KUNNI HAGYRÐINGUR og gleðimaður,
Haraldur Hjálmarsson frá Kambi, vann um tíma í
Utvegsbankanum.
Hann lenti eitt sinn á fylliríi og hafði þá orðið all
djarftækur við útskrift ávísana.
Hann kom þó til starfa daginn eftir og var fremur
framlágur. I anddyrinu mætti hann Adolf Björns-
syni, sem vatt sér að honum með gusti miklum og
sagði:
„Það er ljótt með tékkana."
„Já, þetta er ekki nógu gott,“ svaraði Haraldur.
„Nógu gott! Þetta er hryllilegt,“ sagði Adolf.
„Já, það má kannski segja það,“ svaraði Haraldur,
en reyndi þó að bera sig mannalega.
„Við ætlum að hafa mínútu þögn í bankanum í
hádeginu," sagði þá Adolf.
„Nei, heyrðu mig nú,“ svaraði Haraldur, „er þetta
ekki einum of langt gengið út af nokkrum helvítis
ávísunum?“
Hann vissi auðvitað ekki, að þennan morgun höfðu
Rússar ráðist inn í Tékkóslóvakíu, og að það voru
þeir tékkar, sem Adolf var að tala um.
50.
SIGURJÓN hafði lengst af verið mikið gefinn fyr-
ir vín. Hann var nú orðinn aldraður, heyrnarsljór og
kalkaður, og beið dauðans á sjúkrahúsi.
26